Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 23:16 Laugavegshlaupið er ómissandi hluti af hlaupasumri margra. vísir Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir. Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru og þjónustukaupa sem kvað upp úrskurð í vikunni. Laugavegshlaupið er ekki nafngreint en af dagsetningu má ráða að umrætt hlaup sé hið 55 kílómetra langa hlaup frá Landmannalaugum til Þórsmerkur. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi skráð sig í hlaupið þann 6. nóvember 2023 í hlaupið sem fara átti fram 13. júlí ári síðar. Greiddi hún 51 þúsund krónur fyrir, en innifalið í gjaldinu er hlaupanúmer, tímatökuflaga, drykkjarstöðvar í hlaupi, öryggisvarsla, móttaka í marki auk merktrar hlaupapeysu. Undirbúningurinn gekk ekki betur en svo að konan upphandleggs- og rifbeinsbrotnaði í lok júní og gat því ekki tekið þátt. Bað hún mótshaldara um að koma til móts við sig en því var hafnað. Samkvæmt skilmálum mótsins fæst nefnilega engin endurgreiðsla á þátttökugjaldi eftir 1. mars. Þetta taldi konan ósanngjarnt og leitaði til úrskurðarnefndarinnar. Taldi hún skilmálana ósanngjarna og í ósamræmi við venju í almenningshlaupum þar sem hlaupurum væri ýmist gefið færi á endurgreiðslu eða nafnabreytingu. Hún krafðist þess að fá endurgreitt eða að fá að nýta skráninguna fyrir sama hlaup á næsta ári. Þá krafðist hún þess að skilmálum yrði breytt í þágu neytenda. Skipuleggjendur, Íþróttabandalag Reykjavíkur, sögðu skilmálabreytingu myndu hafa verulegt tekjutap í för með sér, nafnabreyting væri ekki leyfð af öryggisástæðum, meðal annars vegna ákveðinnar stigasöfnunar keppenda. Niðurstaða nefndarinnar var einföld. Konan hafði samþykkt fyrrgreinda skilmála um endurgreiðslu og skýran tímaramma. Ekki væri séð að samningur aðilia væri ósanngjarn eð stríði gegn góðum viðskiptaháttum og var kröfu konunnar því hafnað. Hér fyrir neðan má horfa á heimildarmyndina Laugavegurinn eftir Garp I. Elísabetarson. Myndin fjallar um Laugavegshlaupið og þar er hlaupurunum Þorsteini Roy Jóhannssyn og Andreu Kolbeinsdóttur fylgt eftir.
Laugavegshlaupið Hlaup Neytendur Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira