Árið 1996 var hápunktur í útgáfu danstónlistar Tinni Sveinsson skrifar 12. nóvember 2021 20:00 Grétar og Frímann í umfjöllun Morgunblaðsins um plötuna sunnudaginn 20. október árið 1996. Safnplatan PartyZone 96 á tuttugu og fimm ára útgáfuafmæli um þessar mundir. Í tilefni af því er bæði platan og besta danstónlist þess tíma spiluð í nýjustu tveimur þáttum PartyZone og er hægt að hlusta á þá á Vísi og í öppum Bylgjunnar, FM957 og X977. „Haustið 1996 var viðburðaríkur tími í PartyZone. Þátturinn var á fullu á laugardagskvöldum á Xinu, við héldum rosaleg kvöld á Tunglinu og Tetriz í Fishersundi, þar sem Basement Jaxx spiluðu meðal annarra fyrir troðfullu húsi,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Við héldum afar eftirminnileg og ólögleg danspartý, eða rave, í bragga í Nauthólsvíkinni. Síðast en ekki síst voru Grétar og Frímann aðal plötusnúðarnir því þeir mixuðu saman þriðja PartyZone diskinn, PartyZone 96, sem á nú 25 ára útgáfuafmæli. Við ferðumst þangað í nýjustu tveimur þáttunum og spilum alla helstu slagarana og gleymdar dansperlur frá þessum tíma.“ Klippa: Party Zone - 1996 þáttur Nostalgía yfir árinu 1996 Plötusnúðurinn Símon FKNHNDSM fékk það verkefni að útbúa nostalgíumix fyrir árið 1996 í fyrri þættinum, sem hlusta má á í spilaranum hér fyrir ofan. Fundnir voru þrír PartyZone listar frá haustinu 1996 til að nota sem grunn. Í kjölfarið lagðist Símon í mikið grúsk og er útkoman er rúmlega tveggja tíma mix þar sem stiklað er á því besta sem var að gerast á þessu ári. „Í þættinum droppa ég dansklassíkerum hægri, vinstri og lofa gæsahúð,“ segir Símon. „Þetta ár var ég 16 ára og hlustaði á PartyZone á hverjum laugardegi. Ég mundi vel eftir sumum lögunum og enduruppgötvaði önnur sem ég mun án efa nota þegar ég spila á næstum vikum. Til dæmis tryllinginn sem má heyra hérna fyrir neðan. Þetta er strangheiðarleg ofurklassík sem ég hef verið að leita að lengi.“ Hátindur í house og teknó Þegar maður ber saman tónlistina í dag við það sem er að gerast þarna fyrir 25 árum sér maður hvað house og teknó tónlist var á miklum hátindi þarna. Þvílíka snilldarstöffið. Núna er framboðið ótrúlega mikið en þarna var hlutfall milli gæða og framboðs svo miklu hærra,“ segir Helgi Már. „Við vorum svo gáfaðir að safna saman öllum PZ listunum í möppu, þannig að við getum gengið i þessar heimildir. Listarnir sem við létum Símon hafa eru bara handrit beint úr þættinum, gulnuð blöð. Í dag eru þeir frábær heimild um hvað var í gangi í tónlistinni og senunni á þessum tíma.“ Klippa: PartyZone 96 - diskurinn í heild Mikil spenna í kringum útgáfuna Í seinni þættinum er PartyZone 96 spilaður í fullri lengd og má því segja að DJ Grétar og DJ Frímann séu plötusnúðar þáttarins. Helgi Már rifjar upp spenninginn í kringum útgáfuna og danstónlistarsenuna haustið 1996: „PartyZone´96 er þriðji PartyZone diskurinn sem þátturinn gaf út með viðhöfn í október 1996. Grétar og Frímann mixuðu hann saman á vínyl í Stúdíó Sýrlandi. Þeir tóku þátt í að velja lögin en þarna átti að gefa þyngri hluta þáttarins meiri athygli. Fyrri diskarnir höfðu gengið gríðarlega vel og voru uppseldir. Teknó og house-tónlist náði miklum vinsældum eftir dansárið mikla 1995 en danstónlistarsenan og plötusnúðar hennar voru samt ennþá neðanjarðar.“ Framhlið plötunnar. „Haldin var vegleg útgáfuhátíð á skemmtistaðnum Tetriz í Fishersundi sem var skammlífur en vinsæll skemmtistaður á þeim tíma. Þarna var nýlega búið að loka hinum goðsagnakennda Rósenberg kjallara og senan á hrakhólum hvað skemmtistaði snerti. Kaffibarinn var nýlega byrjaður að bjóða uppá plötusnúða og Tunglið á niðurleið. Diskurinn sat í nokkrar vikur á Íslenska breiðskífulistanum innan um margar rokk- og popphetjur þess tíma. Það var lögð mikil vinna í að fá leyfi fyrir lögunum á diskinn og þurfti að senda afar mörg föx á hinar ýmsar plötuútgáfur. Einnig var sem fyrr metnaður í gangi hvað varðar plötuumslagið. Ólíkt fyrri diskunum var framleitt aukaupplag af honum þegar fyrsta framleiðslan seldist upp. Þessi diskur er mörgum afar hjartfólginn og á tryggan aðdáendahóp.“ PartyZone Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Haustið 1996 var viðburðaríkur tími í PartyZone. Þátturinn var á fullu á laugardagskvöldum á Xinu, við héldum rosaleg kvöld á Tunglinu og Tetriz í Fishersundi, þar sem Basement Jaxx spiluðu meðal annarra fyrir troðfullu húsi,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Við héldum afar eftirminnileg og ólögleg danspartý, eða rave, í bragga í Nauthólsvíkinni. Síðast en ekki síst voru Grétar og Frímann aðal plötusnúðarnir því þeir mixuðu saman þriðja PartyZone diskinn, PartyZone 96, sem á nú 25 ára útgáfuafmæli. Við ferðumst þangað í nýjustu tveimur þáttunum og spilum alla helstu slagarana og gleymdar dansperlur frá þessum tíma.“ Klippa: Party Zone - 1996 þáttur Nostalgía yfir árinu 1996 Plötusnúðurinn Símon FKNHNDSM fékk það verkefni að útbúa nostalgíumix fyrir árið 1996 í fyrri þættinum, sem hlusta má á í spilaranum hér fyrir ofan. Fundnir voru þrír PartyZone listar frá haustinu 1996 til að nota sem grunn. Í kjölfarið lagðist Símon í mikið grúsk og er útkoman er rúmlega tveggja tíma mix þar sem stiklað er á því besta sem var að gerast á þessu ári. „Í þættinum droppa ég dansklassíkerum hægri, vinstri og lofa gæsahúð,“ segir Símon. „Þetta ár var ég 16 ára og hlustaði á PartyZone á hverjum laugardegi. Ég mundi vel eftir sumum lögunum og enduruppgötvaði önnur sem ég mun án efa nota þegar ég spila á næstum vikum. Til dæmis tryllinginn sem má heyra hérna fyrir neðan. Þetta er strangheiðarleg ofurklassík sem ég hef verið að leita að lengi.“ Hátindur í house og teknó Þegar maður ber saman tónlistina í dag við það sem er að gerast þarna fyrir 25 árum sér maður hvað house og teknó tónlist var á miklum hátindi þarna. Þvílíka snilldarstöffið. Núna er framboðið ótrúlega mikið en þarna var hlutfall milli gæða og framboðs svo miklu hærra,“ segir Helgi Már. „Við vorum svo gáfaðir að safna saman öllum PZ listunum í möppu, þannig að við getum gengið i þessar heimildir. Listarnir sem við létum Símon hafa eru bara handrit beint úr þættinum, gulnuð blöð. Í dag eru þeir frábær heimild um hvað var í gangi í tónlistinni og senunni á þessum tíma.“ Klippa: PartyZone 96 - diskurinn í heild Mikil spenna í kringum útgáfuna Í seinni þættinum er PartyZone 96 spilaður í fullri lengd og má því segja að DJ Grétar og DJ Frímann séu plötusnúðar þáttarins. Helgi Már rifjar upp spenninginn í kringum útgáfuna og danstónlistarsenuna haustið 1996: „PartyZone´96 er þriðji PartyZone diskurinn sem þátturinn gaf út með viðhöfn í október 1996. Grétar og Frímann mixuðu hann saman á vínyl í Stúdíó Sýrlandi. Þeir tóku þátt í að velja lögin en þarna átti að gefa þyngri hluta þáttarins meiri athygli. Fyrri diskarnir höfðu gengið gríðarlega vel og voru uppseldir. Teknó og house-tónlist náði miklum vinsældum eftir dansárið mikla 1995 en danstónlistarsenan og plötusnúðar hennar voru samt ennþá neðanjarðar.“ Framhlið plötunnar. „Haldin var vegleg útgáfuhátíð á skemmtistaðnum Tetriz í Fishersundi sem var skammlífur en vinsæll skemmtistaður á þeim tíma. Þarna var nýlega búið að loka hinum goðsagnakennda Rósenberg kjallara og senan á hrakhólum hvað skemmtistaði snerti. Kaffibarinn var nýlega byrjaður að bjóða uppá plötusnúða og Tunglið á niðurleið. Diskurinn sat í nokkrar vikur á Íslenska breiðskífulistanum innan um margar rokk- og popphetjur þess tíma. Það var lögð mikil vinna í að fá leyfi fyrir lögunum á diskinn og þurfti að senda afar mörg föx á hinar ýmsar plötuútgáfur. Einnig var sem fyrr metnaður í gangi hvað varðar plötuumslagið. Ólíkt fyrri diskunum var framleitt aukaupplag af honum þegar fyrsta framleiðslan seldist upp. Þessi diskur er mörgum afar hjartfólginn og á tryggan aðdáendahóp.“
PartyZone Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira