Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2021-22: Sætaskipti eftir að meiðsladraugurinn bankaði upp á í Eyjum (4.-5. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 10:01 Stjarnan og ÍBV mættust í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst með þremur leikjum á morgun, laugardaginn 18. september. Í gær litum við á liðin sem verða í neðsta hluta deildarinnar og nú er komið að liðunum sem verða um miðja deild ef spá okkar rætist. Á síðasta tímabili lenti ÍBV í 4. sæti deildarinnar og Stjarnan í því fimmta. Við spáum því að þau hafi sætaskipti í vetur. Það helgast ekki síst af því að tveir bestu leikmenn ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, eru frá keppni vegna meiðsla. Með þær heilar væri ÍBV með lið sem gæti blandað sér í toppbaráttuna en án þeirra er hætt við að Eyjakonur verði að sætta sig við vera um miðja deild. ÍBV og Stjarnan mættust í úrslitakeppninni á síðasta tímabili þar sem Eyjakonur unnu, 2-0. ÍBV í 5. sæti: Gjörbreytt staða vegna meiðsla Hin fjölhæfa Harpa Valey Gylfadóttir er komin í landsliðið.vísir/hulda margrét ÍBV styrkti sig mikið fyrir síðasta tímabil þegar þær Birna Berg Haraldsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir komu til Eyja. Liðið endaði í 4. sæti, sló Stjörnuna út í átta liða úrslitunum og var ekki langt frá því að komast í úrslit. ÍBV var ekki jafn stórtækt á félagaskiptamarkaðnum í sumar en fékk serbnesku landsliðskonuna Mariju Jovanovic, samdi til frambúðar við sænska hornamanninn Linu Cardell en missti Ástu Björtu Júlíusdóttur til Hauka. Hún hefði nýst afar vel í fjarveru Birnu Berg. Mikið mun mæða á Jovanovic í vetur en þessi hávaxna skytta er með flotta ferilskrá. Sunna Jónsdóttir verður áfram í stóru hlutverki í vörn og sókn og hinar ungu og bráðefnilegu Harpa Valey Gylfadóttir og Elísa Elíasdóttir ættu að taka skref fram á við. Þá býr ÍBV svo vel að eiga einn allra besta markvörð deildarinnar, hina pólsku Mörtu Wawrzynkowska. ÍBV spilaði góða vörn í fyrra en sóknin var ekki nógu beitt og aðeins tvö neðstu liðin skoruðu færri mörk. Þá voru Eyjakonur með næstslökustu skotnýtinguna í deildinni. Þar er rúm til að gera betur. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit 2011-12: 3. sæti+undanúrslit+bikarúrslit Marta Wawrzynkowska hefur leikið stórvel í marki ÍBV undanfarin tvö tímabil.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 22,5 (6. sæti) Mörk á sig - 21,2 (3. sæti) Hlutfallsvarsla - 36,7% (1. sæti) Skotnýting - 50,5% (7. sæti) Tapaðir boltar - 10,9 (3. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ingibjørg Olsen frá Færeyjum Ólöf Maren Bjarnadóttir frá Haukum (á láni) Marija Jovanovic frá Serbíu Farnar: Ásta Björt Júlíusdóttir til Hauka Darija Zecevic til Stjörnunnar Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er að hefja sitt fjórða tímabil hjá ÍBV.vísir/vilhelm Sunna Jónsdóttir var Eyjaliðinu gríðarlega mikilvæg en eftir að Birna Berg og Hrafnhildur Hanna hrukku úr skaftinu er hún orðin ómissandi. Leitun er að betri varnarmanni en Sunnu í Olís-deildinni og hún er einnig drjúg í sókninni. Gengi ÍBV veltur að stórum hluta á frammistöðu hennar. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika ÍBV. Klippa: ÍBV 5. sæti Stjarnan í 4. sæti: Vilja ná fyrri styrk Eva Björk Davíðsdóttir var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Eftir að hafa komist í úrslit fimm ár í röð, tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hefur fjarað undan Stjörnunni undanfarin ár. Fyrir síðasta tímabil sótti Stjarnan tvær landsliðskonur, Evu Björk Davíðsdóttur og Helenu Rut Örvarsdóttur, en það dugði skammt og Garðbæingar enduðu í 5. sæti, tveimur sætum neðar en tímabilið á undan. Eyjakonur slógu Stjörnukonur svo nokkuð fyrirhafnarlítið út í úrslitakeppninni. Markvarslan hefur ekki verið nógu góð hjá Stjörnunni undanfarin ár en Garðbæingar vonast til að Darija Zecevic sem kom frá ÍBV hjálpi til við að bæta úr því. Stjarnan fékk einnig Britney Cots frá FH og Lenu Margréti Valdimarsdóttur frá Fram. Henni er ætlað að fylla skarð Sólveigar Láru Kjærnested sem er hætt. Spennandi verður að sjá hvað Lena gerir hjá Stjörnunni. Undanfarin ár hefur hún skorað mörk í bílförmum fyrir ungmennalið Fram en fengið fá tækifæri með aðalliðinu. Útilína Stjörnunnar verður mjög sterk með þær Lenu, Evu Björk, Helenu og Britney til að leysa þær af. Eva Björk lék sérstaklega vel á síðasta tímabili og var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Leikmannahópur Stjörnunnar er sterkur og reyndur en samt er erfitt að sjá liðið ógna þeim bestu. Til að það gerist þarf Stjarnan að spila aðeins betri vörn en á síðasta tímabili, fá mun betri markvörslu og ná í fleiri stig á heimavelli en Stjörnukonur fengu aðeins sjö stig í Garðabænum í fyrra. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit 2011-12: 4. sæti+undanúrslit Hin 42 ára Hanna G. Stefánsdóttir hefur verið að frá miðjum 10. áratug síðustu aldar.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 24,0 (3. sæti) Mörk á sig - 24,3 (6. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,0% (6. sæti) Skotnýting - 54,1% (4. sæti) Tapaðir boltar - 11,4 (5. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir frá Fram Britney Cots frá FH Darija Zecevic frá ÍBV Farnar: Hildur Öder Einarsdóttir Sólveig Lára Kjærnested hætt Heiðrún Dís Magnúsdóttir Ída Bjarklind Magnúsdóttir Katrín Tinna Jensdóttir til Volda Lykilmaðurinn Helena Rut Örvarsdóttir sneri aftur í Garðabæinn í fyrra.vísir/hulda margrét Helena Rut er allra besta skytta deildarinnar og einnig mjög öflug á varnarhelmingnum. Helena skoraði tæplega sex mörk að meðaltali í leik á síðasta tímabili en skotnýtingin hefði mátt vera betri. Helena er orðin mjög reynslumikil og er algjör burðarrás í liði Stjörnunnar. Hún þarf að eiga gott tímabil ef Garðbæingar ætla að komast aftur í toppbaráttuna. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Stjörnunnar. Klippa: Stjarnan 4. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira
Í gær litum við á liðin sem verða í neðsta hluta deildarinnar og nú er komið að liðunum sem verða um miðja deild ef spá okkar rætist. Á síðasta tímabili lenti ÍBV í 4. sæti deildarinnar og Stjarnan í því fimmta. Við spáum því að þau hafi sætaskipti í vetur. Það helgast ekki síst af því að tveir bestu leikmenn ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, eru frá keppni vegna meiðsla. Með þær heilar væri ÍBV með lið sem gæti blandað sér í toppbaráttuna en án þeirra er hætt við að Eyjakonur verði að sætta sig við vera um miðja deild. ÍBV og Stjarnan mættust í úrslitakeppninni á síðasta tímabili þar sem Eyjakonur unnu, 2-0. ÍBV í 5. sæti: Gjörbreytt staða vegna meiðsla Hin fjölhæfa Harpa Valey Gylfadóttir er komin í landsliðið.vísir/hulda margrét ÍBV styrkti sig mikið fyrir síðasta tímabil þegar þær Birna Berg Haraldsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir komu til Eyja. Liðið endaði í 4. sæti, sló Stjörnuna út í átta liða úrslitunum og var ekki langt frá því að komast í úrslit. ÍBV var ekki jafn stórtækt á félagaskiptamarkaðnum í sumar en fékk serbnesku landsliðskonuna Mariju Jovanovic, samdi til frambúðar við sænska hornamanninn Linu Cardell en missti Ástu Björtu Júlíusdóttur til Hauka. Hún hefði nýst afar vel í fjarveru Birnu Berg. Mikið mun mæða á Jovanovic í vetur en þessi hávaxna skytta er með flotta ferilskrá. Sunna Jónsdóttir verður áfram í stóru hlutverki í vörn og sókn og hinar ungu og bráðefnilegu Harpa Valey Gylfadóttir og Elísa Elíasdóttir ættu að taka skref fram á við. Þá býr ÍBV svo vel að eiga einn allra besta markvörð deildarinnar, hina pólsku Mörtu Wawrzynkowska. ÍBV spilaði góða vörn í fyrra en sóknin var ekki nógu beitt og aðeins tvö neðstu liðin skoruðu færri mörk. Þá voru Eyjakonur með næstslökustu skotnýtinguna í deildinni. Þar er rúm til að gera betur. Gengi ÍBV undanfarinn áratug 2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit 2011-12: 3. sæti+undanúrslit+bikarúrslit Marta Wawrzynkowska hefur leikið stórvel í marki ÍBV undanfarin tvö tímabil.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 22,5 (6. sæti) Mörk á sig - 21,2 (3. sæti) Hlutfallsvarsla - 36,7% (1. sæti) Skotnýting - 50,5% (7. sæti) Tapaðir boltar - 10,9 (3. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Ingibjørg Olsen frá Færeyjum Ólöf Maren Bjarnadóttir frá Haukum (á láni) Marija Jovanovic frá Serbíu Farnar: Ásta Björt Júlíusdóttir til Hauka Darija Zecevic til Stjörnunnar Lykilmaðurinn Sunna Jónsdóttir er að hefja sitt fjórða tímabil hjá ÍBV.vísir/vilhelm Sunna Jónsdóttir var Eyjaliðinu gríðarlega mikilvæg en eftir að Birna Berg og Hrafnhildur Hanna hrukku úr skaftinu er hún orðin ómissandi. Leitun er að betri varnarmanni en Sunnu í Olís-deildinni og hún er einnig drjúg í sókninni. Gengi ÍBV veltur að stórum hluta á frammistöðu hennar. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sólveig Lára Kjærnested fer yfir möguleika ÍBV. Klippa: ÍBV 5. sæti Stjarnan í 4. sæti: Vilja ná fyrri styrk Eva Björk Davíðsdóttir var einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét Eftir að hafa komist í úrslit fimm ár í röð, tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hefur fjarað undan Stjörnunni undanfarin ár. Fyrir síðasta tímabil sótti Stjarnan tvær landsliðskonur, Evu Björk Davíðsdóttur og Helenu Rut Örvarsdóttur, en það dugði skammt og Garðbæingar enduðu í 5. sæti, tveimur sætum neðar en tímabilið á undan. Eyjakonur slógu Stjörnukonur svo nokkuð fyrirhafnarlítið út í úrslitakeppninni. Markvarslan hefur ekki verið nógu góð hjá Stjörnunni undanfarin ár en Garðbæingar vonast til að Darija Zecevic sem kom frá ÍBV hjálpi til við að bæta úr því. Stjarnan fékk einnig Britney Cots frá FH og Lenu Margréti Valdimarsdóttur frá Fram. Henni er ætlað að fylla skarð Sólveigar Láru Kjærnested sem er hætt. Spennandi verður að sjá hvað Lena gerir hjá Stjörnunni. Undanfarin ár hefur hún skorað mörk í bílförmum fyrir ungmennalið Fram en fengið fá tækifæri með aðalliðinu. Útilína Stjörnunnar verður mjög sterk með þær Lenu, Evu Björk, Helenu og Britney til að leysa þær af. Eva Björk lék sérstaklega vel á síðasta tímabili og var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Leikmannahópur Stjörnunnar er sterkur og reyndur en samt er erfitt að sjá liðið ógna þeim bestu. Til að það gerist þarf Stjarnan að spila aðeins betri vörn en á síðasta tímabili, fá mun betri markvörslu og ná í fleiri stig á heimavelli en Stjörnukonur fengu aðeins sjö stig í Garðabænum í fyrra. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit 2011-12: 4. sæti+undanúrslit Hin 42 ára Hanna G. Stefánsdóttir hefur verið að frá miðjum 10. áratug síðustu aldar.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 24,0 (3. sæti) Mörk á sig - 24,3 (6. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,0% (6. sæti) Skotnýting - 54,1% (4. sæti) Tapaðir boltar - 11,4 (5. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir frá Fram Britney Cots frá FH Darija Zecevic frá ÍBV Farnar: Hildur Öder Einarsdóttir Sólveig Lára Kjærnested hætt Heiðrún Dís Magnúsdóttir Ída Bjarklind Magnúsdóttir Katrín Tinna Jensdóttir til Volda Lykilmaðurinn Helena Rut Örvarsdóttir sneri aftur í Garðabæinn í fyrra.vísir/hulda margrét Helena Rut er allra besta skytta deildarinnar og einnig mjög öflug á varnarhelmingnum. Helena skoraði tæplega sex mörk að meðaltali í leik á síðasta tímabili en skotnýtingin hefði mátt vera betri. Helena er orðin mjög reynslumikil og er algjör burðarrás í liði Stjörnunnar. Hún þarf að eiga gott tímabil ef Garðbæingar ætla að komast aftur í toppbaráttuna. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Sigurlaug Rúnarsdóttir fer yfir möguleika Stjörnunnar. Klippa: Stjarnan 4. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
2020-21: 4. sæti+undanúrslit 2019-20: 7. sæti 2018-19: 3. sæti+undanúrslit 2017-18: 3. sæti+undanúrslit 2016-17: 5. sæti 2015-16: 6. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 4. sæti+undanúrslit 2013-14: 3. sæti+undanúrslit 2012-13: 3. sæti+undanúrslit 2011-12: 3. sæti+undanúrslit+bikarúrslit
Mörk skoruð - 22,5 (6. sæti) Mörk á sig - 21,2 (3. sæti) Hlutfallsvarsla - 36,7% (1. sæti) Skotnýting - 50,5% (7. sæti) Tapaðir boltar - 10,9 (3. sæti)
Komnar: Ingibjørg Olsen frá Færeyjum Ólöf Maren Bjarnadóttir frá Haukum (á láni) Marija Jovanovic frá Serbíu Farnar: Ásta Björt Júlíusdóttir til Hauka Darija Zecevic til Stjörnunnar
2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit 2011-12: 4. sæti+undanúrslit
Mörk skoruð - 24,0 (3. sæti) Mörk á sig - 24,3 (6. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,0% (6. sæti) Skotnýting - 54,1% (4. sæti) Tapaðir boltar - 11,4 (5. sæti)
Komnar: Lena Margrét Valdimarsdóttir frá Fram Britney Cots frá FH Darija Zecevic frá ÍBV Farnar: Hildur Öder Einarsdóttir Sólveig Lára Kjærnested hætt Heiðrún Dís Magnúsdóttir Ída Bjarklind Magnúsdóttir Katrín Tinna Jensdóttir til Volda
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna ÍBV Stjarnan Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Fleiri fréttir Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sjá meira