„Ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. september 2021 08:05 Hin fjölhæfa og orkmikla athafnakona Tobba Marínós er ekki þekkt fyrir annað en að fylgja eftir sínum draumum en á dögunum opnaði hún ásamt fjölskyldunni Granólabarinn úti á Granda. Hún heitir því stóra og virðulega nafni Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, en flestir þekkja hana sem hina glaðlyndu, vösku og hláturmildu Tobbu Marínós. Tobba hefur komið víða við á sínum ferli en eftir að hafa starfað í ár sem ritstjóri DV ákvað hún að láta langþráðan draum rætast og reyna fyrir sér í veitingageiranum. Matargerð og heilsa hefur alltaf verið ástríða Tobbu en eftir að hafa verið í nokkur ár að framleiða hágæða matvöru undir merkinu, Náttúrulega gott, ákvað hún að stíga skrefinu lengra og opna Granólabarinn í verbúðunum úti á Granda. Granólabarinn opnaði úti á Granda fyrir nokkrum vikum síðan en þar stendur Tobba sjálf vaktina og framreiðir dýrindis djúsa og litríkar ofurfæðisskálar með bros á vör. Það getur verið mikil vinna og álag sem fylgir því að fara út í eiginn rekstur en einnig mikil gleði. Það er mikið stuð þessa dagana. Partýkúlur, engifer skot og gúmmúlaði alla daga. Tobba er gift tónlistarmanninum og tölvunnarfræðingnum Karli Sigurðssyni og hafa þau verið saman í ellefu ár. Parið gifti sig á Ítalíu árið 2019 þann 19. september svo að í dag fagna þau ástinni og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hér fyrir neðan svarar Tobba spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Ó já. Pizza á veitingastaðnum Hornið. Hvort ykkar eldar meira? Ég en hann gengur frá, sem er fullkomið að mínu mati. Tobba og Karl létu pússa sig saman á Ítalíu árið 2019 umvafin þeirri matarmenningu sem þau bæði elska. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Coocoo's Nest í taco eða röltum um miðbæinn og tökum einn rétt á nokkrum stöðum. Lamb og hveitikökur á Fjallkonunni er stórkostlega gott, borgarar á Yuzu, bröns á Kopar eða sushi á Fiskmarkaðnum. Úrvalið í miðborginni er dásamlegt. Svo er huggó að fá sér drykk, spila og hlusta á jazz á Skuggabaldri eftir kvöldverð á Apótekinu eða Duck and Rose. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Nei. Steik eða steikarsalat. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Nei. Við erum merkilega samstíga. Hann er samt skeptískur á aspas og ananas. Falleg fjölskylda á brúðkaupsdaginn. Tobba og Karl eiga saman tvær dætur. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og/eða öfugt? Kalli er frábær á grillinu og gerir æðisleg egg. Hann elskar allt ítalskt og elskar þegar ég geri lasagnia og canneloni. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Já, pantaðu það sem þig langar í ef þið farið út að borða en ekki það sem þér finnst smart að panta. Og ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti. Hversu mikilvægt finnst þér að taka sér tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mjög mikilvægt. Einu sinni í viku borðum við tvö saman eftir að dætur okkar eru stofnaðar. Eldum saman, spjöllum, fáum okkur rauðvínsglas og njótum þess að vera saman. Einhver ráð eða uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum stefnumótamat mat? Stefnumótamatur á að vera áreynslulaus og alls ekki sóðalegur. Það er hræðilegt að vera allur í sósu eða með eitthvað fast á milli tannanna. Canneloni uppskrift Tobbu 1 pakki ferskar lasagna-plötur 300 g kotasæla 200 g rjómaostur (philadelphia eða þessi blái frá MS) 200 g spínat 300 g eldaður kjúklingur – kryddaður með kjúklingakryddi t.d. frá Pottagöldrum 3 hvítlauksrif 1 laukur 1 msk. ólífuolía 1 búnt fersk basilíka, söxuð Góð pastasósa – heimagerð eða 1 stór krukka keypt (um 400 g) 2 dl rifinn parmesan-ostur salt pipar Canneloni að hætti Tobbu, gjöriði svo vel. Aðferð Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr olíu. Þegar hann er orðinn mjúkur er spínatinu bætt við og það steikt uns mjúkt. Þá fer rjómaosturinn, kotasælan og helmingurinn af basilíkunni saman við. Látið þetta bráðna varlega saman og malla í um 5 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Rífið þá kjúklinginn út í. Setjið olíu í botninn á eldföstu móti. Skerið lasagna-plötuna (kemur í einu heilu lagi) í jafna búta. Setjið fyllinguna í miðjuna á hverjum bút og rúllið upp, svo úr verður pastarör. Látið skilin snúa niður. Endurtakið uns fyllingin er búinn. Hellið pasta sósunni yfir og toppið með parmesan. Bakið við 180 gráður í 20 mínútur eða uns osturinn er tekinn að gyllast og pastað orðið vel heitt í gegn. Stráið restinni af basilíkunni yfir áður en borið er fram. Berið fram með góðu salatið og ítölsku rauðvíni sé stemmingin þannig. Einnig er gott að setja piparkvörn á borðið svo fólk geti krydda meira. Það er nú ekki annað en við hæfi að enda þetta á laginu I Got You Babe sem er lag Tobbu og Kalla og var spilað í brúðkaupi þeirra fyrir tveimur árum síðan. Makamál óska þeim hjónum innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið. Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Matur Tengdar fréttir Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00 Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 19. júní 2021 12:09 Magga Bjarna deilir girnilegri ættaruppskrift í páskabúning „Ætli þetta hafi ekki byrjað á því að ég elska að borða góðan mat, síðan kom forvitnin að læra að elda hann. Mamma mín er algjör snillingur í eldhúsinu svo að það er yfirleitt eldaður dásamlegur matur frá grunni heima. Svo að mamma hefur smitað mig af þessum mataráhuga,“ segir Margrét Bjarnadóttir í viðtalið við Vísi. 1. apríl 2021 10:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Tobba hefur komið víða við á sínum ferli en eftir að hafa starfað í ár sem ritstjóri DV ákvað hún að láta langþráðan draum rætast og reyna fyrir sér í veitingageiranum. Matargerð og heilsa hefur alltaf verið ástríða Tobbu en eftir að hafa verið í nokkur ár að framleiða hágæða matvöru undir merkinu, Náttúrulega gott, ákvað hún að stíga skrefinu lengra og opna Granólabarinn í verbúðunum úti á Granda. Granólabarinn opnaði úti á Granda fyrir nokkrum vikum síðan en þar stendur Tobba sjálf vaktina og framreiðir dýrindis djúsa og litríkar ofurfæðisskálar með bros á vör. Það getur verið mikil vinna og álag sem fylgir því að fara út í eiginn rekstur en einnig mikil gleði. Það er mikið stuð þessa dagana. Partýkúlur, engifer skot og gúmmúlaði alla daga. Tobba er gift tónlistarmanninum og tölvunnarfræðingnum Karli Sigurðssyni og hafa þau verið saman í ellefu ár. Parið gifti sig á Ítalíu árið 2019 þann 19. september svo að í dag fagna þau ástinni og tveggja ára brúðkaupsafmæli. Hér fyrir neðan svarar Tobba spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Manstu eftir fyrstu máltíðinni ykkar saman? Ó já. Pizza á veitingastaðnum Hornið. Hvort ykkar eldar meira? Ég en hann gengur frá, sem er fullkomið að mínu mati. Tobba og Karl létu pússa sig saman á Ítalíu árið 2019 umvafin þeirri matarmenningu sem þau bæði elska. Á hvaða staði fariði þegar þið viljið fara saman rómantískt út að borða? Coocoo's Nest í taco eða röltum um miðbæinn og tökum einn rétt á nokkrum stöðum. Lamb og hveitikökur á Fjallkonunni er stórkostlega gott, borgarar á Yuzu, bröns á Kopar eða sushi á Fiskmarkaðnum. Úrvalið í miðborginni er dásamlegt. Svo er huggó að fá sér drykk, spila og hlusta á jazz á Skuggabaldri eftir kvöldverð á Apótekinu eða Duck and Rose. Eruð þið yfirleitt sammála um hvað eigi að vera í matinn? Nei. Steik eða steikarsalat. Eitthvað sem þú elskar að borða en hann borðar ekki? Nei. Við erum merkilega samstíga. Hann er samt skeptískur á aspas og ananas. Falleg fjölskylda á brúðkaupsdaginn. Tobba og Karl eiga saman tvær dætur. Hvaða matur sem þú gerir er uppáhaldsmaturinn hans og/eða öfugt? Kalli er frábær á grillinu og gerir æðisleg egg. Hann elskar allt ítalskt og elskar þegar ég geri lasagnia og canneloni. Getur þú gefið fólki einhverjar ráðleggingar varðandi stefnumót og mat? Já, pantaðu það sem þig langar í ef þið farið út að borða en ekki það sem þér finnst smart að panta. Og ef hann er ekki til í að deila mat er hann ekki sá rétti. Hversu mikilvægt finnst þér að taka sér tíma til að setjast niður og borða saman sem par? Mjög mikilvægt. Einu sinni í viku borðum við tvö saman eftir að dætur okkar eru stofnaðar. Eldum saman, spjöllum, fáum okkur rauðvínsglas og njótum þess að vera saman. Einhver ráð eða uppskrift sem þú vilt deila af skemmtilegum stefnumótamat mat? Stefnumótamatur á að vera áreynslulaus og alls ekki sóðalegur. Það er hræðilegt að vera allur í sósu eða með eitthvað fast á milli tannanna. Canneloni uppskrift Tobbu 1 pakki ferskar lasagna-plötur 300 g kotasæla 200 g rjómaostur (philadelphia eða þessi blái frá MS) 200 g spínat 300 g eldaður kjúklingur – kryddaður með kjúklingakryddi t.d. frá Pottagöldrum 3 hvítlauksrif 1 laukur 1 msk. ólífuolía 1 búnt fersk basilíka, söxuð Góð pastasósa – heimagerð eða 1 stór krukka keypt (um 400 g) 2 dl rifinn parmesan-ostur salt pipar Canneloni að hætti Tobbu, gjöriði svo vel. Aðferð Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr olíu. Þegar hann er orðinn mjúkur er spínatinu bætt við og það steikt uns mjúkt. Þá fer rjómaosturinn, kotasælan og helmingurinn af basilíkunni saman við. Látið þetta bráðna varlega saman og malla í um 5 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Rífið þá kjúklinginn út í. Setjið olíu í botninn á eldföstu móti. Skerið lasagna-plötuna (kemur í einu heilu lagi) í jafna búta. Setjið fyllinguna í miðjuna á hverjum bút og rúllið upp, svo úr verður pastarör. Látið skilin snúa niður. Endurtakið uns fyllingin er búinn. Hellið pasta sósunni yfir og toppið með parmesan. Bakið við 180 gráður í 20 mínútur eða uns osturinn er tekinn að gyllast og pastað orðið vel heitt í gegn. Stráið restinni af basilíkunni yfir áður en borið er fram. Berið fram með góðu salatið og ítölsku rauðvíni sé stemmingin þannig. Einnig er gott að setja piparkvörn á borðið svo fólk geti krydda meira. Það er nú ekki annað en við hæfi að enda þetta á laginu I Got You Babe sem er lag Tobbu og Kalla og var spilað í brúðkaupi þeirra fyrir tveimur árum síðan. Makamál óska þeim hjónum innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið.
Matarást Ástin og lífið Uppskriftir Matur Tengdar fréttir Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00 Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 19. júní 2021 12:09 Magga Bjarna deilir girnilegri ættaruppskrift í páskabúning „Ætli þetta hafi ekki byrjað á því að ég elska að borða góðan mat, síðan kom forvitnin að læra að elda hann. Mamma mín er algjör snillingur í eldhúsinu svo að það er yfirleitt eldaður dásamlegur matur frá grunni heima. Svo að mamma hefur smitað mig af þessum mataráhuga,“ segir Margrét Bjarnadóttir í viðtalið við Vísi. 1. apríl 2021 10:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Erum eins og haltur leiðir blindan í eldhúsinu „Það er aldrei lognmolla á okkar heimili en við erum með fjögur börn svo það er ýmislegt skemmtilegt framundan,“ segir fagurkerinn og athafnakonan Marín Manda Magnúsdóttir í viðtali við Makamál. 11. september 2021 07:00
Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn „Laugardagar voru í miklu uppáhaldi því þá var hakk og spaghetti. Amma gerði líka alltaf kartöflumús með rosalega mikið af sykri. Það var ekkert eðlilega gott,“ segir matreiðslumeistarinn Axel Björn Clausen í viðtalsliðnum Matarást. 19. júní 2021 12:09
Magga Bjarna deilir girnilegri ættaruppskrift í páskabúning „Ætli þetta hafi ekki byrjað á því að ég elska að borða góðan mat, síðan kom forvitnin að læra að elda hann. Mamma mín er algjör snillingur í eldhúsinu svo að það er yfirleitt eldaður dásamlegur matur frá grunni heima. Svo að mamma hefur smitað mig af þessum mataráhuga,“ segir Margrét Bjarnadóttir í viðtalið við Vísi. 1. apríl 2021 10:00