Leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2021 15:23 Samstöðufundur við Arnarhól á Kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/vilhelm Launamunur kynjanna hefur dregist saman frá árinu 2010 en kynbundin skipting í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem enn er til staðar. Á sama tíma hafa áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun minnkað. Samkvæmt nýrri rannsókn Hagstofu Íslands voru konur að jafnaði með 4,3% lægri laun en karlar árið 2019 samanborið við 6,2% árið 2010, sé tekið mið af leiðréttum launamun. Óleiðréttur launamunur var 17,5% árið 2010 en 13,9% árið 2019. Ef horft er til atvinnutekna, þar sem ekki er tekið tillit til áhrifaþátta sem geta skýrt misháar tekjur svo sem vinnutíma og starf, voru konur að jafnaði með 32,9% lægri atvinnutekjur en karlar árið 2010 en 25,5% árið 2019. Dróst enn meira saman í fyrra Árið 2020 hafði munurinn dregist enn meira saman en rétt er að setja fyrirvara við niðurstöður þær niðurstöður vegna áhrifa heimsfaraldursins á íslenskan vinnumarkað. Árið 2020 var leiðréttur launamunur 4,1% og óleiðréttur launamunur að jafnaði 12,6% en munur á atvinnutekjum karla og kvenna var 23,5%. Leiðréttur launamunur metur hvort karlar og konur með sömu eiginleika eða þætti að meðaltali fái sambærileg laun. Þar er til að mynda tekið tillit til starfs, atvinnugreinar og menntunarstigs og reynt að einangra áhrif þeirra breyta. Óleiðréttur launamunur sýnir hins vegar samanburð á meðaltímakaupi karla og kvenna og tekur ekki tillit til þátta á borð við starf og menntun sem geta skýrt mishá laun. Samkvæmt Hagstofunni vinna karlar að meðaltali lengri vinnutíma en konur og skiptir þá miklu að þeir hafi hlutfallslega fleiri yfirvinnustundir. Vinnumarkaður Kjaramál Tekjur Jafnréttismál Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Samkvæmt nýrri rannsókn Hagstofu Íslands voru konur að jafnaði með 4,3% lægri laun en karlar árið 2019 samanborið við 6,2% árið 2010, sé tekið mið af leiðréttum launamun. Óleiðréttur launamunur var 17,5% árið 2010 en 13,9% árið 2019. Ef horft er til atvinnutekna, þar sem ekki er tekið tillit til áhrifaþátta sem geta skýrt misháar tekjur svo sem vinnutíma og starf, voru konur að jafnaði með 32,9% lægri atvinnutekjur en karlar árið 2010 en 25,5% árið 2019. Dróst enn meira saman í fyrra Árið 2020 hafði munurinn dregist enn meira saman en rétt er að setja fyrirvara við niðurstöður þær niðurstöður vegna áhrifa heimsfaraldursins á íslenskan vinnumarkað. Árið 2020 var leiðréttur launamunur 4,1% og óleiðréttur launamunur að jafnaði 12,6% en munur á atvinnutekjum karla og kvenna var 23,5%. Leiðréttur launamunur metur hvort karlar og konur með sömu eiginleika eða þætti að meðaltali fái sambærileg laun. Þar er til að mynda tekið tillit til starfs, atvinnugreinar og menntunarstigs og reynt að einangra áhrif þeirra breyta. Óleiðréttur launamunur sýnir hins vegar samanburð á meðaltímakaupi karla og kvenna og tekur ekki tillit til þátta á borð við starf og menntun sem geta skýrt mishá laun. Samkvæmt Hagstofunni vinna karlar að meðaltali lengri vinnutíma en konur og skiptir þá miklu að þeir hafi hlutfallslega fleiri yfirvinnustundir.
Vinnumarkaður Kjaramál Tekjur Jafnréttismál Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira