Magga Bjarna deilir girnilegri ættaruppskrift í páskabúning Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2021 10:00 Margrét Bjarnadóttir segir frá mataráhuganum, uppáháhalds réttinum og deilir með lesendum ættaruppskrift í viðtalsliðnum Matarást. „Ætli þetta hafi ekki byrjað á því að ég elska að borða góðan mat, síðan kom forvitnin að læra að elda hann. Mamma mín er algjör snillingur í eldhúsinu svo að það er yfirleitt eldaður dásamlegur matur frá grunni heima. Svo að mamma hefur smitað mig af þessum mataráhuga,“ segir Margrét Bjarnadóttir í viðtalið við Vísi. Margrét, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er mikill fagurkeri og matargrúskari en hún lauk sveinsprófi í matreiðslu árið 2020. Í dag stundar hún nám við Háskólann í Reykjavík og þegar hún er spurð um draumastarfið segir hún það verði að skýrast betur með tímanum. „Draumurinn er fyrst og fremst að klára námið og svo mun ég finna hvaða svið lögfræðinnar höfðar best til mín. Síðan þætti mér æðislegt að taka að mér einstök verkefni tengd mat samhliða náminu og vinnunni þegar að því kemur.“ Fjölskyldan fagnar eins árs afmæli frumburðarins Bjarna Þórs þann 2. apríl. Magga segir áhugann á matargerð og næringarinnihaldi hafa kviknað fyrir alvöru þegar hún starfaði á veitingastaðnum HaPP þegar hún var sautján ára gömul. „Síðan þegar ég flutti að heiman fór ég fyrst að að prófa mig eitthvað áfram af viti heima í eldhúsinu og hafði gaman af.“ Magga er í sambandi með Ísaki Erni Kristinssyni og eiga þau saman Bjarna Þór. Bjarni er einmitt eins árs á morgun, 2. apríl en Bjarni er nafni afa síns Bjarna Ben fjármálaráðherra og föður Möggu. Þegar Magga er spurð hvort að hún erfi eitthvað af baksturshæfileikum föður síns svarar hún: Ég á reyndar enn eftir að reyna fyrir mér í sykurmassagerð, en pabbi er alveg einstaklega flinkur að föndra. Mamma sér þó vanalega um baksturinn og pabbi skreytingarnar. Sérð þú um eldamennskuna á þínu heimili? „Það er mjög freistandi að segja já, en svo er víst ekki. Kærastinn minn er líka mjög duglegur að elda heima. Mér finnst gaman að elda aðeins flóknari rétti og eyða smá tíma í eldamennskuna. Einnig finnst mér líka mjög gott að borða seint á kvöldin en það hentar ekki alltaf svo að við erum dugleg að skiptast á við eldamennskuna.“ Hvað er uppáhalds maturinn hans sem þú gerir fyrir hann og öfugt? „Uppáhalds rétturinn hans sem ég geri er lasagna og mér finnst mjög gott þegar hann gerir rif með grilluðum mexíkönskum maís.“ Ertu alin upp við einhverjar sérstakar matarhefðir á páskunum? „Við stórfjölskyldan höfum alltaf borðað saman á páskadag en því miður verður það ekki hægt í ár sökum fjöldatakmarkana. Það er engin sérstök hefð varðandi matinn en þó verður yfirleitt lambalæri fyrir valinu.“ Færðu sjálf páskaegg? „Já, mér finnst páskaeggjahefðin hér heima frábær - enda eigum við bestu súkkulaðipáskaeggin. Við höfum oft verið erlendis um páskana og það eru alltaf ákveðin vonbrigði að opna tóm súkkulaðipáskaegg þar. En ég man ekki eftir að hafa séð jafn mikið úrval af páskaeggjum og í ár. Ég er í raun enn með valkvíða en líst mjög vel á Þristaeggið og Eitt sett eggið.“ Gamla góða rúllutertan sem nú hefur verið sett í páskabúning. Hér fyrir neðan deilir Magga uppskrift af gulrótarköku sem er innblásin af gamalli ættaruppskrift. „Langamma mín gerði oft brúna rúllutertu með smjörkremi og mig hafði lengi langað til þess að gera öðruvísi útgáfu af henni. Nú þar sem er að nálgast páska fannst mér tilvalið að gera gulrótarrúllutertu með rjómaostakremi.“ KAKAN: ¾ bolli kökuhveiti ½ bolli sykur 3 egg 2 tsk kanill 1 tsk matarsódi ½ tsk salt ½ tsk engiferduft ⅓ tsk múskat 2 msk olía 1 tsk vanilludropar 3 gulrætur, skrældar og rifnar niður í rifjárni FYLLING: 1 bolli flórsykur 230 gr rjómaostur 7 msk smjör, við stofuhita 1 tsk vanilludropar AÐFERÐ KAKA: Hitið ofninn í 190 gráður og hafið til ofnplötu með smjörpappír á Blandið saman í skál hveiti, kanil, matarsóda, salti, engifer og múskati Hrærið saman í annarri skál eggjum og sykri þar til blandan er orðin létt og loftkennd Blandið saman við eggjablönduna olíu, vanilludropum og gulrótum Blandið rólega þurrefnunum saman við eggjablönduna með sleif Hellið deiginu yfir ofnplötuna svo það dreifist jafnt og bakið í ofninum í 12 mínútur Takið kökuna út og rúllið henni varlega í smjörpappírnum upp í rúllu. Kælið inn í ísskáp AÐFERÐ FYLLING: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og þeytið þar til blandan er orðin mjúk og létt Þegar kakan er orðin köld skal rúlla henni varlega til baka og smyrja kreminu jafnt yfir kökuna Rúllið kökunni aftur upp með kreminu í Plastið rúlluna þétt með matarfilmu og geymið inni í ísskáp í klukkutíma. Stráið flórsykri yfir rúlluna og njótið! Fullkomin gulrótarkaka um páskana. Matarást Matur Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Páskaterta Alberts og Bergþórs Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Í þættinum Ísland í dag sýndu þeir páskatertu ársins sem er fullkomin fyrir baksturinn um helgina. 31. mars 2021 13:21 Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti. 29. mars 2021 10:30 Reif meðalaldurinn rækilega niður á súrkálsnámskeiði „Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan,“ segir Arna Engilbertsdóttir 26 ára stílisti og matargrúskari sem opnaði nýverið matarsíðuna Fræ.com. 7. mars 2021 15:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Margrét, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er mikill fagurkeri og matargrúskari en hún lauk sveinsprófi í matreiðslu árið 2020. Í dag stundar hún nám við Háskólann í Reykjavík og þegar hún er spurð um draumastarfið segir hún það verði að skýrast betur með tímanum. „Draumurinn er fyrst og fremst að klára námið og svo mun ég finna hvaða svið lögfræðinnar höfðar best til mín. Síðan þætti mér æðislegt að taka að mér einstök verkefni tengd mat samhliða náminu og vinnunni þegar að því kemur.“ Fjölskyldan fagnar eins árs afmæli frumburðarins Bjarna Þórs þann 2. apríl. Magga segir áhugann á matargerð og næringarinnihaldi hafa kviknað fyrir alvöru þegar hún starfaði á veitingastaðnum HaPP þegar hún var sautján ára gömul. „Síðan þegar ég flutti að heiman fór ég fyrst að að prófa mig eitthvað áfram af viti heima í eldhúsinu og hafði gaman af.“ Magga er í sambandi með Ísaki Erni Kristinssyni og eiga þau saman Bjarna Þór. Bjarni er einmitt eins árs á morgun, 2. apríl en Bjarni er nafni afa síns Bjarna Ben fjármálaráðherra og föður Möggu. Þegar Magga er spurð hvort að hún erfi eitthvað af baksturshæfileikum föður síns svarar hún: Ég á reyndar enn eftir að reyna fyrir mér í sykurmassagerð, en pabbi er alveg einstaklega flinkur að föndra. Mamma sér þó vanalega um baksturinn og pabbi skreytingarnar. Sérð þú um eldamennskuna á þínu heimili? „Það er mjög freistandi að segja já, en svo er víst ekki. Kærastinn minn er líka mjög duglegur að elda heima. Mér finnst gaman að elda aðeins flóknari rétti og eyða smá tíma í eldamennskuna. Einnig finnst mér líka mjög gott að borða seint á kvöldin en það hentar ekki alltaf svo að við erum dugleg að skiptast á við eldamennskuna.“ Hvað er uppáhalds maturinn hans sem þú gerir fyrir hann og öfugt? „Uppáhalds rétturinn hans sem ég geri er lasagna og mér finnst mjög gott þegar hann gerir rif með grilluðum mexíkönskum maís.“ Ertu alin upp við einhverjar sérstakar matarhefðir á páskunum? „Við stórfjölskyldan höfum alltaf borðað saman á páskadag en því miður verður það ekki hægt í ár sökum fjöldatakmarkana. Það er engin sérstök hefð varðandi matinn en þó verður yfirleitt lambalæri fyrir valinu.“ Færðu sjálf páskaegg? „Já, mér finnst páskaeggjahefðin hér heima frábær - enda eigum við bestu súkkulaðipáskaeggin. Við höfum oft verið erlendis um páskana og það eru alltaf ákveðin vonbrigði að opna tóm súkkulaðipáskaegg þar. En ég man ekki eftir að hafa séð jafn mikið úrval af páskaeggjum og í ár. Ég er í raun enn með valkvíða en líst mjög vel á Þristaeggið og Eitt sett eggið.“ Gamla góða rúllutertan sem nú hefur verið sett í páskabúning. Hér fyrir neðan deilir Magga uppskrift af gulrótarköku sem er innblásin af gamalli ættaruppskrift. „Langamma mín gerði oft brúna rúllutertu með smjörkremi og mig hafði lengi langað til þess að gera öðruvísi útgáfu af henni. Nú þar sem er að nálgast páska fannst mér tilvalið að gera gulrótarrúllutertu með rjómaostakremi.“ KAKAN: ¾ bolli kökuhveiti ½ bolli sykur 3 egg 2 tsk kanill 1 tsk matarsódi ½ tsk salt ½ tsk engiferduft ⅓ tsk múskat 2 msk olía 1 tsk vanilludropar 3 gulrætur, skrældar og rifnar niður í rifjárni FYLLING: 1 bolli flórsykur 230 gr rjómaostur 7 msk smjör, við stofuhita 1 tsk vanilludropar AÐFERÐ KAKA: Hitið ofninn í 190 gráður og hafið til ofnplötu með smjörpappír á Blandið saman í skál hveiti, kanil, matarsóda, salti, engifer og múskati Hrærið saman í annarri skál eggjum og sykri þar til blandan er orðin létt og loftkennd Blandið saman við eggjablönduna olíu, vanilludropum og gulrótum Blandið rólega þurrefnunum saman við eggjablönduna með sleif Hellið deiginu yfir ofnplötuna svo það dreifist jafnt og bakið í ofninum í 12 mínútur Takið kökuna út og rúllið henni varlega í smjörpappírnum upp í rúllu. Kælið inn í ísskáp AÐFERÐ FYLLING: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og þeytið þar til blandan er orðin mjúk og létt Þegar kakan er orðin köld skal rúlla henni varlega til baka og smyrja kreminu jafnt yfir kökuna Rúllið kökunni aftur upp með kreminu í Plastið rúlluna þétt með matarfilmu og geymið inni í ísskáp í klukkutíma. Stráið flórsykri yfir rúlluna og njótið! Fullkomin gulrótarkaka um páskana.
Matarást Matur Uppskriftir Kökur og tertur Tengdar fréttir Páskaterta Alberts og Bergþórs Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Í þættinum Ísland í dag sýndu þeir páskatertu ársins sem er fullkomin fyrir baksturinn um helgina. 31. mars 2021 13:21 Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti. 29. mars 2021 10:30 Reif meðalaldurinn rækilega niður á súrkálsnámskeiði „Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan,“ segir Arna Engilbertsdóttir 26 ára stílisti og matargrúskari sem opnaði nýverið matarsíðuna Fræ.com. 7. mars 2021 15:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál „Ég er svakalega einhleyp en hef gift marga“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Páskaterta Alberts og Bergþórs Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Í þættinum Ísland í dag sýndu þeir páskatertu ársins sem er fullkomin fyrir baksturinn um helgina. 31. mars 2021 13:21
Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti. 29. mars 2021 10:30
Reif meðalaldurinn rækilega niður á súrkálsnámskeiði „Ég fékk að prófa mig áfram með ýmislegt heima og ég hef örugglega smitast af mömmu sem er frábær kokkur. Ég fór ekki að elda af alvöru fyrr en ég byrjaði að búa og ég hef varla náð hausnum upp úr pottunum síðan,“ segir Arna Engilbertsdóttir 26 ára stílisti og matargrúskari sem opnaði nýverið matarsíðuna Fræ.com. 7. mars 2021 15:00