Sönnunargögn til staðar en málin samt felld niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2021 18:28 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir var til viðtals í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Vísir/Einar Árnason „Þarna voru til staðar játningar í skilaboðum og SMS-um, það voru myndbandsupptökur, Snapchat-upptökur á meðan brotið átti sér stað, það eru vitnisburðir vitna, áverkavottorð og vottorð sálfræðinga um andlegar afleiðingar. Samt eru þessi mál felld niður og fá ekki áheyrn dómstóla.“ Þetta segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, um mál níu kvenna sem hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður af lögreglu. Steinunn ræddi málið, ásamt Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Málsmeðferðartíminn verulegt vandamál „Ef við skoðum mál þessara níu kvenna sem eru að senda málin sín út þá sjáum við að málsmeðferðartíminn er verulegt vandamál. Konurnar kæra málin og sakborningurinn er ekki boðaður til skýrslutöku fyrr en mörgum, mörgum mánuðum seinna. Og önnur vitni í málinu eru oft ekki boðuð fyrr en enn þá seinna og þá hafa sakborningur og vitni haft allan tímann í heiminum til að bera saman sögur sínar,“ segir Steinunn. Málin séu síðan felld niður. „Það er náttúrlega bara hræðilegt að það skuli gerast. Þá hefur sú manneskja engin önnur úrræði til að leita réttlætis.“ Furðu lostinn Jón Steinar svaraði því að ef rétt reynist, að sönnunargögn hafi verið til staðar en málið samt fellt niður, sé það eitthvað sem verði að skoða og bæta. „Miðað við þá lýsingu sem hún gefur hérna þá er ég bara furðu lostinn. Ef það hefur ekki orðið til þess að ákært er í slíkum málum og dómur látinn kveða upp úr um það, ef það eru einhver svona sönnunargögn eins og símaskilaboð eða eitthvað áþreifanlegt. Ég bara tek undir með henni að við viljum að öll svona mál séu rannsökuð og öllum kynferðisbrotamönnum sé refsað þegar sök þeirra sannast.“ „Auðvitað verður fólk fyrir þessu. Málin falla niður, lögreglan sinnir ekki verkum sínum langtímum saman og það er alveg rétt að það er mjög þýðingarmikið að rannsóknir, sérstaklega í ákveðnum flokkum mála eins og kynferðisbrotum, gangi hratt fyrir sig. Það sé strax gripið til rannsóknaraðgerða því það er það sem helst getur dugað til sönnunar um sök,“ segir Jón Steinar. Jón Steinar sagði sig nýverið frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum um styttingu málsmeðferðartíma sakamála. Þegar hann var spurður út í það sagði hann það sæta furðu að hann hafi verið gerður tortryggilegur í þessu máli. „Ég hef enn og aftur mátt heyra það að ég er sé einhver sérstakur varðhundur kynferðisbrotamanna. Ekkert er nú fjær sanni. Ég hef hins vegar verið harður á því grundvallaratriði að kynferðisbrot verður eins og öll önnur brot að sanna fyrir dómi þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Við og aðrar þjóðir á Vesturlöndum höfum þetta í stjórnarskrá að engan megi sakfella nema sökin sé sönnuð.“ Víglínan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. 14. mars 2021 14:28 Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Þetta segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, um mál níu kvenna sem hafa kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar eiga það sammerkt að vera brotaþolar sem kærðu nauðganir, heimilisofbeldi og/eða kynferðislega áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður af lögreglu. Steinunn ræddi málið, ásamt Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Málsmeðferðartíminn verulegt vandamál „Ef við skoðum mál þessara níu kvenna sem eru að senda málin sín út þá sjáum við að málsmeðferðartíminn er verulegt vandamál. Konurnar kæra málin og sakborningurinn er ekki boðaður til skýrslutöku fyrr en mörgum, mörgum mánuðum seinna. Og önnur vitni í málinu eru oft ekki boðuð fyrr en enn þá seinna og þá hafa sakborningur og vitni haft allan tímann í heiminum til að bera saman sögur sínar,“ segir Steinunn. Málin séu síðan felld niður. „Það er náttúrlega bara hræðilegt að það skuli gerast. Þá hefur sú manneskja engin önnur úrræði til að leita réttlætis.“ Furðu lostinn Jón Steinar svaraði því að ef rétt reynist, að sönnunargögn hafi verið til staðar en málið samt fellt niður, sé það eitthvað sem verði að skoða og bæta. „Miðað við þá lýsingu sem hún gefur hérna þá er ég bara furðu lostinn. Ef það hefur ekki orðið til þess að ákært er í slíkum málum og dómur látinn kveða upp úr um það, ef það eru einhver svona sönnunargögn eins og símaskilaboð eða eitthvað áþreifanlegt. Ég bara tek undir með henni að við viljum að öll svona mál séu rannsökuð og öllum kynferðisbrotamönnum sé refsað þegar sök þeirra sannast.“ „Auðvitað verður fólk fyrir þessu. Málin falla niður, lögreglan sinnir ekki verkum sínum langtímum saman og það er alveg rétt að það er mjög þýðingarmikið að rannsóknir, sérstaklega í ákveðnum flokkum mála eins og kynferðisbrotum, gangi hratt fyrir sig. Það sé strax gripið til rannsóknaraðgerða því það er það sem helst getur dugað til sönnunar um sök,“ segir Jón Steinar. Jón Steinar sagði sig nýverið frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum um styttingu málsmeðferðartíma sakamála. Þegar hann var spurður út í það sagði hann það sæta furðu að hann hafi verið gerður tortryggilegur í þessu máli. „Ég hef enn og aftur mátt heyra það að ég er sé einhver sérstakur varðhundur kynferðisbrotamanna. Ekkert er nú fjær sanni. Ég hef hins vegar verið harður á því grundvallaratriði að kynferðisbrot verður eins og öll önnur brot að sanna fyrir dómi þannig að hafið sé yfir skynsamlegan vafa. Við og aðrar þjóðir á Vesturlöndum höfum þetta í stjórnarskrá að engan megi sakfella nema sökin sé sönnuð.“
Víglínan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. 14. mars 2021 14:28 Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Sjá meira
Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. 14. mars 2021 14:28
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22
Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47