Framsókn næði ekki inn manni í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2021 09:13 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sækist áfram eftir því að vera oddviti Framsóknar í Reykjavík suður. Þá hefur Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður en hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Hvorugt þeirra næði inn á þing ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkurinn næði ekki inn þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Þá mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, yrði þar með fyrsti þingmaður kjördæmisins og tæki það sæti af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi eða með 27 prósenta fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast næststærst í kjördæminu og eru með jafnmikið fylgi, 15,2 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði þar með áfram fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú er 2. þingmaður kjördæmisins, yrði hins vegar fjórði þingmaður þess miðað við könnunina. Oddvitar Viðreisnar og Samfylkingarinnar myndu nefnilega raða sér í sæti tvö og þrjú og Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sem í kosningunum 2017 fékk 3. þingmann kjördæmisins, fengi nú þann fimmta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir náði inn á þing fyrir VG í kosningum 2017 og er því 3. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún hefur hins vegar sagt sig úr VG og er nú gengin í Samfylkinguna. Hún sækist eftir oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins, sem vill áfram leiða flokkinn í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er hætt í VG og farin í Samfylkinguna. Hún vill oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem hún leiddi fyrir VG árið 2017.Vísir/Vilhelm Það er síðan við ramman reip að draga fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er nú eini þingmaður flokksins í Reykjavík en hún næði ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Hún er oddviti í Reykjavík suður og sækist áfram eftir því sæti. Þá myndi Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ekki heldur ná inn en hann hefur lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Þriðja sætið hefði ekki skilað Ágústi Ólafi þingsæti Í Reykjavíkurkjördæmi suður yrði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áfram fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá fengi Samfylkingin tvo þingmenn í kjördæminu. Ágúst Ólafur Ágústsson var oddviti flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum og er nú eini þingmaður Samfylkingarinnar þar. Mikill styr hefur staðið um uppstillingu flokksins í Reykjavík en líkt og greint hefur verið frá var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í flokksins um efstu sætin í Reykjavík. Samkvæmt könnun Maskínu nú eru það einmitt fimm efstu sætin heilt yfir í Reykjavík sem næðu inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fengi þannig þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður og tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Eins og fjallað var um í síðustu viku var sáttatillögu Ágústs Ólafs hafnað af flokknum. Hann lagði til að hann myndi víkja úr oddvitasætinu í Reykjavík suður og taka annað sæti á listanum, sem væri þá líklegt þingsæti. Þessari tillögu hafnaði uppstillingarnefndin og bauð honum þriðja sætið sem myndi ekki skila þingsæti miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ágúst Ólafur lýsti því í kjölfarið yfir að hann yrði ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í haust. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr tveimur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu, annars vegar í desember 2020 og hins vegar í janúar 2021. Fjöldi svarenda í Reykjavík suður var 557, fjöldi svarenda í Reykjavík norður var 632 og fjöldi svarenda í Suðvesturkjördæmi var 807. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki fyrir heldur er miðað við þingmenn flokkanna í dag og lista þeirra eins og þeir voru fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, yrði þar með fyrsti þingmaður kjördæmisins og tæki það sæti af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn í Suðvesturkjördæmi eða með 27 prósenta fylgi. Samfylkingin og Viðreisn mælast næststærst í kjördæminu og eru með jafnmikið fylgi, 15,2 prósent. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yrði þar með áfram fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú er 2. þingmaður kjördæmisins, yrði hins vegar fjórði þingmaður þess miðað við könnunina. Oddvitar Viðreisnar og Samfylkingarinnar myndu nefnilega raða sér í sæti tvö og þrjú og Vinstri hreyfingin – grænt framboð, sem í kosningunum 2017 fékk 3. þingmann kjördæmisins, fengi nú þann fimmta. Rósa Björk Brynjólfsdóttir náði inn á þing fyrir VG í kosningum 2017 og er því 3. þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún hefur hins vegar sagt sig úr VG og er nú gengin í Samfylkinguna. Hún sækist eftir oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem fyrir er Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður flokksins, sem vill áfram leiða flokkinn í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er hætt í VG og farin í Samfylkinguna. Hún vill oddvitasæti flokksins í Suðvesturkjördæmi þar sem hún leiddi fyrir VG árið 2017.Vísir/Vilhelm Það er síðan við ramman reip að draga fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er nú eini þingmaður flokksins í Reykjavík en hún næði ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Hún er oddviti í Reykjavík suður og sækist áfram eftir því sæti. Þá myndi Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, ekki heldur ná inn en hann hefur lýst því yfir að hann sækist eftir oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 2017. Þriðja sætið hefði ekki skilað Ágústi Ólafi þingsæti Í Reykjavíkurkjördæmi suður yrði Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, áfram fyrsti þingmaður kjördæmisins. Þá fengi Samfylkingin tvo þingmenn í kjördæminu. Ágúst Ólafur Ágústsson var oddviti flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum og er nú eini þingmaður Samfylkingarinnar þar. Mikill styr hefur staðið um uppstillingu flokksins í Reykjavík en líkt og greint hefur verið frá var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í flokksins um efstu sætin í Reykjavík. Samkvæmt könnun Maskínu nú eru það einmitt fimm efstu sætin heilt yfir í Reykjavík sem næðu inn á þing fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn fengi þannig þrjá þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður og tvo þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Eins og fjallað var um í síðustu viku var sáttatillögu Ágústs Ólafs hafnað af flokknum. Hann lagði til að hann myndi víkja úr oddvitasætinu í Reykjavík suður og taka annað sæti á listanum, sem væri þá líklegt þingsæti. Þessari tillögu hafnaði uppstillingarnefndin og bauð honum þriðja sætið sem myndi ekki skila þingsæti miðað við niðurstöður könnunarinnar. Ágúst Ólafur lýsti því í kjölfarið yfir að hann yrði ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í haust. Gögnin á bak við kjördæmin þrjú koma úr tveimur mælingum sem Maskína gerði fyrir fréttastofu, annars vegar í desember 2020 og hins vegar í janúar 2021. Fjöldi svarenda í Reykjavík suður var 557, fjöldi svarenda í Reykjavík norður var 632 og fjöldi svarenda í Suðvesturkjördæmi var 807. Þá má geta þess að listar flokkanna í þessum þremur kjördæmum fyrir þingkosningarnar í haust liggja ekki fyrir heldur er miðað við þingmenn flokkanna í dag og lista þeirra eins og þeir voru fyrir fjórum árum.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira