Héldu að Cristiano Ronaldo héti Custódio þegar hann skoraði sitt fyrsta mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 14:30 Cristiano Ronaldo fagnar marki með Manchester United en þar varð hann að einum besta knattspyrnumanni heims. Getty/Koji Watanabe Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims. Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Í dag vita allir knattspyrnuáhugamenn hver Cristiano Ronaldo er. Það var samt ekki þannig fyrir tæpum átján árum síðan er strákurinn fékk sitt fyrsta tækifæri. Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Sporting CP haustið 2002, þá aðeins sautján ára gamall. Ronaldo hafði verið hjá unglingaliði Sporting í fimm ár en hann kom þangað frá Madeira aðeins tólf ára gamall. Fyrsta markið fyrir Sporting og um leið á ferlinum skoraði Ronaldo í æfingarleik á móti Real Betis og má sjá það hér fyrir neðan. Great footage of Cristiano Ronaldo scoring a brilliant goal in his first ever appearance in senior football - a friendly against Real Betis in 2002. Inexplicably, the Spanish commentators and TV company got him confused with teammate Custudio throughout. pic.twitter.com/RWycuGmhNV— Colin Millar (@Millar_Colin) April 20, 2020 Markið er einkar laglegt og þar má sjá strax marga hæfileika hjá Cristiano Ronaldo eins og hraða, ákvörðunartöku, sparkvissu og útsjónarsemi. Sjónvarpsmennirnir voru hins vegar langt frá því að vera með það á hreinu hver Cristiano Ronaldo væri. Þeir töldu nefnilega að þar væri á ferðinni liðfélagi hans að nafni Custódio Castro. Custódio Castro var tveimur árum eldri en Ronaldo en hafði einnig komið upp í aðallið Sporting þetta haust. ON THIS DAY: In 2002, Cristiano Ronaldo made his Sporting Lisbon debut..The rest is history. pic.twitter.com/4165PjCdkD— Footy Accumulators (@FootyAccums) August 14, 2017 Custódio Castro var hjá Sporting til ársins 2007 þegar hann var seldur til rússneeska félagsins Dynamo Moskvu. Ferill hans endaði 2017 en hann er núna knattspyrnustjóri Braga í Portúgal. Custódio náði þó aðeins að stýra liðinu í einum leik áður en deildin fór í frost vegna kórónuveirunnar. Cristiano Ronaldo var aðeins hjá Sporting í eitt ár í viðbót því sumarið eftir seldi félagið hann til Manchester United þar sem Ronaldo varð að besta leikmanni heims. Cristiano Ronaldo hefur síðan spilað með Real Madrid og Juventus og verið fimm sinnum kosinn besti knattspyrnumaður heims.
Fótbolti Spænski boltinn Portúgal Ítalski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira