Baldur um grun um veðmálasvindl: Hafði enga trú á að þetta væri til staðar Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 22:00 ÍR vann Tindastól í Breiðholtinu. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segist ekki hafa haft neina trú á því að grunur um að leikmenn liðsins ættu þátt í veðmálasvindli í vetur væri á rökum reistur. Fregnir bárust af því í desember að óvenju háum upphæðum hefði verið veðjað á leik Tindastóls gegn ÍR í Domino‘s-deild karla í körfubolta. KKÍ tók málið til skoðunar til að reyna að komast að því hvort að hugsanlega hefðu leikmenn haft óeðlileg áhrif á úrslit leiksins, sem Tindastóll tapaði, og var niðurstaðan sú að engin vísbending væri um veðmálasvindl. Baldur var í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport þar sem hann var spurður hvort umræðan hefði haft áhrif á leikmannahóp Tindastóls. „Þetta beindist náttúrulega að ákveðnum leikmönnum. Ég er búinn að vinna með þeim á hverjum degi, þekki þá mjög vel, og í sjálfu sér fannst mér þetta… ég hafði enga trú á því að þetta væri til staðar og þeirra viðbrögð við þessu… ef að maður þekkir menn einhvern veginn þá sá maður að þetta átti ekki að vera neitt rétt í þessu,“ sagði Baldur í dag. „Við töldum okkur vita sannleikann og að hann myndi koma í ljós. Við myndum bara einbeita okkur að því sem að við gætum stjórnað. Við myndum bara mæta á æfingu og leggja okkur fram, og einbeita okkur að því að bæta okkur í körfu og bæta okkur sem persónur. Að halda áfram. Þetta er baráttan sem maður er alltaf í í dag. Það er komin meiri athygli á sportið og maður er einhvern veginn alltaf í sviðsljósinu. Þó að það sé voða gaman að þetta sé orðið stærra þá þarf maður samt að læra að það sem mestu máli skiptir er að mæta á æfingu og leggja sig fram,“ sagði Baldur. Klippa: Sportið í dag: Baldur tjáir sig um meint veðmálasvindl í vetur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag Skagafjörður Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segist ekki hafa haft neina trú á því að grunur um að leikmenn liðsins ættu þátt í veðmálasvindli í vetur væri á rökum reistur. Fregnir bárust af því í desember að óvenju háum upphæðum hefði verið veðjað á leik Tindastóls gegn ÍR í Domino‘s-deild karla í körfubolta. KKÍ tók málið til skoðunar til að reyna að komast að því hvort að hugsanlega hefðu leikmenn haft óeðlileg áhrif á úrslit leiksins, sem Tindastóll tapaði, og var niðurstaðan sú að engin vísbending væri um veðmálasvindl. Baldur var í viðtali við Sportið í dag á Stöð 2 Sport þar sem hann var spurður hvort umræðan hefði haft áhrif á leikmannahóp Tindastóls. „Þetta beindist náttúrulega að ákveðnum leikmönnum. Ég er búinn að vinna með þeim á hverjum degi, þekki þá mjög vel, og í sjálfu sér fannst mér þetta… ég hafði enga trú á því að þetta væri til staðar og þeirra viðbrögð við þessu… ef að maður þekkir menn einhvern veginn þá sá maður að þetta átti ekki að vera neitt rétt í þessu,“ sagði Baldur í dag. „Við töldum okkur vita sannleikann og að hann myndi koma í ljós. Við myndum bara einbeita okkur að því sem að við gætum stjórnað. Við myndum bara mæta á æfingu og leggja okkur fram, og einbeita okkur að því að bæta okkur í körfu og bæta okkur sem persónur. Að halda áfram. Þetta er baráttan sem maður er alltaf í í dag. Það er komin meiri athygli á sportið og maður er einhvern veginn alltaf í sviðsljósinu. Þó að það sé voða gaman að þetta sé orðið stærra þá þarf maður samt að læra að það sem mestu máli skiptir er að mæta á æfingu og leggja sig fram,“ sagði Baldur. Klippa: Sportið í dag: Baldur tjáir sig um meint veðmálasvindl í vetur Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag Skagafjörður Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu