„Ísland vill sýna gott fordæmi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
„Í dag vil ég greina frá því að Ísland er reiðubúið að ganga lengra en gert er ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi markmiði um 40% samdrátt losunar fyrir 2030 og fara upp í 55% eða meira. Nýlega uppfærð aðgerðaáætlun okkar í loftslagsmálum verður styrkt enn frekar til að endurspegla þetta markmið,“ sagði Katrín í ávarpi sínu. Hún sagði það ekki duga að eingöngu draga úr losun heldur þurfi einnig að binda kolefni úr andrúmsloftinu. Ísland standi framarlega að vígi í þeim efnum. „Það er lykilatriði í markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir 2040,“ sagði Katrín. Ísland styðji við þróun tækni sem stendur yfir til að binda kolefni með því að breyta því í basalt. Þá hafi stjórnvöld nýlega aukið áherslu á annars konar lausnir, til að mynda skógrækt og endurheimt votlendis. „Í dag boðum við efldan ríkisstuðning við slíkar lausnir sem ætti að skila sér í aukinni kolefnisbindingu,“ sagði Katrín. „Ísland mun auka fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna þróunarsamvinnu í loftslagsmálum með því að auka framlög til loftslagsverkefna um tæpan helming, eða um 45%,“ sagði Katrín. Auknar grænar áherslur og metnaður í loftslagsmálum muni skipta sköpum í viðspyrnunni sem ráðast þurfi í í kjölfar kórónuveirufaraldurinn. „Ísland vill sýna gott fordæmi með því að flýta fyrir hreinni framtíð með nýsköpun, metnaði og vönduðum vinnubrögðum,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54 Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49 Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Sjá meira
Segir að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í dag að baráttan við loftslagsvána muni skapa milljónir starfa um heim allan. 12. desember 2020 19:54
Hvetur ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatti í dag ríki heims til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þetta kom fram í opnunarávarpi hans á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna sem fram fór rafrænt í dag í tilefni af fimm ára afmæli Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum. 12. desember 2020 16:49
Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt. 12. desember 2020 14:08