KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 07:01 KR er að skoða sín mál eftir ákvörðun áfrýjunardómstóls KSÍ. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. Í gær kom niðurstaða í mál KR og Fram gegn stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Áfrýjunardómstóll sambandsins vísaði málunum frá eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði gert slíkt hið sama upphaflega. KR kærði ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þann 30. október og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að liðið hefði verið jafnt Leikni Reykjavík að stigum og ákvörðun þess efnis að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð yrði gerð ógild. „Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar,“ segir í niðurstöðukafla dóms áfrýjunardómstólsins í máli KR. „Í máli þessu hefur áfrýjandi uppi kröfur sem ætlað er að vera bindandi fyrir knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis. Áfrýjandi hefur þrátt fyrir þetta ekki beint málssókn sinni að knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis og hefur hann því ekki kost á að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Með vísan til ofangreinds er máli þessu vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ,“ segir í niðurstöðukafla dóms Fram. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir félagið vera skoða stöðu sína í málinu og ekki hefur verið tekin ákvörðun með hvað verði gert í framhaldinu. Heimildir Vísis herma að Fram sé eðlilega svekkt með niðurstöðu málsins en félagið sé orðið þreytt á málinu og telji sig í raun ekki hafa sterkt mál í höndunum. Því hafi Fram ákveðið að fara ekki lengra með málið að svo stöddu. Dómur í máli KR í heild sinni Dómar í máli Fram í heild sinni Fótbolti KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn KR Fram Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Í gær kom niðurstaða í mál KR og Fram gegn stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Áfrýjunardómstóll sambandsins vísaði málunum frá eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði gert slíkt hið sama upphaflega. KR kærði ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þann 30. október og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að liðið hefði verið jafnt Leikni Reykjavík að stigum og ákvörðun þess efnis að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð yrði gerð ógild. „Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar,“ segir í niðurstöðukafla dóms áfrýjunardómstólsins í máli KR. „Í máli þessu hefur áfrýjandi uppi kröfur sem ætlað er að vera bindandi fyrir knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis. Áfrýjandi hefur þrátt fyrir þetta ekki beint málssókn sinni að knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis og hefur hann því ekki kost á að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Með vísan til ofangreinds er máli þessu vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ,“ segir í niðurstöðukafla dóms Fram. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir félagið vera skoða stöðu sína í málinu og ekki hefur verið tekin ákvörðun með hvað verði gert í framhaldinu. Heimildir Vísis herma að Fram sé eðlilega svekkt með niðurstöðu málsins en félagið sé orðið þreytt á málinu og telji sig í raun ekki hafa sterkt mál í höndunum. Því hafi Fram ákveðið að fara ekki lengra með málið að svo stöddu. Dómur í máli KR í heild sinni Dómar í máli Fram í heild sinni
Fótbolti KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn KR Fram Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira