Fyrrverandi kosningastjóri Trump hótaði að skaða sig Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 11:01 Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump. AP/Eric Gay Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira