Spá Haukum næstefsta sæti: „Held að þær verði svakalegar“ Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2020 13:01 Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir komu til Hauka frá Grindavík í sumar. mynd/@haukarbasket „Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
„Ég held að þær verði svakalegar,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir um lið Hauka sem Dominos Körfuboltakvöld spáir 2. sæti í Dominos-deild kvenna í vetur. Keppnistímabilið í deildinni hefst í kvöld og í gærkvöld var hitað upp í Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Hauka er stórleikur við Skallagrím sem vann Val í Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn. Haukar voru í 5. sæti þegar síðustu leiktíð lauk, fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Félagið hefur síðan meðal annars fengið til sín Irenu Sól Jónsdóttur úr Keflavík og Bríeti Sif Hinriksdóttur úr Grindavík sem bætast við stóran og góðan kjarna íslenskra leikmanna. „Bríet kom á óvart í fyrra með Grindavík, þó svo að liðið hafi fallið. Hún er frábær skytta, hefur unnið í varnarleik sínum og vaxið rosalega síðustu 2-3 ár. Hún á bara að halda áfram að vaxa og skila því inn til Haukanna,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. Með tvo af fjórum stigahæstu Íslendingunum Bríet varð í 3. sæti yfir stigahæstu Íslendingana í deildinni á síðustu leiktíð, á eftir Helenu Sverrisdóttur og Hildi Björgu Kjartansdóttur. Haukar áttu fyrir Lovísu Björt Henningsdóttur sem var í 4. sæti á þeim lista. „Ég held að það verði gaman að fylgjast með Bríeti í Haukum þar sem hún fær Þóru [Kristínu Jónsdóttur], landsliðsleikstjórnanda okkar, til að vinna með. Bríet er nefnilega algjörlega þannig leikmaður sem getur staðið fyrir utan þriggja stiga línuna og bara skotið,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Haukarnir eru náttúrulega með stærsta kjarnann af uppöldum leikmönnum – Haukastelpum. Það mun vega mjög þungt. Irena er líka að koma þarna inn og hún er þvílíkur varnarnagli. Sigrún Björg var náttúrulega mikill varnarmaður og gat skotið, þannig að maður sér Irenu svolítið koma inn í hennar stað í vörninni,“ benti Bryndís á. Þá geti Irena dekkað bestu bakverði andstæðingana, og þannig létt undir með Þóru: „Okkur fannst í fyrra að Þóra væri ekki að skila því sem hún gæti, því hún virtist þreytt. Hún þurfti að dekka besta manninn en líka að stjórna sókninni og skora flestu stigin fyrir Haukana. Ég held að það sé gott fyrir hana að þarna séu komnar fleiri til að leggja hönd á plóg,“ sagði Bryndís. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Hauka
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu