Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2020 07:30 Frá vettvangi í Mehamn í apríl í fyrra. TV2/Christoffer Robin Jensen Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. Gísli Þór og Gunnar Jóhann voru hálfbræður og bjuggu báðir í bænum Mehamn í norðurhluta Noregs þar sem þeir stunduðu sjómennsku. Að því er fram kemur í ákærunni á hendur Gunnari Jóhanni mætti hann heim til bróður síns vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í slagæð í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Gunnar neitar því að hafa orðið bróður sínum að bana af ásetningi og kveðst hafa skotið Gísla fyrir slysni. Hann mun neita sök fyrir dómi að því er haft eftir verjanda hans, Bjørn André Gulstad, á vef NRK. Í frétt NRK segir að Gunnar haldi því fram að hann hafi farið til bróður síns til þess að hóta honum og fá hann til þess að slíta sambandi við kærustuna hans, sem er jafnframt barnsmóðir Gunnars. Gunnar Jóhann sætti nálgunarbanni frá því um miðjan apríl í fyrra vegna hótana í garð bróður síns og barnsmóður. Þá hafði hann verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið að því er fram kom í yfirlýsingu lögreglunnar. Upphaflega áttu réttarhöldin að fara fram í desember í fyrra en var frestað fram í mars. Þá var hins vegar kórónuveirufaraldurinn skollinn á og var réttarhöldunum aftur frestað.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira