Benni Gumm: Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 13. febrúar 2020 20:13 Benedikt Guðmundsson og hans lið er einum sigri frá bikarmeistaratitli. mynd/stöð2sport „Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina! Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
„Einn flottasti kvennaleikur síðari tíma, held ég bara.“ Benni Gumm þjálfari KR hitti þar naglann á höfuðið þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum í lok leiks KR og Vals í undanúrslitum Geysisbikarsins. Leikurinn fór í framlengingu eftir að KR hafði leitt leikinn næstum því allan tímann. Þær unnu að lokum 104-99 í æsispennandi og þrælskemmtilegum leik. „Ég er kannski búinn að vera lengur í karlaboltanum heldur en kvennaboltanum en ég hef alltaf fylgst vel með kvennadeildunum líka. Ég man ekki eftir öðrum eins leik þar sem boðið er upp á svona gæði, tilþrif, spennu, allan pakkann!“ sagði Benni sigurreifur. Þó að KR-ingar hafi unnið erfiðan andstæðing í kvöld var Benni fljótur að ná sér niður á jörðina. „Við erum komin í úrslit, við erum ekki búin að vinna neitt. Auðvitað ákveðinn áfangi að vinna Val en við þurfum að halda einbeitingunni og mæta klárar í úrslitaleikinn,“ sagði hann enda er stutt í næsta leik og langur leikur að baki. Fjórir leikmenn KR spiluðu meira en 39 mínútur í leiknum og hljóta því að vera næstum örmagna. „Þessi leikur tók helvíti mikið á okkur. Þetta er bara einn og hálfur dagur inn á milli leikja, þannig að við verðum að vera fljót að ná þeim ferskum eftir þessi slagsmál.,“ sagði Benni um leikinn, en stóru stelpurnar hans þurftu að berjast við Helenu Sverrisdóttur og háloftafuglinn Micheline Mercelita undir körfunni. KR var með forystuna mestan partinn í leiknum en fóru aðeins að hiksta á lokakaflanum. „Já, manni bara leið vel og við vorum að spila vel en svo kom þessi skjálfti þegar við vorum í færi til að vinna Val. Við förum að hika og verðum óöruggar og okkur vantaði að þora að vinna þær.“ Valur náði að jafna leikinn í venjulegum leiktíma og KR fékk lokasóknina til að vinna en gátu ekki skorað. Í framlengingunni tók Valur forystuna en þá fóru þær svarthvítu aftur af stað. „Þá skyndilega höfum við engu að tapa. Þá fór ákveðnin aftur í gang og við fórum að spila eins og fyrstu 35 mínúturnar í leiknum,“ sagði Benni um magnaðar lokamínútur þar sem KR gerði út um leikinn með öflugu spili á báðum endum vallarins. Þá geta KR-ingar fagnað sigri í kvöld en Benni Gumm byrjar á morgun að stilla stelpurnar sínar inn á næsta leik. Það er örugglega ekki auðvelt að ná liðinu niður eftir svona sigur. „Já, ég verð nú fljótur að því,“ segir Benni brosandi og heldur að hann verði enga stund að ná liðinu sínu niður á jörðina!
Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu