Guðrún: Stolt af liðinu - Var ekki svona róleg sem leikmaður Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 13. febrúar 2020 23:26 Guðrún Ósk Ámundadóttir stýrir Skallagrími í bikarúrslitaleik á laugardaginn. Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið." Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Guðrún Ósk Ámundadóttir, þjálfari Skallagríms, var gífurlega ánægð eftir sigurinn á Haukum í Geysisbikarnum í körfubolta og sagði tilfinninguna sem hún upplifði gífurlega sæta. Hún nefndi strax að hún væri fyrst og fremst stolt af liði sínu. Önnur spurningin sem Guðrún svaraði var út í hennar hegðun á hliðarlínunni en hún var pollróleg þegar hún fylgdist með leiknum. „Þetta er ný sjón hjá mér. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálfari og ég spilaði nokkrum sinnum hér í Laugardalshöll sem leikmaður. Þetta er aðeins erfiðara sem þjálfari en ég reyni að undirbúa mig vel og ég treysti öllu mínu liði 100%. Ég var ekki svona róleg sem leikmaður sjálf en maður reynir að halda ró því stelpurnar finna það ef ég verð æst." „Körfubolti er leikur áhlaupa og ég vissi að þrátt fyrir að þær myndu ná slíkum. Aðalatriðið var að standa þau af sér og koma sterkari til baka. Ég ræddi svo undir lokin við mína leikmenn að sækja á körfuna og það gekk glimrandi vel," sagði Guðrún aðspur út í þróun leiksins. Eftir þrjá leikhluta hafði Skallagríms-liðið einungis tapað þremur boltum. Hvernig útskýrir Guðrún það? „Ég er með mjög góðan leikstjórnanda (Keiru) sem passar boltann mjög vel. Liðið treystir á hana og hún stýrir sóknarleiknum. Það má þakka henni fyrir að passa svona vel upp á boltann." Hvað þurfa stelpurnar hennar Guðrúnar að gera til að vera klárar í leikinn gegn KR á laugardag? „Við þurfum að hugsa vel um leikmennina og passa að þær nái góðri endurheimt. Undirbúningur fyrir leikinn gegn KR hefst á morgun og við þurfum að passa upp á að borða vel og sofa vel. Svo kemur adrenalínið og hjálpar okkur á laugardag." Skallagrímur spilar ekki á mörgum leikmönnum, sex leikmenn léku meira en fimm mínútur í kvöld. Er það eitthvað sem Guðrún hefur áhyggjur af? „Nei alls ekki. Í rauninni hefur þetta verið svona í allan vetur. Ég hef spilað á fáum leikmönnum í vetur en allar stelpurnar á bekknum eru tilbúnar ef kallið kemur." „Ég vil að lokum biðja alla um að mæta á leikinn á laugardaginn. Stuðningsmenn eru klárlega sjötti maðurinn og svo förum við öll saman á þorrablót um kvöldið."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu