Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 17:48 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag. Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur, án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að lífskjarasamningunum. Forsætisráðherra segir forsendur samninganna ekki vera brostnar. Þetta kom fram í máli Þorsteins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag en hann beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann sagði athyglisvert að fylgjast með þeirri kjaradeilu sem nú ríki á opinberum vinnumarkaði. Svo virðist að mati Þorsteins að launastefnunni sem mörkuð hafi verið með lífskjarasamningnum hafi verið kerfisbundið hafnað. „Það er kannski enn athyglisverðara að henni er hafnað af verkalýðsfélögum sem stóðu að lífskjarasamningunum á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn. Hann beindi orðum sínum ekki beint að neinu tilteknu stéttafélagi en ætla má að þar vísi hann t.a.m. til verkfallsaðgerða Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Vitnaði hann jafnframt til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir þar sem hafi komið fram að forsenda fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé „að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að bættu samspili hagstjórnar og kjarasamninga og nýjum vinnubrögðum á vinnumarkaði.“ Taldi Þorsteinn því ástæðu til að spyrja hvort forsætisráðherra sæi fyrir sér að þessar forsendur muni halda ef sú launastefna sem þar var mörkuð verði brotin af þeim sömu stéttarfélögum og að lífskjarasamningunum stóðu. Hagsmunir ólíkra stéttarfélaga mismunandi Katrín Jakobsdóttir ítrekaði það sem hún hafði sagt í fyrra svari sínu við fyrirspurn Loga Einarssonar, sem einnig hafði spurt um stöðu mála á vinnumarkaði og aðkomu stjórnvalda, um að lífskjarasamningarnir verði leiðarljós stjórnvalda í yfirstandandi kjaraviðræðum. „En það er hins vegar ljóst að hagsmunir ólíkra stéttarfélaga eru að sjálfsögðu mismunandi,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.vísir/vilhelm Lífskjarasamningarnir hafi verið mikilvægt skref í því að ná stöðugleika á vinnumarkaði. Það sé aftur á móti vandmeðfarið þegar uppi séu þær aðstæður sem nú eru í efnahagslífinu. „Ég held um leið að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt að við komum málefnum vinnumarkaðarins í það horf sem mér fannst við ná mjög mikilvægum áfanga í með lífskjarasamningunum,“ sagði Katrín ennfremur. Forsendur ekki brostnar Þorsteinn ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu. „Hvernig getur það staðist að stéttarfélög sem lögðu upp með kjarasamning fyrir ári, með stöðugleikann að grundvelli, með skýrar kröfur til stjórnvalda um mjög umfangsmikla aðkomu að þeim kjarasamningum, geti svo með verkfallsaðgerðum reynt að brjóta markmið samningsins á bak aftur án þess að það hafi áhrif á aðkomu stjórnvalda að þeim sama kjarasamningi?“ spurði Þorsteinn. Forsætisráðherra svaraði því neitandi að forsendur væru brostnar. „stjórnvöld munu standa við þær aðgerðir sem við boðuðum við undirritun lífskjarasamninga. Ég vona að sjálfsögðu að lausn finnist á þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir og sömuleiðis er unnið að því hörðum höndum að finna lendingu í samningum við opinbera starfsmenn en ekkert hefur gerst sem hefur breytt því að stjórnvöld muni standa við þær aðgerðir sem við boðuðum í tengslum við undirritun lífskjarasamninga,“ sagði Katrín. Þess má geta að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hófst meðal félagsmanna BSRB í dag.
Alþingi Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira