Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 69-75 | Sjöundi sigur Valskvenna í röð Ísak Hallmundarson skrifar 8. febrúar 2020 19:30 Kiana Johnson var með 15 stig, átta fráköst og níu stoðsendingar. Vísir/daníel Haukar tóku á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Þessi lið mættust einmitt í úrslitaeinvíginu síðasta vor og hafa verið tvö heitustu lið deildarinnar undanfarnar vikur, það var því um að ræða sannkallaðan stórleik. Fyrir leik voru Valskonur á toppi deildarinnar en Haukar í 3. sæti. Lokatölur urðu 6 stiga sigur Vals, 75-69, eftir spennandi leik. Valskonur byrjuðu betur og skoruðu fyrstu 6 stig leiksins. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, tók leikhlé eftir 5 mínútna leik í stöðunni 5-11 og eftir það náðu heimakonur takti varnarlega og var staðan eftir fyrsta leikhluta 14-17, Valskonum í vil. Annar leikhluti var fjörugur til að byrja með og opnaðist vörn beggja liða upp á gátt. Haukar náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum þegar Randi Brown setti niður þriggja stiga skot og kom þeim í 27-26. Valur náði að hægja á sóknarleik Hauka og sneri taflinu við í lok leikhlutans. Hálfleikstölur urðu 30-37 fyrir Val. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og komust mest í 13 stiga forystu, 34-47. Eftir það hrukku heimakonur í gang, þær náðu að minnka muninn í 42-49 með tveimur þristum frá Randi og Lovísu Björt. Hallveig Jónsdóttir setti þá niður þriggja stiga körfu fyrir Val með eina sekúndu eftir á skotklukkunni og kom þeim 10 stigum yfir, en Haukar héldu áfram að hitta úr sínum þriggja stiga skotum og minnkuðu þannig jafnt og þétt muninn. Sigrún Björg Ólafsdóttir setti síðan niður flautukörfu í lok 3. leikhluta til að minnka muninn í 4 stig, 53-57, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Hallveig Jónsdóttir kom Val í 7 stiga forystu í upphafi 4. leikhluta en í næstu sókn setti Randi Brown niður enn eitt þriggja stiga skotið og minnkaði muninn aftur í 4 stig. Valskonur náðu muninum tvívegis upp í 8 stig en í bæði skiptin svöruðu Haukar og þegar ein mínúta var eftir af leiknum minnkaði Lovísa Björt muninn í 3 stig með þriggja stiga körfu. Haukakonur fengu tvisvar sinnum tækifæri til að minnka muninn enn frekar, en boltinn vildi ekki detta ofan í körfuna og Valur kláraði að lokum leikinn, 75-69 lokatölur. Með þessum sigri styrkir Valsliðið stöðu sína á toppnum og er nú með 8 stiga forskot á KR, en Haukar sitja sem fyrr í 3. sæti, 10 stigum á eftir Val.Af hverju vann Valur? Valur er einfaldlega besta lið deildarinnar í dag. Þær byrjuðu leikinn betur og alltaf þegar Haukar nálguðust þær náðu þær góðum kafla og juku forskot sitt á ný. Framlagið af bekknum var meira hjá Val heldur en Haukum, Valur fékk 19 stig inn af bekknum en Haukar aðeins 10. Þá voru 4 leikmenn Vals með 10 stig eða meira og boltinn gekk vel á milli, bæði Helena og Kiana voru með 9 stoðsendingar. Það hefur líka eitthvað að segja að Haukaliðið tapaði boltanum 18 sinnum í leiknum á móti 10 töpuðum boltum Vals.Hverjar stóðu upp úr? Randi Brown hjá Haukum átti frábæran leik og hélt þeim inni í leiknum, var með 26 stig, 8 fráköst og auk þess 3 stoðsendingar. Í sigurliðinu áttu Helena Sverris og Kiana Johnson góða leiki, báðar voru þær nálægt þrefaldri tvennu en Helena var með 13 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar, auk þess að stela 4 boltum og verja 2 skot. Kiana var með 15 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Micheline Mercelita átti einnig góðan leik í Valsbúningnum og var með 16 stig og 9 fráköst auk þess að verja 2 skot.Hvað gerist næst? Bæði lið munu keppa í undanúrslitum Geysis-bikarsins á fimmtudaginn. Valur fær KR í heimsókn og Haukakonur fara í Borgarnesið að etja kappi við Skallagrím. Það gæti því gerst að Haukar og Valur mætist aftur næstu helgi í úrslitum bikarsins, fari svo að bæði liðin vinni sína leiki á fimmtudaginn. Darri var ánægður með uppskeru dagsins.vísir/daníel Darri: Fengum framlag af bekknum sem var gott Haukar tóku á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Það voru gestirnir í Val sem fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 75-69. Darri Freyr Atlason þjálfari Vals mátti vera sáttur með sigur síns liðs í dag. „Þrátt fyrir að við höfum ekki skotið neitt frábærlega þá náðum við bara að gera svona aðra aukahluti sem að varð til þess að þessi sigur féll okkar megin, við fengum framlag af bekknum líka sem var gott,“ sagði Darri við Vísi. Stigaskor Valsliðsins var frekar dreift, margar komust á blað og eins og Darri segir fengu þær gott framlag af bekknum. „Þetta er í sjálfu sér svona óvenjulegt fyrir okkur, Kiana og Helena draga oftast vagninn í stigaskorun en ég talaði einmitt um það fyrir leikinn og við töluðum um atriði sem við þurftum að bæta eftir Breiðabliks-leikinn að við værum með fleiri en eina sem stigu upp og leggðu sitt af mörkum sóknarlega,“ sagði Darri. „Ég er bara ánægður, Haukar eru gott lið sem hefur verið eldheitt síðustu vikur, þannig ég er sáttur.“ Á fimmtudaginn mun Valur mæta KR í undanúrslitum Geysisbikarsins, en þessi sigur er væntanlega gott nesti fyrir þann leik. „Þessi leikur skipti engu máli upp á það verkefni en það sem er gott er að nú getum við helgað okkur bikarleiknum og þurfum ekki að pæla í einhverju öðru á leiðinni,“ sagði Darri að lokum. Ólöf Helga var ekki kát eftir leik.vísir/daníel Ólöf: Þær eru náttúrulega bestarÓlöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, var svekkt eftir tap sinna kvenna í dag. „Ég er bara mjög frústreruð, pirruð á þessum leik ef ég á að vera hreinskilin. Það sem vantaði uppá hjá okkur var að vera fókuseraðar á leikinn, við vorum ekki að fara eftir neinum varnarreglum sem við leggjum upp með, vorum ekki að vinna saman og það smitaðist yfir í sóknina og þá er erfitt að skora, en það fór sem fór og þær eru náttúrulega bestar, en ef við leggjum okkur fram getum við unnið þær.,“ sagði Ólöf. Það komu kaflar þar sem Haukaliðið komst ansi nálægt því að jafna leikinn. „Ef við hefðum hrokkið í gang bara í fjórar mínútur í leiknum og haldið því út þá hefði þetta getað endað allt öðruvísi, en svona er þetta bara, maður lærir af þessu og ég er eiginlega fegin að fá smá „blueprint“ á hvernig á ekki að gera hlutina,“ bætti Ólöf við. Síðast þegar liðin mættust var Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikskona ársins 2019, ekki með í liði Vals. „Auðvitað er Helena besta körfuknattleikskona sögunnar að mínu mati og það er alltaf erfitt að stoppa hvaða lið sem hún er í, af því hún er ekki bara góð sjálf heldur gerir hún alla betri í kringum sig. Það er auðvitað alltaf erfitt verkefni að stoppa hana en það er samt gott verkefni. Við viljum alltaf vera að spila á móti þeim bestu og þannig verðum við betri,“ sagði Ólöf að lokum. Dominos-deild kvenna
Haukar tóku á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Þessi lið mættust einmitt í úrslitaeinvíginu síðasta vor og hafa verið tvö heitustu lið deildarinnar undanfarnar vikur, það var því um að ræða sannkallaðan stórleik. Fyrir leik voru Valskonur á toppi deildarinnar en Haukar í 3. sæti. Lokatölur urðu 6 stiga sigur Vals, 75-69, eftir spennandi leik. Valskonur byrjuðu betur og skoruðu fyrstu 6 stig leiksins. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, tók leikhlé eftir 5 mínútna leik í stöðunni 5-11 og eftir það náðu heimakonur takti varnarlega og var staðan eftir fyrsta leikhluta 14-17, Valskonum í vil. Annar leikhluti var fjörugur til að byrja með og opnaðist vörn beggja liða upp á gátt. Haukar náðu forystu í fyrsta skipti í leiknum þegar Randi Brown setti niður þriggja stiga skot og kom þeim í 27-26. Valur náði að hægja á sóknarleik Hauka og sneri taflinu við í lok leikhlutans. Hálfleikstölur urðu 30-37 fyrir Val. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik betur og komust mest í 13 stiga forystu, 34-47. Eftir það hrukku heimakonur í gang, þær náðu að minnka muninn í 42-49 með tveimur þristum frá Randi og Lovísu Björt. Hallveig Jónsdóttir setti þá niður þriggja stiga körfu fyrir Val með eina sekúndu eftir á skotklukkunni og kom þeim 10 stigum yfir, en Haukar héldu áfram að hitta úr sínum þriggja stiga skotum og minnkuðu þannig jafnt og þétt muninn. Sigrún Björg Ólafsdóttir setti síðan niður flautukörfu í lok 3. leikhluta til að minnka muninn í 4 stig, 53-57, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Hallveig Jónsdóttir kom Val í 7 stiga forystu í upphafi 4. leikhluta en í næstu sókn setti Randi Brown niður enn eitt þriggja stiga skotið og minnkaði muninn aftur í 4 stig. Valskonur náðu muninum tvívegis upp í 8 stig en í bæði skiptin svöruðu Haukar og þegar ein mínúta var eftir af leiknum minnkaði Lovísa Björt muninn í 3 stig með þriggja stiga körfu. Haukakonur fengu tvisvar sinnum tækifæri til að minnka muninn enn frekar, en boltinn vildi ekki detta ofan í körfuna og Valur kláraði að lokum leikinn, 75-69 lokatölur. Með þessum sigri styrkir Valsliðið stöðu sína á toppnum og er nú með 8 stiga forskot á KR, en Haukar sitja sem fyrr í 3. sæti, 10 stigum á eftir Val.Af hverju vann Valur? Valur er einfaldlega besta lið deildarinnar í dag. Þær byrjuðu leikinn betur og alltaf þegar Haukar nálguðust þær náðu þær góðum kafla og juku forskot sitt á ný. Framlagið af bekknum var meira hjá Val heldur en Haukum, Valur fékk 19 stig inn af bekknum en Haukar aðeins 10. Þá voru 4 leikmenn Vals með 10 stig eða meira og boltinn gekk vel á milli, bæði Helena og Kiana voru með 9 stoðsendingar. Það hefur líka eitthvað að segja að Haukaliðið tapaði boltanum 18 sinnum í leiknum á móti 10 töpuðum boltum Vals.Hverjar stóðu upp úr? Randi Brown hjá Haukum átti frábæran leik og hélt þeim inni í leiknum, var með 26 stig, 8 fráköst og auk þess 3 stoðsendingar. Í sigurliðinu áttu Helena Sverris og Kiana Johnson góða leiki, báðar voru þær nálægt þrefaldri tvennu en Helena var með 13 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar, auk þess að stela 4 boltum og verja 2 skot. Kiana var með 15 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Micheline Mercelita átti einnig góðan leik í Valsbúningnum og var með 16 stig og 9 fráköst auk þess að verja 2 skot.Hvað gerist næst? Bæði lið munu keppa í undanúrslitum Geysis-bikarsins á fimmtudaginn. Valur fær KR í heimsókn og Haukakonur fara í Borgarnesið að etja kappi við Skallagrím. Það gæti því gerst að Haukar og Valur mætist aftur næstu helgi í úrslitum bikarsins, fari svo að bæði liðin vinni sína leiki á fimmtudaginn. Darri var ánægður með uppskeru dagsins.vísir/daníel Darri: Fengum framlag af bekknum sem var gott Haukar tóku á móti Val í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Það voru gestirnir í Val sem fóru með sigur af hólmi. Lokatölur 75-69. Darri Freyr Atlason þjálfari Vals mátti vera sáttur með sigur síns liðs í dag. „Þrátt fyrir að við höfum ekki skotið neitt frábærlega þá náðum við bara að gera svona aðra aukahluti sem að varð til þess að þessi sigur féll okkar megin, við fengum framlag af bekknum líka sem var gott,“ sagði Darri við Vísi. Stigaskor Valsliðsins var frekar dreift, margar komust á blað og eins og Darri segir fengu þær gott framlag af bekknum. „Þetta er í sjálfu sér svona óvenjulegt fyrir okkur, Kiana og Helena draga oftast vagninn í stigaskorun en ég talaði einmitt um það fyrir leikinn og við töluðum um atriði sem við þurftum að bæta eftir Breiðabliks-leikinn að við værum með fleiri en eina sem stigu upp og leggðu sitt af mörkum sóknarlega,“ sagði Darri. „Ég er bara ánægður, Haukar eru gott lið sem hefur verið eldheitt síðustu vikur, þannig ég er sáttur.“ Á fimmtudaginn mun Valur mæta KR í undanúrslitum Geysisbikarsins, en þessi sigur er væntanlega gott nesti fyrir þann leik. „Þessi leikur skipti engu máli upp á það verkefni en það sem er gott er að nú getum við helgað okkur bikarleiknum og þurfum ekki að pæla í einhverju öðru á leiðinni,“ sagði Darri að lokum. Ólöf Helga var ekki kát eftir leik.vísir/daníel Ólöf: Þær eru náttúrulega bestarÓlöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, var svekkt eftir tap sinna kvenna í dag. „Ég er bara mjög frústreruð, pirruð á þessum leik ef ég á að vera hreinskilin. Það sem vantaði uppá hjá okkur var að vera fókuseraðar á leikinn, við vorum ekki að fara eftir neinum varnarreglum sem við leggjum upp með, vorum ekki að vinna saman og það smitaðist yfir í sóknina og þá er erfitt að skora, en það fór sem fór og þær eru náttúrulega bestar, en ef við leggjum okkur fram getum við unnið þær.,“ sagði Ólöf. Það komu kaflar þar sem Haukaliðið komst ansi nálægt því að jafna leikinn. „Ef við hefðum hrokkið í gang bara í fjórar mínútur í leiknum og haldið því út þá hefði þetta getað endað allt öðruvísi, en svona er þetta bara, maður lærir af þessu og ég er eiginlega fegin að fá smá „blueprint“ á hvernig á ekki að gera hlutina,“ bætti Ólöf við. Síðast þegar liðin mættust var Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikskona ársins 2019, ekki með í liði Vals. „Auðvitað er Helena besta körfuknattleikskona sögunnar að mínu mati og það er alltaf erfitt að stoppa hvaða lið sem hún er í, af því hún er ekki bara góð sjálf heldur gerir hún alla betri í kringum sig. Það er auðvitað alltaf erfitt verkefni að stoppa hana en það er samt gott verkefni. Við viljum alltaf vera að spila á móti þeim bestu og þannig verðum við betri,“ sagði Ólöf að lokum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu