Sportpakkinn: Haukakonur eru nú búnar að vinna öll lið deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 16:15 Lovísa Björt Henningsdóttir skoraði 21 stig á móti Keflavík og hefur skorað yfir tuttugu stig að meðaltali á móti Keflavíku í þremur leikjum í vetur. Vísir/Bára Haukar, Valur, KR og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í sextándu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór fram í gær. Arnar Björnsson skoðaði leikina í gær og þar á meðal sigur Hauka á Keflavík. Haukakonur unnu eins og áður sagði Keflavík, Valur vann léttan heimasigur á Snæfelli, KR vann öruggan útisigur á Breiðabliki og Skallagrímur vann heimasigur á Grindavík í mjög spennandi leik. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir leikina fjóra og þar má einnig finna viðtöl eftir stórleik Hauka og Keflavíkur í Ólafssal. Klippa: Sportpakkinn: Sextánda umferðin í Domino´s deild kvenna Valur skoraði fjögur fyrstu stigin gegn Snæfelli í gærkvöldi og hafði forystu allan tímann. Snæfell skoraði aðeins 5 stig í 1. leikhlutanum í Origo-höllinni gegn 29 stigum Vals. Mestur varð munurinn 45 stig, í mjög öruggum sigri 93-54. Sylvía Rún Hálfdanardóttir blómstraði í Valsliðinu, skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og stal boltanum 6 sinnum. Hún var stigahæst hjá þreföldum meisturum síðasta árs. Kiana Johnson skoraði 23 stig, tók 11 fráköst á þeim rúmlega 24 mínútum sem hún spilaði. Rebekka Rán Karlsdóttir var stigahæst í liði Snæfells, skoraði 11 stig. Valur hefur unnið 14 leiki og tapað tveimur og er í efsta sæti með 28 stig, fjórum stigum á undan KR. KR átti ekki í neinum vandræðum gegn Breiðabliki og vann 79-60. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir setti niður þriggja stiga skot í byrjun og Breiðablik komst í 3-0. Þetta var í eina skiptið sem Breiðablik hafði forystuna, KR náði mest 22ja stiga forystu. Danielle Rodriguez skoraði 31 stig fyrir KR, Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með 15 stig og 11 fráköst. Danni Williams skoraði rúman helming stiga Breiðabliks, 34 stig og tók 15 fráköst. Athyglisverðasti leikurinn í umferðinni var rimma Hauka og Keflavíkur í Ólafssal í gærkvöldi. Keflavík vann leik liðanna í Keflavík í lok október með 8 stiga mun. Frá þeim leik höfðu liðin aðeins tapað einu sinni, Haukar unnið 5 leiki en Keflavík 6. Keflavík vann um helgina sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Leikurinn var jafn framan af en góður lokasprettur tryggði Keflavík 5 stiga forystu eftir 1. leikhluta, 23-18. Keflavík byrjaði annan leikhlutann vel, Anna Ingunn Svansdóttir kom Keflavík í 26-18. Átta stiga munur, mesta forysta Keflavíkur í leiknum. Um miðjan annan leikhlutann skoruðu Haukar 11 stig í röð, eftir þriggja stiga körfu Jannetje Guijt var staðan 40-35 Haukum í vil. Haukar gáfu forystuna ekki eftir og sigruðu 80-73. Lovísa Björt Henningsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 21 stig og tók 9 fráköst. Jannetje Guijt skoraði 18 stig en hún hitti úr öllum þriggja stiga skotum sínum. Þóra Kristín Jónsdóttir og Randi Brown skoruðu 14 stig og sú síðarnefnda tók 10 fráköst. Emelía Ósk Gunnarsdóttir lék vel hjá Keflavík, var stigahæst og skoraði 20 stig. Hún hitti úr öllum 8 vítaskotum sínum. Daniela Morillo fann ekki taktinn í sókninni, skoraði 10 stig en tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík er í þriðja sætinu með 22 stig, 6 stigum frá Val sem er á toppnum. Haukar og Skallagrímur berjast um fjórða sætið, liðin eru einum sigri á eftir Keflavík. Skallagrímur fékk mikla mótspyrnu á heimavelli gegn neðsta liðinu, Grindavík. Skallagrímur byrjaði betur og náði 8 stiga forystu í byrjun annars leikhluta en Grindavík skoraði 12 stig í röð, náði undirtökunum og var með fjögurra stiga forystu í hálfleik. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta sem Skallagrímur vann 8-7. Þegar 4 mínútur voru eftir var staðan jöfn en Skallagrímur hafði betur í lokin og sigraði 58-53 í spennandi leik. Keira Breeanne Robinson skoraði 22 stig og tók 11 fráköst fyrir Skallagrím. Hrund Skúladóttir og Jordan Reynolds voru stigahæstar hjá Grindavík með 14 stig, Reynolds tók 14 fráköst. Grindavík er enn í neðsta sæti, með einn sigur í 16 leikjum. Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Haukar, Valur, KR og Skallagrímur fögnuðu öll sigri í sextándu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta sem fór fram í gær. Arnar Björnsson skoðaði leikina í gær og þar á meðal sigur Hauka á Keflavík. Haukakonur unnu eins og áður sagði Keflavík, Valur vann léttan heimasigur á Snæfelli, KR vann öruggan útisigur á Breiðabliki og Skallagrímur vann heimasigur á Grindavík í mjög spennandi leik. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir leikina fjóra og þar má einnig finna viðtöl eftir stórleik Hauka og Keflavíkur í Ólafssal. Klippa: Sportpakkinn: Sextánda umferðin í Domino´s deild kvenna Valur skoraði fjögur fyrstu stigin gegn Snæfelli í gærkvöldi og hafði forystu allan tímann. Snæfell skoraði aðeins 5 stig í 1. leikhlutanum í Origo-höllinni gegn 29 stigum Vals. Mestur varð munurinn 45 stig, í mjög öruggum sigri 93-54. Sylvía Rún Hálfdanardóttir blómstraði í Valsliðinu, skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og stal boltanum 6 sinnum. Hún var stigahæst hjá þreföldum meisturum síðasta árs. Kiana Johnson skoraði 23 stig, tók 11 fráköst á þeim rúmlega 24 mínútum sem hún spilaði. Rebekka Rán Karlsdóttir var stigahæst í liði Snæfells, skoraði 11 stig. Valur hefur unnið 14 leiki og tapað tveimur og er í efsta sæti með 28 stig, fjórum stigum á undan KR. KR átti ekki í neinum vandræðum gegn Breiðabliki og vann 79-60. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir setti niður þriggja stiga skot í byrjun og Breiðablik komst í 3-0. Þetta var í eina skiptið sem Breiðablik hafði forystuna, KR náði mest 22ja stiga forystu. Danielle Rodriguez skoraði 31 stig fyrir KR, Hildur Björg Kjartansdóttir kom næst með 15 stig og 11 fráköst. Danni Williams skoraði rúman helming stiga Breiðabliks, 34 stig og tók 15 fráköst. Athyglisverðasti leikurinn í umferðinni var rimma Hauka og Keflavíkur í Ólafssal í gærkvöldi. Keflavík vann leik liðanna í Keflavík í lok október með 8 stiga mun. Frá þeim leik höfðu liðin aðeins tapað einu sinni, Haukar unnið 5 leiki en Keflavík 6. Keflavík vann um helgina sigur á Snæfelli í framlengdum leik. Leikurinn var jafn framan af en góður lokasprettur tryggði Keflavík 5 stiga forystu eftir 1. leikhluta, 23-18. Keflavík byrjaði annan leikhlutann vel, Anna Ingunn Svansdóttir kom Keflavík í 26-18. Átta stiga munur, mesta forysta Keflavíkur í leiknum. Um miðjan annan leikhlutann skoruðu Haukar 11 stig í röð, eftir þriggja stiga körfu Jannetje Guijt var staðan 40-35 Haukum í vil. Haukar gáfu forystuna ekki eftir og sigruðu 80-73. Lovísa Björt Henningsdóttir átti mjög góðan leik, skoraði 21 stig og tók 9 fráköst. Jannetje Guijt skoraði 18 stig en hún hitti úr öllum þriggja stiga skotum sínum. Þóra Kristín Jónsdóttir og Randi Brown skoruðu 14 stig og sú síðarnefnda tók 10 fráköst. Emelía Ósk Gunnarsdóttir lék vel hjá Keflavík, var stigahæst og skoraði 20 stig. Hún hitti úr öllum 8 vítaskotum sínum. Daniela Morillo fann ekki taktinn í sókninni, skoraði 10 stig en tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Keflavík er í þriðja sætinu með 22 stig, 6 stigum frá Val sem er á toppnum. Haukar og Skallagrímur berjast um fjórða sætið, liðin eru einum sigri á eftir Keflavík. Skallagrímur fékk mikla mótspyrnu á heimavelli gegn neðsta liðinu, Grindavík. Skallagrímur byrjaði betur og náði 8 stiga forystu í byrjun annars leikhluta en Grindavík skoraði 12 stig í röð, náði undirtökunum og var með fjögurra stiga forystu í hálfleik. Það var lítið skorað í þriðja leikhluta sem Skallagrímur vann 8-7. Þegar 4 mínútur voru eftir var staðan jöfn en Skallagrímur hafði betur í lokin og sigraði 58-53 í spennandi leik. Keira Breeanne Robinson skoraði 22 stig og tók 11 fráköst fyrir Skallagrím. Hrund Skúladóttir og Jordan Reynolds voru stigahæstar hjá Grindavík með 14 stig, Reynolds tók 14 fráköst. Grindavík er enn í neðsta sæti, með einn sigur í 16 leikjum.
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu