Darri Freyr: Hátíðarbragur á þessu Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 5. janúar 2020 19:15 Darri var sáttur með sigurinn. vísir/bára Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, var rólegur eftir sigurinn gegn Skallagrím í fyrsta leik eftir jólafríið í Dominos deild kvenna í körfubolta. Skallagrímur leiddi nokkrum sinnum í leiknum en tapaði að lokum með tólf stigum fyrir Íslandsmeisturunum, 70-58. „Já, það var hátíðarbragur á þessu eins og við var að búast. Gerum eðlileg mistök eftir að hafa verið frá leik í smá tíma, sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Darri um slaka byrjun sinna stúlkna, en þær voru fjórum stigum undir eftir fyrstu tíu mínúturnar. Valur náði hægt og rólega vopnum sínum eftir því sem leið á leikinn og juku forystuna allt fram til enda leiksins. Þar skipti mestu pressuvörn sem Darri setti upp í seinni hálfleik. „Náðum síðan að skrúfa upp varnarleikinn og þá sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem við höldum þeim í átta stigum,“ sagði hann um lok leiksins. Skallagrímur virtist lýjast seinustu fimmtán mínúturnar og spiluðu ekki mörgum leikmönnum í dag. Valur nýtti aðeins meiri dýpt sína en þó ekki mjög mikið. „Spiluðum reyndar bara sjö leikmönnum í dag en fengum helling frá þessum tveimur af bekknum og auðvitað skiptir það máli,“ sagði Darri um framlag Dagbjartar Samúelsdóttur og Sylvíu Rún Hálfdánardóttur. „Við erum stoltar af því að vera með marga leikmenn sem geta stigið upp og spilað,“ bætti hann við, enda er Sylvía landsliðskona sem myndi líklegast vera í byrjunarliði allra annarra félaga í úrvalsdeild kvenna. Darri Freyr var ekki lengi að fá tæknivillu dæmda á sig í leiknum og var mjög heitur í skapinu fyrstu mínútur leiksins. Hann róaði sig aðeins eftir það. „Já, ef ég hefði fengið aðra hefði ég bara farið út, þess vegna róaðist ég snemma. Þegar maður fær tæknivillu svona fljótlega þá verður maður bara að þegja,“ sagði hann um atvikið og hélt síðan inn í klefa að ræða við sitt lið.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 70-58 Skallagrímur | Lið ársins byrjar nýtt ár á sigri Topplið Valskvenna og lið ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna fékk Skallagrím í heimsókn í fyrstu umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta á nýju ári. 5. janúar 2020 18:45
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu