Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 08:38 Það má vera að búið sé að blása Þjóðhátíð af, formlega, en ekkert fær því breytt að Árni Johnsen mun bregða gítar á loft og þenja raddböndin eins og hann hefur gert undanfarin 40 ár. visir/vilhelm „Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
„Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40