Árni Johnsen ætlar sér að bregða gítar á loft á þjóðhátíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 08:38 Það má vera að búið sé að blása Þjóðhátíð af, formlega, en ekkert fær því breytt að Árni Johnsen mun bregða gítar á loft og þenja raddböndin eins og hann hefur gert undanfarin 40 ár. visir/vilhelm „Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
„Það segir svo í gömlu þjóðhátíðarkvæði: ... þrátt fyrir böl og alheimsstríð, þá verður haldin þjóðhátíð. Það verður ekki formleg þjóðhátíð í Herjólfsdal en ég reikna með því að Eyjamenn grípi til sinna ráða og tjaldi til dæmis í heimagörðum og færi sig um set eins og lundinn. Eftir því hvar sílið er,“ segir Árni Johnsen fyrrverandi Alþingismaður og Eyjamaður. Mörgum var brugðið við þegar ákveðið var að slá Þjóðhátíð í Eyjum af þetta árið. Vegna kórónuveirunnar. Þetta er ómissandi þáttur í lífi svo margra og hefur í gegnum tíðina hreinlega sett mark sitt á þjóðarsálina. Tugþúsundir manna hafa farið með reglubundnum hætti og skemmt sér í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Á engan er hallað þó sagt sé að holgervingur Þjóðhátíðar, lífið og sálin í samkomuhaldinu, sé Árni Johnsen. Í fjörutíu ár hefur hann brugðið gítar sínum á loft og sungið í hinum hefðbundna Brekkusöng sem að margra mati er einn hápunkta hátíðarinnar. Hefur átt við vanheilsu að stríða Árni segir þetta vissulega viðbrigði, að nú skuli þjóðhátíð slegin af vegna kórónuveirunnar.. „Jájá, það er mjög slæmt að ekki skuli hægt að halda Þjóðhátíð með hefðbundnu sniði en stóísk ró er Eyjamönnum í blóð borin,“ segir Árni og bætir því við að allt verði þetta að ríma við náttúruna og umhverfið. En hann mun ekki sitja heima og horfa á sjónvarpið. „Ég geri ráð fyrir því að ég muni lyfta kassagítar … já, eða, ég geri ekkert ráð fyrir því. Það verður. Við hljótum að finna pláss.“ Árni hefur átt við vanheilsu að stríða að undanförnu. Hann hefur dvalið nú um nokkurra mánaða skeið á spítala. „Ég fer bráðum að leggja af stað til Satúrnusar. En, þetta er að verða ágætt. Ég er hressari,“ segir Árni sem ætlar að slá strengi gígju sinnar og hefja upp sína raustu, líkt og hann hefur gert undanfarin fjörutíu ár.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Aflýsa Þjóðhátíð með sorg í hjarta: „Það var ekkert annað að gera“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það erfitt fyrir Eyjamenn að Þjóðhátíð hafi verið aflýst í ár. 16. júlí 2020 12:40