Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. júlí 2020 20:29 Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar vera til skammar. Vísir/Einar Árna Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar, til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. Miklir almannahagsmunir séu í húfi. Í yfirlýsingu á föstudag beinir stjórn VR þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna, sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, „að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair“ og félagið sakað um að stunda félagslegt undirboð með því að úthýsa störfum til landa þar sem réttindi séu fótum troðin. Yfirlýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en forstjóri Icelandair og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru meðal þeirra sem telja tilefni til að Fjármálaeftirlitið skoði málið. Þá hafa einhverjir starfsmenn Icelandair sem eru félagsmenn í VR íhugað að segja sig úr félaginu. Miklir almannahagsmunir í húfi „Það hefur ekki ennþá verið eitthvað tilefni til þess að stíga eitthvað inn í þessi orðaskipti sem hafa farið fram í fjölmiðlum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits [áður forstjóri FME]. Eftirlitið fylgist þó grannt með. Unnur segir að fordæmi séu þó fyrir því að FME hafi stígið inn í sambærilegum málum. Hún ítrekar mikilvægi þess að fulltrúar í stjórnum lífeyrissjóða láti ekki undan utanaðkomandi þrýstingi. Unnur Gunnarsdóttir er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.Vísir/Einar Árna „Þeir eiga ekki að fara eitthvað eftir þrýstingi frá hagsmunasamtökum, þó að hagsmunasamtökin, þeim sé treyst til að tilnefna stjórnarmenn þá eiga stjórnarmenn að fara eftir eigin sannfæringu við ákvarðanir og ég veit að þeir gera sér mjög vel grein fyrir því,“ segir Unnur. Mikið sé í húfi þegar málefni lífeyrissjóða eru annars vegar. „Lífeyrissjóðirnir eru orðnir afskaplega stórir á Íslandi, eignamassinn samtals er yfir 170% af landsframleiðslu. Þannig það eru miklir almannahagsmunir sem hér er verið að fjalla um,“ segir Unnur. Segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gegnt hlutverki formanns og varaformanns Gildis lífeyrissjóðs. „Stjórnir lífeyrissjóða eiga bara að vega hagsmuni sína og sjóðsfélaga sinna út frá engu öðru heldur en fjárfestingunni sjálfri. Ekki vera að beina verkalýðspólitík inn á stjórnarborðið eða beita lífeyrissjóðum með einhverjum hætti í kjaradeilu. Það brýtur beinlínis gegn lögum um lífeyrissjóði. Það er auðvitað alveg til skammar þegar verkalýðshreyfingin er farin að beita sér með þeim hætti,“ segir Þorsteinn. „Mér þykir forysta verkalýðshreyfingarinnar ekki axla þá ábyrgð sem að hún í raun og veru þarf við þær kringumstæður sem eru núna. Verkefnið snýst jú um að bjarga störfum en ekki að reyna að knésetja fyrirtæki eins og mér fannst í raun og veru fylgja orðum til dæmis um Icelandair, að það ætti að beita lífeyrissjóðum sérstaklega inn í kjaradeilur til þess hreinlega að setja fyrirtækið í gjaldþrot. Sem að hefði kostað þúsundir manna atvinnu.“ Icelandair Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15 Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. 19. júlí 2020 12:02 Ekki útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair Ekki er útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. 18. júlí 2020 19:30 Stjórnarmönnum lífeyrissjóða óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila: Fjármálaeftirlitið verði að láta sig málið varða Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem hann segir í berhögg við lög. 18. júlí 2020 13:00 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar, til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. Miklir almannahagsmunir séu í húfi. Í yfirlýsingu á föstudag beinir stjórn VR þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna, sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, „að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair“ og félagið sakað um að stunda félagslegt undirboð með því að úthýsa störfum til landa þar sem réttindi séu fótum troðin. Yfirlýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en forstjóri Icelandair og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru meðal þeirra sem telja tilefni til að Fjármálaeftirlitið skoði málið. Þá hafa einhverjir starfsmenn Icelandair sem eru félagsmenn í VR íhugað að segja sig úr félaginu. Miklir almannahagsmunir í húfi „Það hefur ekki ennþá verið eitthvað tilefni til þess að stíga eitthvað inn í þessi orðaskipti sem hafa farið fram í fjölmiðlum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits [áður forstjóri FME]. Eftirlitið fylgist þó grannt með. Unnur segir að fordæmi séu þó fyrir því að FME hafi stígið inn í sambærilegum málum. Hún ítrekar mikilvægi þess að fulltrúar í stjórnum lífeyrissjóða láti ekki undan utanaðkomandi þrýstingi. Unnur Gunnarsdóttir er varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.Vísir/Einar Árna „Þeir eiga ekki að fara eitthvað eftir þrýstingi frá hagsmunasamtökum, þó að hagsmunasamtökin, þeim sé treyst til að tilnefna stjórnarmenn þá eiga stjórnarmenn að fara eftir eigin sannfæringu við ákvarðanir og ég veit að þeir gera sér mjög vel grein fyrir því,“ segir Unnur. Mikið sé í húfi þegar málefni lífeyrissjóða eru annars vegar. „Lífeyrissjóðirnir eru orðnir afskaplega stórir á Íslandi, eignamassinn samtals er yfir 170% af landsframleiðslu. Þannig það eru miklir almannahagsmunir sem hér er verið að fjalla um,“ segir Unnur. Segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur einnig gegnt hlutverki formanns og varaformanns Gildis lífeyrissjóðs. „Stjórnir lífeyrissjóða eiga bara að vega hagsmuni sína og sjóðsfélaga sinna út frá engu öðru heldur en fjárfestingunni sjálfri. Ekki vera að beina verkalýðspólitík inn á stjórnarborðið eða beita lífeyrissjóðum með einhverjum hætti í kjaradeilu. Það brýtur beinlínis gegn lögum um lífeyrissjóði. Það er auðvitað alveg til skammar þegar verkalýðshreyfingin er farin að beita sér með þeim hætti,“ segir Þorsteinn. „Mér þykir forysta verkalýðshreyfingarinnar ekki axla þá ábyrgð sem að hún í raun og veru þarf við þær kringumstæður sem eru núna. Verkefnið snýst jú um að bjarga störfum en ekki að reyna að knésetja fyrirtæki eins og mér fannst í raun og veru fylgja orðum til dæmis um Icelandair, að það ætti að beita lífeyrissjóðum sérstaklega inn í kjaradeilur til þess hreinlega að setja fyrirtækið í gjaldþrot. Sem að hefði kostað þúsundir manna atvinnu.“
Icelandair Lífeyrissjóðir Vinnumarkaður Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15 Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. 19. júlí 2020 12:02 Ekki útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair Ekki er útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. 18. júlí 2020 19:30 Stjórnarmönnum lífeyrissjóða óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila: Fjármálaeftirlitið verði að láta sig málið varða Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem hann segir í berhögg við lög. 18. júlí 2020 13:00 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. 19. júlí 2020 19:15
Fullyrðingar verkalýðsleiðtoga um undirboð „algjör þvæla“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var harðorður í garð verkalýðsforystunnar í viðtali á Sprengisandi í morgun. 19. júlí 2020 12:02
Ekki útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair Ekki er útilokað að Lífeyrissjóður verzlunarmanna taki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. 18. júlí 2020 19:30
Stjórnarmönnum lífeyrissjóða óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila: Fjármálaeftirlitið verði að láta sig málið varða Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem hann segir í berhögg við lög. 18. júlí 2020 13:00
Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45