Óformlegir fundir í kjaraviðræðum Icelandair og FFÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 10:40 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum. Icelandair Kjaramál Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair funda í dag á óformlegum vinnufundum. Eins og stendur hefur formlegur fundur í kjaradeilu FFÍ og flugfélagsins ekki verið boðaður. Þetta staðfesti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í svari við fyrirspurn fréttastofu í dag. Síðasti fundur FFÍ og Icelandair fór fram síðastliðinn miðvikudag. Engin niðurstaða komst í mál deiluaðila og ekki var boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Sama dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að hann teldi að lengra yrði ekki komist í samningaviðræðum við Flugfreyjufélagið. Degi síðar kvað þó við nýjan tón og sagðist Bogi vongóður um að fulltrúar FFÍ og Icelandair gætu sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila. Fjárfestar geri kröfu um kjarasamninga Næsta föstudag fer fram hluthafafundur Icelandair. Þar kemur í ljós hvort hluthafar samþykki að ráðast í hlutafjárútboð, sem ætlað er að afla flugfélaginu allt að 29 milljörðum í nýtt hlutafé. Bogi hefur sagt að það sé krafa fjárfesta að Icelandair hafi náð samningum við flugstéttir, til að mynda Flugfreyjufélagið og Félag íslenskra atvinnuflugmanna. Aðfaranótt föstudags náðust samningar í kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair. Samningurinn gildir til loka september árið 2025. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FíA, hefur sagt að með samningnum taki félagsmenn á sig kjaraskerðingu til þess að koma til móts við það ástand sem nú er uppi í fluggeiranum. Hann segist vongóður um að samningurinn verði samþykktur af félagsmönnum.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira