Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2020 11:43 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Flugvirkjar undirrituðu nýjan kjarasamning við Icelandair í gær sem gildir til fimm ára. Samningur flugvirkja er sagður í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar lögðu upp með. Ekki hefur komið fram hvernig kjör flugvirkja breytast með þessum samningi. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður félags flugvirkja, segir ekki tímabært að greina frá innihaldi samningsins. Hann sé margþættur en búist sé við að félagsmenn fái kynningu á honum í vikunni. Í Morgunblaðinu í dag var haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair að laun þurfi að lækka um 50 til 60 prósent til að forða félaginu frá gjaldþroti. Jón Þór Þorvaldsson, formaður félags íslenskra flugmanna, skorar á viðkomandi ráðgjafa að stíga fram svo hægt sé að setjast yfir tölur með honum. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Við höfum ekki heyrt þessar tölur. Ég veit ekki hver þessi fjárfestir eða ráðgjafi er. Ég held að það væri ráð að menn myndu birta það svo hægt sé að setjast yfir tölur með þessum manni. Flugmenn voru samkeppnishæfir fyrir og við munum tryggja að svo verði áfram. Það er verið að bera saman epli og appelsínu í þessari grein Morgunblaðsins. Menn þurfa að gera sér grein fyrir grunnforsendum í flugrekstri áður en svona samanburður er gerður. Menn bera ekki saman lággjaldaflugfélag og Legacy-carrier. Icelandair er ekki lággjaldaflugfélag og ekki Legacy Carrier. Við erum hybrid flugfélag sem er að keppa á Norður-Atlantshafi,“ segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Hann segir flugmenn Icelandair samkeppnishæfa við flugmenn annarra flugfélaga. „Bæði hvað varðar kostnað laun,“ segir Jón Þór. „Við munum tryggja að Icelandair verði áfram í sterkri stöðu og rekstrarmódel Icelandair og leiðakerfið er búið að sýna sig og sanna á áratugatímabili. Þetta er mjög verðmætt og gott kerfi sem mun standa þetta af sér ef allir leggjast á eitt,“ segir Jón Þór. Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu og Icelandair fer yfir það tilboð núna. „Auðvitað eru menn að hreyfa sig í umhverfi þar sem skyggni er lítið og reyna að sjá hvort þetta geti nýst. Vonandi verður það niðurstaðan, það er okkar markmið.“ Hann mun hitta sitt bakland í dag og samninganefnd Icelandair mun einnig fara yfir stöðuna með sínu baklandi í dag. Jón Þór vonast til að geta hitt samninganefnd Icelandair í dag. Áttu von á því að skrifað verði undir í dag? „Ég ætla ekki að fullyrða um það. Ég vona að svo verði, en við bara sjáum hvað kemur,“ segir Jón Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira