Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 10:00 Guðni Bergsson á hælum Danny Dichio, leikmanns QPR, í þessum sögulega leik á Loftus Road fyrir tæpum 24 árum síðan. Getty/Michael Stephens Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið. Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið.
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira