Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 18:23 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“ Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26