„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar Stefánsson, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39