Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2019 13:46 Feðgarnir Árni Gils og Hjalti Úrsus áður en aðalmeðferðin hófst á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Dómari í máli Árna Gils Hjaltasonar sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps féllst á kröfu saksóknara um að þinghald skyldi vera lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni um átök hans og annars manns við Leifasjoppu í dag. Konan var sögð óttaslegin og að viðvera fólks í salnum gæti haft áhrif á framburð hennar. Árni og verjandi hans fengu að vera viðstaddir vitnisburð konunnar en föður Árna og systur, blaðamanni Vísis og öðrum áhlýðendum var vísað úr dómsal samkvæmt ákvörðun Barböru Björnsdóttur, dómara. Málið varðar átök Árna við mann við Leifasjoppu í mars árið 2017. Maðurinn hlaut stungusár á höfði og var Árni ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þess. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi vegna þess og fleiri brota en Hæstiréttur vísaði hnífstungumálinu aftur heim í hérað í desember árið 2017. Það er nú tekið fyrir af fjölskipuðum héraðsdómi. Konan sem bar vitni í dag var þáverandi vinkona Árna en í framburði hans á þriðjudag kom fram að þau hefði einnig átt í kynferðislegu sambandi. Þau væru ekki vinir lengur eftir atvikið. Árni var að skila bíl konunnar til hennar við Leifasjoppu þegar í brýnu sló á milli hans og manns sem var með konunni. Vitni sem komu fyrir dóminn á þriðjudag sögðu að konan hefði beðið manninn sem varð fyrir stungusári um að fylgja sér til móts við Árna þar sem hún óttaðist hann í því ástandi sem hann væri þá í. Maðurinn fullyrti fyrir dómnum á þriðjudag að Árni hefði ráðist á hann. Þegar hann hafi ætlað að standa upp hafi hann fundið mikið högg aftan á höfðinu. Þegar hann sneri sér við hafi Árni staðið með hnífinn í hendinni. Árni hélt því hins vegar fram að maðurinn hefði sjálfur komið með hnífinn og ógnað sér. Hann hafi þurft að verja líf sitt og yfirbuga manninn. Þeir hafi fallið í jörðina en hann hafi ekki orðið var við að blætt hafi úr manninum. Maðurinn útilokaði það ekki fyrir dómi að hnífurinn hefði verið í buxunum hans og dottið úr þeim í átökunum. Fleiri vitni báru um að hann hefði farið með hnífinn út til móts við Árna. Á meðal annarra vitna sem eiga að koma fyrir dóminn í dag er maður sem Árni viðurkenndi í fyrsta skipti á þriðjudag að hafa lent í átökum við fyrr um kvöldið sem árásin átti sér stað. Bar hann vitni um að hafa þurft að verja sig með hafnaboltakylfu fyrir manninum sem var vopnaður hnífi. Það hafi verið vegna ágreinings þar sem Árni taldi manninn hafa stolið frá sér. Maðurinn sem hlaut stungusárið við Leifasjoppu sagðist aftur á móti hafa heyrt frá manninum sem Árni átti í átökum við að Árni hafi ráðist aftan að honum á heimili móður mannsins.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 „Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Sjá meira
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
„Hættur að kippa sér upp við svona atvik í Breiðholtinu“ Íbúar í grennd við Leifasjoppu þar sem Árni Gils Hjaltason er sakaður um tilraun til manndráps árið 2017 báru vitni um rifrildi og mögulegan eftirleik árásar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. september 2019 13:59