Stjarnan búin að draga kvennaliðið sitt úr keppni í tveimur deildum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 14:30 Dani Rodriguez spilar með KR í vetur en verður líka aðstoðarþjálfari stúlknaflokks, 10. flokks og 9. flokks hjá Stjörnunni. Vísir/Vilhelm Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu