Skipt um gírkassa og snúningsmótor í þyrlu Landhelgisgæslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 18:30 Unnið að viðgerð þyrlunnar hjá Landhelgisgæslunni í dag. Vísir/Arnar Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni. Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Landhelgisgæslan ætlar að láta skipta um gírkassa og snúningsmótor í nýlegri þyrlu sinni vegna málmagna sem hafa greinst í olíu hennar. Tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni segir óheppni að þetta komi upp svo stuttu eftir að þyrlan kom til landsins. Viðgerðin sé hluti af reglubundnu viðhaldi í samstarfi við framleiðanda. Nýju þyrlurnar tvær eru níu ára. Þær koma notaðar til landsins en Landhelgisgæslan leigir þær frá Noregi. Eir kom til landsins fyrir fjórum mánuðum og Gró í byrjun júlí. Gró hefur ekki verið tekin í gagnið og því hefur aðeins ein þyrla verið til taks hjá Landhelgisgæslunni eftir að Eir bilaði fyrir nokkrum dögum. „Við fengum boð um það að það voru málmagnir að koma úr rótorhausnum. Það eru sérstakir skynjarar sem nema það og láta okkur vita. Þetta er partur af venjulegu viðhaldi og hlutir sem við lendum reglulega í, bæði með þessar vélar og gömlu vélarnar. Það má segja að það sé ákveðin óheppni að lenda í þessu svona snemma með þessa,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.Skipta þarf um gírkasssa og snúningsmótor í TF-EIR samkvæmt ráðleggingum frá framleiðanda þyrlunnar.Vísir/ArnarVandamálið tók sig upp aftur eftir hreinsun Tvö alvarleg slys hafa orðið á þyrlum með gírkössum frá framleiðandanum Airbus. Fyrir ári hrapaði herþyrla í Suður-Kóreu. Aðeins einn af sex um borð lifði slysið af. Á myndbandi sést spaði losna af þyrlunni. Sams konar slys varð í Noregi fyrir þremur árum þegar 13 fórust. „Það er sérstaklega fylgst vel með þessu í þessum vélum. Almennt er fylgst vel með þessu í öllum þyrlum. Þetta er almennur búnaður í þyrlum því þær eru eðli málsins samkvæmt viðkvæmari heldur en flugvélar,“ segir Höskuldur hjá Landhelgisgæslunni. Höskuldur segir að þegar málmagnirnar hafi fyrst greinst í olíu hafi verið fylgt verklagi um hreinsun og áframhaldandi notkun þyrlunnar. En þegar vandamálið hafi tekið sig upp aftur og í meira mæli en áður hafi framleiðandi ráðlagt Landhelgisgæslunni að stöðva þyrluna og skipta um snúningsmótor og gírkassa hennar. Höskuldur segir brýnt að koma báðum nýju þyrlunum í gagnið. „Vissulega er þetta mjög erfitt og reynir mikið á alla áætlanagerð og mikið á alla starfsmenn. Þetta er ekkert einsdæmi, við höfum staðið frammi fyrir þessu áður, en erum að horfa vonandi til bjartari tíma núna þegar báðar þessar nýju vélar verða komnar í fullt gagn,“ segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni.
Airbus Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira