Skuldirnar greiddar í tæka tíð Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 18:15 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu