Stjórnarandstaðan boðar aðra vantrauststillögu gegn May Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:55 Miklar líkur eru taldar á að ríkisstjórn May fari í hundana. Vísir/EPA Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sjá meira
Talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum segir að sú stund gæti runnið upp að flokkurinn beri fram aðra vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra. Útgöngusamningi May var hafnað í þriðja skiptið í þinginu í fyrradag. Emily Thornberry, talsmaður Verkamannaflokksins, sagði Sky News-sjónvarpsstöðinni sagði augljóst að vantraust gæti komið til bráðlega. May stóð af sér vantrauststillögu í janúar, daginn eftir að útgöngusamningi hennar var hafnað í fyrsta skipti. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í breska þinginu frá upphafi. Bretar hafa frest til 12. apríl til að samþykkja útgöngusamningi eða óska eftir langri frestun á útgöngunni. Að öðrum kosti þurfa þeir að ganga úr án samnings eftir rétt tæpar tvær vikur. Dagblaðið Sunday Times heldur því fram í dag að vaxandi líkur séu á því að May velji þann kost að boða til þingkosninga. Komi hún útgöngusamningi ekki í gegnum þingið á næstu dögum sé hætta á að ríkisstjórn hennar liðist í sundur. Að minnsta kosti sex ráðherrar sem styðja aðild að ESB séu tilbúnir að segja af sér ákveði hún að ganga úr ESB án samnings. Önnur fylking innan ráðherraliðsins sé á sama tíma tilbúin að segja af sér telji hún May ekki ganga nógu langt í að rjúfa tengslin við Evrópu. Breskir kjósendur mega þó ekki eiga von á mikilli stefnubreytingu hrökklist ríkisstjórn May frá og Verkamannaflokkurinn taki við. Thornberry sagði líklegt að undir stjórn flokksins myndi Bretland halda sig við þá stefnu að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54 Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Fleiri fréttir Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sjá meira
May gæti lagt útgöngusamning sinn fyrir í fjórða sinn Að óbreyttu þurfa Bretar að ganga úr ESB án samnings 12. apríl eða óska eftir langtímafrestun á útgöngunni. 30. mars 2019 09:54
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49