Forsætisráðherra hefur þungar áhyggjur af stöðunni í kjaraviðræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2019 13:57 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðhrera, hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst hafa þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin í kjaraviðræðum á almenna vinnumarkaðnum. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR hefjast á föstudaginn en félögin slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í síðasta mánuði. Í þessari viku hefur svo slitnað upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins og SA sem og viðræðum Landssambands íslenskra verslunarmanna við SA. Aðgerðahópur SGS kom saman í gær til að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en verði þær samþykktar af öllum 16 aðildarfélögunum gætu þær hafist í lok apríl eða byrjun maí hafi samningar ekki verið undirritaðir. Bæði fulltrúar atvinnurekenda sem og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst stöðunni sem grafalvarlegri. „Ég hef auðvitað þungar áhyggjur af þeirri stöðu og hvet auðvitað aðila til þess að halda áfram að tala saman og skoða allar leiðir sem eru í boði til þess að leysa þessi mál farsællega. Ég vona auðvitað að komist verði hjá harðvítugum átökum þó að ég hafi að sjálfsögðu áhyggjur af stöðunni,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum, til að mynda í húsnæðismálum og skattkerfisbreytingar. Spurð út í það hvort það komi til greina af hálfu stjórnvalda að ganga eitthvað lengra í aðgerðum segir Katrín: „Við höfum kynnt hluta af því sem við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna. Við höfum sömuleiðis verið að eiga óformleg samtöl um aðra þætti sem þjóna því markmið að bæta hér lífskjör og greiða þá þannig fyrir kjarasamningum. Þau samtöl hafa gengið ágætlega en eins og staðan er núna þá held ég að mikilvægt sé að fulltrúar atvinnurekenda og launafólks finni leiðir til þess að samtal þeirra geti haldið áfram.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira