Telur hagkerfið vel í stakk búið til að takast á við þá áskorun sem fall WOW air er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. mars 2019 11:22 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir fall WOW air áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það séu vonbrigði að flugfélagið WOW air hafi hætt starfsemi. Stjórnvöld hafi fylgst með örðugleikum félagsins og að sjálfsögðu bundið vonir við að félagið kæmist í gegnum storminn. „Fyrst og fremst er auðvitað hugur okkar hjá því starfsfólki sem nú er í þessari erfiðu stöðu, starfsfólki félagsins og því fólki sem hefur byggt afkomu sína á starfsemi félagsins, auðvitað er þetta mikið áfall fyrir þau.“ Katrín segir að fall WOW air sé áskorun fyrir íslenskt efnahagslíf en íslenskt hagkerfi hafi sjaldan verið eins vel í stakk búið til að takast á við slíka áskorun. „Hér hafa skuldir ríkissjóðs verið lækkaðar með markvissum hætti, aukinn þjóðhagslegur sparnaður, forðum hefur verið safnað og lánakjör ríkisins aldrei betri. Þannig að ég held að við séum að fullvel í stakk búin til að takast á við þessa áskorun og horfa til framtíðar,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu að loknum ráðherrafundi í morgun. Greint hefur verið frá því að viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna WOW air hafi verið virkjuð. Hún felst meðal annars í því að koma þeim farþegum sem nú eru strandaglópar á milli staða. „Þar eru ákveðnir hlutir sem eru settir í gang, það eru boðin tiltekin björgunarfargjöld til flugfarþega til þess að komast á milli staða. Þannig að það er annars vegar hlutverk stjórnvalda og síðan munum við auðvitað endurmeta okkar áætlanir. Hins vegar gerir sú fjármálaáætlun sem við erum að ræða núna í þinginu ráð fyrir kólnun í hagkerfinu þar sem við erum meðal annars að leggja aukna áherslu á opinberar fjárfestingar til að vega upp á móti þeim slaka sem þetta getur valdið“ sagði Katrín en Viðtal Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, við Katrínu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Ríkisstjórnin um fall WOW: „Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma“ Ríkisstjórnin hefur lýst yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air til að tryggja rekstur félagsins hafi ekki skilað árangri. 28. mars 2019 10:50
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42