Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 73-84 │Valur jafnaði Stjörnuna að stigum Axel Örn Sæmundsson í Mathús Garðabæjarhöllinni skrifar 19. desember 2018 21:00 Vísir/vilhelm Í kvöld mættust lið Stjörnunnar og Vals í 13.umferð Dominos deildar kvenna. Bæði lið voru búin að spila flottan körfubolta í síðustu umferðum og sátu þau hlið við hlið í töflunni en Stjarnan var í 4.sæti með 14 stig á meðan Valsarar sátu í 5.sæti með 12 stig. Fyrsti leikhluti fór hrikalega vel af stað hjá Völsurum en þær náðu að slíta sig aðeins frá Stjörnunni og því var Stjarnan farin að elta. Stjörnukonur hleyptu þeim þó ekki of langt frá sér og náðu að koma þessu niður í fjögur stig þegar að fyrsta leikhluta lauk. 13-17 Val í vil. Annar leikhluti hófst alveg eins og sá fyrsti en Valsarar settu niður nokkrar körfur í röð og náðu sér mest í 12 stiga forystu en Stjörnukonur gáfust ekkert upp og héldu áfram að leggja sig allar fram sem skilaði sér svo með því að undir lok 2.leikhluta þá jafna Stjörnukonur en leikhlutinn endar með flottum þrist hjá Valsliðinu. Stjarnan var ekki búin að leiða einu sinni í leiknum þarna. Þriðji leikhluti var hrikalega skemmtilegur. Bæði lið skiptust á að skora og varð aldrei mikill munur á þeim. Stjörnukonur náðu ekki ennþá að komast yfir í leiknum en náðu margoft að koma leiknum niður í 2 stig en komust ekki yfir þann þröskuld. Staðan í lok þriðja leikhluta var 55-60 Val í vi log ljóst að 4.leikhluti var að fara að vera hrikalega spennandi! Þetta virtist einfaldlega vera sama tuggan allan leikinn. Stjörnukonur gerðu allt hvað þær gátu til að komast inní leikinn og yfir en náðu því ekki og svo tóku Valskonur sterkan tveggja mínútu kafla í leikhlutanum sem þær gerðu út um þetta og náðu sér í góða forystu. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Vals 73-84.Það var hart barist í kvöld.vísir/vilhelmAf hverju vann Valur? Þær voru aðeins grimmari og spiluðu vel. Tengdu vel á milli varnar og sóknar og refsuðu ef þær fengu tækifæri til.Hverjar stóðu uppúr? Helena stendur uppúr hjá Val en hún endar leikinn með 24 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar sem gefur henni “triple-double”. Frábær leikmaður. Hjá Stjörnunni stendur Danielle uppúr með 31 stig og flotta frammistöðu hér í kvöld. Ofboðslega góð að skapa sér sín eigin færi. Einn leikmaður sem fær allt mitt hrós er hinsvegar Alexandra Eva. Sú spilaði flotta vörn hérna í dag og gaf Heather Butler ekki tommu eftir.Hvað gekk illa? Það var svosem fátt sem gekk rosalega illa. En það sem má bara helst benda á er að Stjörnukonum gekk mjög illa að komast yfir. Þeim tókst það aldrei í leiknum þrátt fyrir að komast oft mjög nálægt Valsliðinu þá bara náðu þær ekki að yfirstíga þennan þröskuld.Hvað gerist næst? Það sem gerist næst er gott jólafrí! En annars eiga Stjörnukonur Breiðablik í næstu umferð í Kópavogi á meðan að Valskonur fá Snæfellinga í heimsókn. Báðir leikir fara fram 5.janúar árið 2019.Helena var öflug eins og svo oft áður í kvöld.vísir/vilhelmHelena: Liðið spilaði mjög vel í dag „Liðið spilaði bara mjög vel í dag og við erum mjög ánægðar að hafa klárað þennan leik og komist í úrslitakeppnissæti” Með þessum sigri Valsliðsins komst það upp í úrslitakeppnis sæti í Dominos deild kvenna. „Við eigum klárlega heima í úrslitakeppninni og var þetta stórt skref fyrir okkur að vinna þennan leik og komast upp fyrir Stjörnuna og í þetta úrslitakeppnissæti.” Helena er eins og flestir vita Haukamanneskja í húð og hár en tók þá ákvörðun í ár að taka slaginn með Val. Aðspurð út í það hvernig henni líkar það að vera í Val svaraði hún. „Mér líkar þetta bara hrikalega vel, stelpurnar flottar og liðið mjög flott. Haukar og Ásvellis verða alltaf mitt “second home” en ég kann mjög vel við mig hjá Val og hlakka til komandi tíma.”Pétur lifir sig inn í hlutina í kvöld.vísir/vilhelmPétur: Ég er bara svekktur að hafa tapað „Ég er bara svekktur að hafa tapað“ sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap gegn Val hér í kvöld. „Mér fannst við vera spila mjög vel og þetta var jafn leikur þangað til hérna í lokin þegar þær setja niður nokkrar stórar körfur og klára leikinn”. Stjörnuliðið spilaði ágætlega hér í kvöld og misstu Valsara aldrei langt á undan sér nema rétt undir lokin. „Þetta var leikur sem bæði lið þurftu að vinna og Valur stóð uppi sem sigurvegari hérna í kvöld.”Darri var nokkrum sinnum ósáttur með dómarana í kvöld.vísir/vilhelmDarri: Mér fannst við ekki vera neitt sérlega góðar hérna í kvöld „Mér fannst við ekki vera neitt sérlega góðar hérna í kvöld” sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Vals eftir sigur gegn Stjörnunni hér í kvöld. Darra fannst sitt lið ekki spila sinn besta leik hérna í kvöld en þær komust engu að síður upp með það. „Stjörnuliðið spilaði mjög vel hérna í kvöld og við áttum alveg í erfiðleikum með þær hérna á köflum en blessunarlega náðum við að klára þetta þrátt fyrir ekki okkar bestu frammistöðu”. Danielle Rodriquez einn af bestu leikmönnum Stjörnuliðsins skoraði 31 stig í kvöld en upplegg Vals liðsins fyrir leikinn var að hægja á henni og koma henni út úr sínum leik. „Hún er bara ofboðslega góð og þó hún skori hérna helling af stigum þá þurfti hún nú að hafa ágætlega fyrir þeim. Við náðum að hægja aðeins á henni í seinni hálfleik, hún var að skjóta aðeins verr í seinni en já þrátt fyrir 31 stig þá gekk þetta bara fínt.” Darri lét dómara leiksins aðeins fara í taugarnar á sér og sást alveg upp í stúku að hann var oft mjög hissa á ákvörðunum dómara. „Dómararnir eru mennskir, þeir gera mistök eins og leikmenn og eins og ég. Ég verð frekar fúll þegar ég fékk tæknivilluna dæmda á mig og fannst margir dómar vera fremur skrýtnir en það kom ekki að sök og þá veltum við okkur ekki uppúr því meir.” Dominos-deild kvenna
Í kvöld mættust lið Stjörnunnar og Vals í 13.umferð Dominos deildar kvenna. Bæði lið voru búin að spila flottan körfubolta í síðustu umferðum og sátu þau hlið við hlið í töflunni en Stjarnan var í 4.sæti með 14 stig á meðan Valsarar sátu í 5.sæti með 12 stig. Fyrsti leikhluti fór hrikalega vel af stað hjá Völsurum en þær náðu að slíta sig aðeins frá Stjörnunni og því var Stjarnan farin að elta. Stjörnukonur hleyptu þeim þó ekki of langt frá sér og náðu að koma þessu niður í fjögur stig þegar að fyrsta leikhluta lauk. 13-17 Val í vil. Annar leikhluti hófst alveg eins og sá fyrsti en Valsarar settu niður nokkrar körfur í röð og náðu sér mest í 12 stiga forystu en Stjörnukonur gáfust ekkert upp og héldu áfram að leggja sig allar fram sem skilaði sér svo með því að undir lok 2.leikhluta þá jafna Stjörnukonur en leikhlutinn endar með flottum þrist hjá Valsliðinu. Stjarnan var ekki búin að leiða einu sinni í leiknum þarna. Þriðji leikhluti var hrikalega skemmtilegur. Bæði lið skiptust á að skora og varð aldrei mikill munur á þeim. Stjörnukonur náðu ekki ennþá að komast yfir í leiknum en náðu margoft að koma leiknum niður í 2 stig en komust ekki yfir þann þröskuld. Staðan í lok þriðja leikhluta var 55-60 Val í vi log ljóst að 4.leikhluti var að fara að vera hrikalega spennandi! Þetta virtist einfaldlega vera sama tuggan allan leikinn. Stjörnukonur gerðu allt hvað þær gátu til að komast inní leikinn og yfir en náðu því ekki og svo tóku Valskonur sterkan tveggja mínútu kafla í leikhlutanum sem þær gerðu út um þetta og náðu sér í góða forystu. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Vals 73-84.Það var hart barist í kvöld.vísir/vilhelmAf hverju vann Valur? Þær voru aðeins grimmari og spiluðu vel. Tengdu vel á milli varnar og sóknar og refsuðu ef þær fengu tækifæri til.Hverjar stóðu uppúr? Helena stendur uppúr hjá Val en hún endar leikinn með 24 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar sem gefur henni “triple-double”. Frábær leikmaður. Hjá Stjörnunni stendur Danielle uppúr með 31 stig og flotta frammistöðu hér í kvöld. Ofboðslega góð að skapa sér sín eigin færi. Einn leikmaður sem fær allt mitt hrós er hinsvegar Alexandra Eva. Sú spilaði flotta vörn hérna í dag og gaf Heather Butler ekki tommu eftir.Hvað gekk illa? Það var svosem fátt sem gekk rosalega illa. En það sem má bara helst benda á er að Stjörnukonum gekk mjög illa að komast yfir. Þeim tókst það aldrei í leiknum þrátt fyrir að komast oft mjög nálægt Valsliðinu þá bara náðu þær ekki að yfirstíga þennan þröskuld.Hvað gerist næst? Það sem gerist næst er gott jólafrí! En annars eiga Stjörnukonur Breiðablik í næstu umferð í Kópavogi á meðan að Valskonur fá Snæfellinga í heimsókn. Báðir leikir fara fram 5.janúar árið 2019.Helena var öflug eins og svo oft áður í kvöld.vísir/vilhelmHelena: Liðið spilaði mjög vel í dag „Liðið spilaði bara mjög vel í dag og við erum mjög ánægðar að hafa klárað þennan leik og komist í úrslitakeppnissæti” Með þessum sigri Valsliðsins komst það upp í úrslitakeppnis sæti í Dominos deild kvenna. „Við eigum klárlega heima í úrslitakeppninni og var þetta stórt skref fyrir okkur að vinna þennan leik og komast upp fyrir Stjörnuna og í þetta úrslitakeppnissæti.” Helena er eins og flestir vita Haukamanneskja í húð og hár en tók þá ákvörðun í ár að taka slaginn með Val. Aðspurð út í það hvernig henni líkar það að vera í Val svaraði hún. „Mér líkar þetta bara hrikalega vel, stelpurnar flottar og liðið mjög flott. Haukar og Ásvellis verða alltaf mitt “second home” en ég kann mjög vel við mig hjá Val og hlakka til komandi tíma.”Pétur lifir sig inn í hlutina í kvöld.vísir/vilhelmPétur: Ég er bara svekktur að hafa tapað „Ég er bara svekktur að hafa tapað“ sagði Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir tap gegn Val hér í kvöld. „Mér fannst við vera spila mjög vel og þetta var jafn leikur þangað til hérna í lokin þegar þær setja niður nokkrar stórar körfur og klára leikinn”. Stjörnuliðið spilaði ágætlega hér í kvöld og misstu Valsara aldrei langt á undan sér nema rétt undir lokin. „Þetta var leikur sem bæði lið þurftu að vinna og Valur stóð uppi sem sigurvegari hérna í kvöld.”Darri var nokkrum sinnum ósáttur með dómarana í kvöld.vísir/vilhelmDarri: Mér fannst við ekki vera neitt sérlega góðar hérna í kvöld „Mér fannst við ekki vera neitt sérlega góðar hérna í kvöld” sagði Darri Freyr Atlason þjálfari Vals eftir sigur gegn Stjörnunni hér í kvöld. Darra fannst sitt lið ekki spila sinn besta leik hérna í kvöld en þær komust engu að síður upp með það. „Stjörnuliðið spilaði mjög vel hérna í kvöld og við áttum alveg í erfiðleikum með þær hérna á köflum en blessunarlega náðum við að klára þetta þrátt fyrir ekki okkar bestu frammistöðu”. Danielle Rodriquez einn af bestu leikmönnum Stjörnuliðsins skoraði 31 stig í kvöld en upplegg Vals liðsins fyrir leikinn var að hægja á henni og koma henni út úr sínum leik. „Hún er bara ofboðslega góð og þó hún skori hérna helling af stigum þá þurfti hún nú að hafa ágætlega fyrir þeim. Við náðum að hægja aðeins á henni í seinni hálfleik, hún var að skjóta aðeins verr í seinni en já þrátt fyrir 31 stig þá gekk þetta bara fínt.” Darri lét dómara leiksins aðeins fara í taugarnar á sér og sást alveg upp í stúku að hann var oft mjög hissa á ákvörðunum dómara. „Dómararnir eru mennskir, þeir gera mistök eins og leikmenn og eins og ég. Ég verð frekar fúll þegar ég fékk tæknivilluna dæmda á mig og fannst margir dómar vera fremur skrýtnir en það kom ekki að sök og þá veltum við okkur ekki uppúr því meir.”
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu