Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 83-89 | Keflavík heldur í við toppliðin Gunnhildur Lind Hansdóttir skrifar 3. desember 2018 20:45 Brittanny var frábær í kvöld eins og alltaf. Vísir/Daníel Keflvíkingar gerðu sér góða ferð í Borgarnes er þær sigruðu Skallagrímsstúlkur í 10. umferð Domino’s deildar í fjörugum leik í kvöld. Leikurinn átti að fara fram síðastliðinn miðvikudag en var frestað vegna veðurs. Töluvert umtal var búið að vera í kringum Skallagrímsliðið fyrir leikinn þar sem fyrrum þjálfari Borgnesinga hafði verið rekinn nokkuð óvænt frá félaginu fyrir sléttri viku. Flestir hefðu búist við vængbrotnu liði heimastúlkna en það var alls ekki upp á teningnum. Skallagrímsstúlkur komu ákveðnar til leiks og létu Keflvíkinga hafa fyrir öllu sínu. Leikurinn byrjaði hálf skringilega en mætti líkja honum við taktlausa manneskju á dansgólfi. Þrátt fyrir körfur þá vantaði þetta körfuboltaflæði sem gerir leikinn skemmtilegan hjá báðum liðum. Þegar leið á leikinn komust liðin inn í leikinn og voru leikmenn einkum í stuði fyrir utan þriggja stiga línuna með skemmtilegum körfum inn á milli undir körfunni. Hálfleikstölur endurspegluðu leik liðanna sem var jafn og skemmtilegur og leiddi Skallagrímur með fjórum stigum þegar gengið var til klefa. Síðari hálfleikur var sveiflukenndur. Þriðji leikhluti var virkilega fjörugur þar sem lið skiptust á að skora sín á milli. Fjórðungurinn endaði svo með góðri atlögu Shequilu og Breezy Blair fyrir Skallagrím rétt undir lokin sem skoruðu sitthvort sex stigin til að koma heimastúlkum í þægilegt sjö stiga forskot. Gestirnir byrjuðu loka leikhlutann vel og byrjuðu strax að saxa á forskotið. Alltaf náði þó Skallagrímur að halda forskotinu en þegar um fjórar og hálf mínúta var eftir af leiktíma, þjöppuðu Keflvíkingar vörnina sína og skelltu í lás. Í kjölfarið datt Brittanny Dinkins í stuð og setti átta stig í röð niður og kom þannig sínu liði yfir. Var þessi örstutti slæmi kafli hjá Skallagrími og góður kafli hjá Suðurnesjastúlkum sem réði úrslitunum en leikurinn hefði hæglega getað dottið beggja megin. Lokatölur 83-89 fyrir Keflavík.Af hverju vann Keflavík? Brittanny Dinkins á stóran þátt í sigri gestanna en hún hélt lífi í sóknarleik sinna stúlkna þegar mest reyndi á. Þrátt fyrir það þá stilltu Keflvíkingar í þétta vörn, héldu haus í lokin og sigu hægt og rólega framúr á lokasprettinum. Góður liðssigur hjá bláklæddu stúlkunum. Aftur á móti litu Skallagrímsstúlkur vel út í kvöld. Það skein af þeim leikgleði og augljóst að þær hafa nýtt tímann í að þjappa liðsheildinni saman. Þær létu gestina svo sannarlega vinna fyrir stigunum tveim.Hverjir stóðu uppúr? Brittanny Dinkins var virkilega góð í sínu liði og fór sem fyrr segir, fyrir sóknarleik gestanna. Hún var að daðra við þrennuna, skoraði 38 stig, tók 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir var einnig dugleg í kvöld. Hún skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Skallagrími þá voru Þær Shequila og Maja hlutskarpastar í sínu liði. Shequila skoraði 25 stig og reif niður 21 frákast hvorki meira né minna, þar af 12 sóknarfráköst. Maja skoraði oft þegar vantaði stig á töfluna en hún endaði leika með 20 stig og 5 stoðsendingar. Breezy Blair var einnig flott í kvöld.Hvað gekk illa? Það var ekkert sem var áberandi slæmt hér í kvöld. Það vantaði kannski upp á að halda haus þegar mest reyndi á hjá heimastúlkum, þá sérstaklega á lokasprettinum því leikurinn hefði hæglega getað endað þeirra megin í kvöld. Svo fór sem fór og náðu Keflvíkingar sér í mikilvæg 2 stig og eru þær þannig komnar á par við topplið Snæfells og KR.Hvað gerist næst? Suðurnesjastúlkur fá til sín Hauka í heimsókn í næstu umferð á meðan Skallagrímur taka rúntinn í Garðabæinn til Stjörnunnar.Jón Guðmunds: Varnarleikurinn síðustu mínúturnar skóp sigurinn Jón var að vonum ánægður með stigin tvö að leik loknum en oft er Fjósið talinn einn erfiðasti heimavöllur að sækja í deildinni. Mætti líkja vellinum við sjötta leikmanninn. „Fyrst og fremst að koma hingað í Borgarnes og vinna er sterkt. Mér er alveg sama hvar Skallagrímur er á töflunni í deildinni. Það er auka atriði. Að koma hingað er alltaf erfitt, ég þekki það bæði með karlaliðið og kvennaliðið. Þær varla klikkuðu úr skoti í fyrri hálfleik og það var erfitt að eiga við þær,” segir Jón í samtali við blaðamann vísis og segir að auku hafa verið hissa á því að ekki munaði meira á liðunum þegar gengið var til hálfleiks. Skallagrímsstúlkur voru yfir þegar síðasti fjórðungur byrjaði en hægt og rólega komust Keflavík yfir áður en þær tóku öll völd. „Sóknarlega var Brittanny klárlega sem kláraði þetta fyrir okkur. En, varnarleikurinn hjá liðinu síðustu sjö mínúturnar skóp sigurinn. Ég tel að Skallagrímsliðið sé betra en það sem taflan segir og þær sýndu það svo sannarlega í kvöld. Leikurinn gat hæglega farið þeirra megin,” segir Keflavíkurþjálfarinn að lokum.Guðrún Ámundadóttir: Stolt af mínum stelpum Guðrún Ámundadóttir hefur tekið hlutverk þjálfara hjá Skallagrímsliðinu síðan Ari fór frá og var hún stolt af sínum stelpum að leik loknum þrátt fyrir óhagstæð úrslit. „Ég er gríðarlega stolt af stelpunum og hvernig þær komu til leiks. Það er eins og það hafi verið allt annað lið á vellinum en hefur verið í allann vetur. Baráttan og grimmdin var flott!” Segir Guðrún stolt eftir leik. Eins og margoft hefur komið fram hefði leikurinn getað dottið beggja megin en hvað var það sem réð úrslitum? „Það voru kannski fimm mínútur sem við spiluðum illa, stöðnuðum aðeins. Engu að síður er ég hrikalega stolt af mínu liði. Við erum búin að nýta tímann okkar vel til að þjappa okkur saman. Við töluðum saman og fórum vel yfir það sem að vantaði í liðið,” útskýrir hún. En hvað var það sem vantaði í liðið? „Það vantaði samheldni og það að við erum að gera þetta fyrir hvor aðra og spila með hjartanu. Ég er búin að leggja sérstaka áherslu á vörnina á æfingum. Það skilaði sér líka en því miður datt þetta ekki okkar megin í kvöld. Eitt skot til eða frá, þetta hefði getað dottið okkar megin, vorum bara aðeins óheppnar og stressaðar í lokin sem er eðlilegt. Við eigum fullt erindi í deildinni og ætlum að reyna að hífa okkur upp. Ég er hrikalega stolt af stelpunum og hvað við unnum vel sem lið hér í kvöld,” segir Guðrún að endingu. Dominos-deild kvenna
Keflvíkingar gerðu sér góða ferð í Borgarnes er þær sigruðu Skallagrímsstúlkur í 10. umferð Domino’s deildar í fjörugum leik í kvöld. Leikurinn átti að fara fram síðastliðinn miðvikudag en var frestað vegna veðurs. Töluvert umtal var búið að vera í kringum Skallagrímsliðið fyrir leikinn þar sem fyrrum þjálfari Borgnesinga hafði verið rekinn nokkuð óvænt frá félaginu fyrir sléttri viku. Flestir hefðu búist við vængbrotnu liði heimastúlkna en það var alls ekki upp á teningnum. Skallagrímsstúlkur komu ákveðnar til leiks og létu Keflvíkinga hafa fyrir öllu sínu. Leikurinn byrjaði hálf skringilega en mætti líkja honum við taktlausa manneskju á dansgólfi. Þrátt fyrir körfur þá vantaði þetta körfuboltaflæði sem gerir leikinn skemmtilegan hjá báðum liðum. Þegar leið á leikinn komust liðin inn í leikinn og voru leikmenn einkum í stuði fyrir utan þriggja stiga línuna með skemmtilegum körfum inn á milli undir körfunni. Hálfleikstölur endurspegluðu leik liðanna sem var jafn og skemmtilegur og leiddi Skallagrímur með fjórum stigum þegar gengið var til klefa. Síðari hálfleikur var sveiflukenndur. Þriðji leikhluti var virkilega fjörugur þar sem lið skiptust á að skora sín á milli. Fjórðungurinn endaði svo með góðri atlögu Shequilu og Breezy Blair fyrir Skallagrím rétt undir lokin sem skoruðu sitthvort sex stigin til að koma heimastúlkum í þægilegt sjö stiga forskot. Gestirnir byrjuðu loka leikhlutann vel og byrjuðu strax að saxa á forskotið. Alltaf náði þó Skallagrímur að halda forskotinu en þegar um fjórar og hálf mínúta var eftir af leiktíma, þjöppuðu Keflvíkingar vörnina sína og skelltu í lás. Í kjölfarið datt Brittanny Dinkins í stuð og setti átta stig í röð niður og kom þannig sínu liði yfir. Var þessi örstutti slæmi kafli hjá Skallagrími og góður kafli hjá Suðurnesjastúlkum sem réði úrslitunum en leikurinn hefði hæglega getað dottið beggja megin. Lokatölur 83-89 fyrir Keflavík.Af hverju vann Keflavík? Brittanny Dinkins á stóran þátt í sigri gestanna en hún hélt lífi í sóknarleik sinna stúlkna þegar mest reyndi á. Þrátt fyrir það þá stilltu Keflvíkingar í þétta vörn, héldu haus í lokin og sigu hægt og rólega framúr á lokasprettinum. Góður liðssigur hjá bláklæddu stúlkunum. Aftur á móti litu Skallagrímsstúlkur vel út í kvöld. Það skein af þeim leikgleði og augljóst að þær hafa nýtt tímann í að þjappa liðsheildinni saman. Þær létu gestina svo sannarlega vinna fyrir stigunum tveim.Hverjir stóðu uppúr? Brittanny Dinkins var virkilega góð í sínu liði og fór sem fyrr segir, fyrir sóknarleik gestanna. Hún var að daðra við þrennuna, skoraði 38 stig, tók 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Bryndís Guðmundsdóttir var einnig dugleg í kvöld. Hún skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Skallagrími þá voru Þær Shequila og Maja hlutskarpastar í sínu liði. Shequila skoraði 25 stig og reif niður 21 frákast hvorki meira né minna, þar af 12 sóknarfráköst. Maja skoraði oft þegar vantaði stig á töfluna en hún endaði leika með 20 stig og 5 stoðsendingar. Breezy Blair var einnig flott í kvöld.Hvað gekk illa? Það var ekkert sem var áberandi slæmt hér í kvöld. Það vantaði kannski upp á að halda haus þegar mest reyndi á hjá heimastúlkum, þá sérstaklega á lokasprettinum því leikurinn hefði hæglega getað endað þeirra megin í kvöld. Svo fór sem fór og náðu Keflvíkingar sér í mikilvæg 2 stig og eru þær þannig komnar á par við topplið Snæfells og KR.Hvað gerist næst? Suðurnesjastúlkur fá til sín Hauka í heimsókn í næstu umferð á meðan Skallagrímur taka rúntinn í Garðabæinn til Stjörnunnar.Jón Guðmunds: Varnarleikurinn síðustu mínúturnar skóp sigurinn Jón var að vonum ánægður með stigin tvö að leik loknum en oft er Fjósið talinn einn erfiðasti heimavöllur að sækja í deildinni. Mætti líkja vellinum við sjötta leikmanninn. „Fyrst og fremst að koma hingað í Borgarnes og vinna er sterkt. Mér er alveg sama hvar Skallagrímur er á töflunni í deildinni. Það er auka atriði. Að koma hingað er alltaf erfitt, ég þekki það bæði með karlaliðið og kvennaliðið. Þær varla klikkuðu úr skoti í fyrri hálfleik og það var erfitt að eiga við þær,” segir Jón í samtali við blaðamann vísis og segir að auku hafa verið hissa á því að ekki munaði meira á liðunum þegar gengið var til hálfleiks. Skallagrímsstúlkur voru yfir þegar síðasti fjórðungur byrjaði en hægt og rólega komust Keflavík yfir áður en þær tóku öll völd. „Sóknarlega var Brittanny klárlega sem kláraði þetta fyrir okkur. En, varnarleikurinn hjá liðinu síðustu sjö mínúturnar skóp sigurinn. Ég tel að Skallagrímsliðið sé betra en það sem taflan segir og þær sýndu það svo sannarlega í kvöld. Leikurinn gat hæglega farið þeirra megin,” segir Keflavíkurþjálfarinn að lokum.Guðrún Ámundadóttir: Stolt af mínum stelpum Guðrún Ámundadóttir hefur tekið hlutverk þjálfara hjá Skallagrímsliðinu síðan Ari fór frá og var hún stolt af sínum stelpum að leik loknum þrátt fyrir óhagstæð úrslit. „Ég er gríðarlega stolt af stelpunum og hvernig þær komu til leiks. Það er eins og það hafi verið allt annað lið á vellinum en hefur verið í allann vetur. Baráttan og grimmdin var flott!” Segir Guðrún stolt eftir leik. Eins og margoft hefur komið fram hefði leikurinn getað dottið beggja megin en hvað var það sem réð úrslitum? „Það voru kannski fimm mínútur sem við spiluðum illa, stöðnuðum aðeins. Engu að síður er ég hrikalega stolt af mínu liði. Við erum búin að nýta tímann okkar vel til að þjappa okkur saman. Við töluðum saman og fórum vel yfir það sem að vantaði í liðið,” útskýrir hún. En hvað var það sem vantaði í liðið? „Það vantaði samheldni og það að við erum að gera þetta fyrir hvor aðra og spila með hjartanu. Ég er búin að leggja sérstaka áherslu á vörnina á æfingum. Það skilaði sér líka en því miður datt þetta ekki okkar megin í kvöld. Eitt skot til eða frá, þetta hefði getað dottið okkar megin, vorum bara aðeins óheppnar og stressaðar í lokin sem er eðlilegt. Við eigum fullt erindi í deildinni og ætlum að reyna að hífa okkur upp. Ég er hrikalega stolt af stelpunum og hvað við unnum vel sem lið hér í kvöld,” segir Guðrún að endingu.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu