Dómur fellur yfir Thomasi Møller Olsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:11 Thomas Møller Olsen huldi ekki andlit sitt í Landsrétti eins og hann gerði þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30
Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00