Innlent

Fleiri gular við­varanir á kjör­dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Kortið á vef Veðurstofunar er skærgult að stórum hluta og ekki vegna þess að þar sé von á sól og blíðu. Gular veðurviðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins á kjördag.
Kortið á vef Veðurstofunar er skærgult að stórum hluta og ekki vegna þess að þar sé von á sól og blíðu. Gular veðurviðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins á kjördag. Veðurstofa Íslands

Gular veðurviðvaranir verða í gildi á stórum hluta landsins á kjördag á morgun. Veðurspáin hefur aukið ásókn í utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Austurlandi en nú hafa viðvaranir vegna hríðar á norðanverðu landinu bæst við.

Fyrstu viðvaranirnar taka gildi á Suðurausturlandi og Austfjörðum síðdegis og í kvöld. Á Suðuraustulandi er gert ráð fyrir hríð, lélegum akstursskilyrðum og mögulegri ófærð á vegum fram til klukkan 16:00 á kjördag en síðan norðan hvassviðri eða stormi fram á sunnudagsmorgun. Á Austfjörðum er einnig varað við hríðarveðri fram á sunnudagsmorgun.

Nú er einnig spáð hríð og mögulegum samgöngustruflunum á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og Ströndum frá miðjum degi á morgun og fram á kosninganótt. Gular viðvaranir vegna þess voru gefna út nú eftir hádegi.

Á Austurlandi kusu helmingi fleiri utan kjörfundar í morgun en í öðrum kjördæmum og sagði sýslumaður þar í hádegisfréttum Bylgjunnar að slæm veðurspá á kjördag hefði áhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×