Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum 4. september 2018 16:58 Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu. vísir/vilhelm HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00