Skipverjarnir áttu ekki að leggja blómsveig á leiði Birnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 15:09 Þá hefur blátt bann verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. vísir/stefán Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56