Innlendar fréttir ársins 2017: Kynferðisbrot, knattspyrna og kosningar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. desember 2017 10:00 Það var mikið um alvarlegar fréttir á árinu. En Íslendingar fögnuðu stóru sigrunum einnig og þar hjálpaði íslenska karlalandsliðið í knattspryni mikið til. Það er óhætt að segja að árið sem er að líða hafi verið viðburðaríkt þegar litið er á innlendar fréttir. Leitin að Birnu Brjánsdóttur heltók þjóðina í byrjun árs um sama leyti og ný ríkisstjórn tók við völdum. Í lok árs hafði ríkisstjórnin fallið í skugga hneykslis og Íslendingar gengu til alþingiskosninga í þriðja skiptið síðan árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir þær innlendu fréttir sem vöktu hvað mesta athygli lesenda Vísis á árinu, en listinn er langt frá því að vera tæmandi.Stúlkan sem snerti streng í hjarta þjóðarinnar Leitin að Birnu Brjánsdóttur og dauði hennar hélt þjóðinni í heljargreipum í byrjun árs. Birna var aðeins tuttugu ára gömul þegar hún lést þann 14. janúar. Birnu var leitað í heila viku og var leitin að henna sú umfangsmesta í Íslandssögunni. Almenningur tók virkan þátt í leitinni og var það til dæmis almennur borgari sem fann skó Birnu við höfnina í Hafnarfirði tveimur dögum eftir að hún hvarf. Reyndist sá fundur afar mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Gríðarlegur fjöldi fólks fylgdist með beinni útsendingu þegar togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði þann 18. janúar og tveir skipverjar voru handteknir, en öðrum var seinna sleppt úr haldi.Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar. Þjóðin syrgði þessa ungu stúlku og gengu þúsundir manna niður laugaveg þann 28. janúar til að minnast hennar. Fjölmargir kveiktu á kertum og lögðu blóm við Laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast á lífi auk þess sem margir lögðu blóm og kerti á Arnarhól. Þann 29. september var Thomas Moller Olsen, þrítugur Grænlendingur, dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Birnu bana og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Málið sem felldi ríkisstjórn Þann 15. júní féllst Hæstiréttur á það að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem hét áður Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og að hann fengi að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Í kjölfarið hófst atburðarás sem felldi ríkisstjórn eftir tíu mánuði í starfi. Forseti Íslands hafði þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru að tillögu þáverandi innanríkisráðherra Ólafar Nordal og þannig öðlaðist Róbert óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Róbert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á unglingsaldri. Þann sama dag fékk Hjalti Sigurjón Hauksson einnig uppreist æru. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.Nína Rún, Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín lengst til hægri eru allar þolendur Roberts Downey og hittust fyrst allar saman í nóvember.vísir/stefánMikil reiði braust út í samfélaginu og vöknuðu spurningar um hvort dæmdir barnaníðingar ættu yfir höfuð rétt á að hljóta uppreist æru. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri vakti mikla athygli fyrir skelegga framkomu í málinu, en dóttir hans er ein stúlknanna fjögurra sem Robert Downey braut á. Stúlkurnar fjórar þær Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir töluðu opinberlega um reynslu sína og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda að veita dæmdum kynferðisbrotamönnum uppreist æru. Forseti Íslands bað þolendur Roberts og Hjalta afsökunar á sínum hlut í málinu. Þann 14. september kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón þegar hann sótti um uppreist æru. Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að faðir hans hefði mælt með því að Hjalti fengi uppreist æru. Björt framtíð tók þá ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu um miðnætti þann 15. september, aðeins tæpum þremur sólarhringum eftir að Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafði kynnt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Bjarni boðaði til kosninga eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu og Íslendingar gengu til alþingiskosninga í þriðja skiptið á fjóru og hálfu ári.Þögnin rofin Í byrjun október bárust fregnir af því að bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot og kynferðislega áreitni. Upp spratt umræða um heim allan um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi, þá sérstaklega á vinnustöðum. Þúsundir íslenskra kvenna stigu fram og sögðu frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Þar á meðal voru konur úr stjórnmálum, sviðslistum og kvikmyndagerð, flugstétt, læknastétt, fjölmiðlum og íþróttum. Þann 10. desember komu hátt í 40 konur úr fjölmörgum stéttum fram á #Metoo viðburðum víða um land og lásu upp frásagnir íslenskra kvenna. Umræða um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi var þó áberandi allt árið. Þannig vakti frásögn Guðnýjar Helgadóttur mikla athygli í febrúar sem hafði fengið óviðeigandi skilaboð og myndir sendar frá bláókunnugum karlmanni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem hefur verið áberandi í MeToo byltingunni hér á landi vakti svo heimsathygli þegar hún gaf út bók ásamt nauðgara sínum, Tom Stranger. Söngkonan Salka Sól vakti einnig umtal þegar hún var áreitt á árshátíð Icelandair þar sem hún hafði verið ráðin sem skemmtikraftur. Frásögn leikarans Þóris Sæmundssonar, sem var rekinn úr Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu á menntaskólaaldri, vakti sömuleiðis athygli lesenda. Sem og fréttir af því að Atla Rafni Sigurðarsyni hafi verið vikið frá störfum hjá Borgarleikhúsinu vegna ásakana sem tengdust Metoo.Frá minningarathöfninni um Klevis sem haldin var við Reykjavíkurtjörn.vísir/eyþórFjögur líf tekin Alls voru framin fjögur manndráp á Íslandi á árinu og er það heldur fleiri mál en almennt sést hér á landi. Að meðaltali eru framin tvö morð á Íslandi ár hvert. Eins og áður hefur komið fram hér var Birnu Brjánsdóttur ráðinn bani þann 14. janúar. Þann 7. júní lést Arnar Jónsson Aspar eftir að alvarlega líkamsárás í heimkeyrslunni við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þann 18. desember var Sveinn Gestur Tryggvason dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa orðið Arnari að bana. Þann 21. september var Sanitu Brauna ráðinn bani á heimili hennar á Hagamel í september. Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan mann frá Jemen, fyrir að haf orðið Sanitu að bana. Hinn tvítugi Klevis Sula lést í desember af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á Austurvelli að morgni sunnudagsins 3. desember. Klevis var minnst við fallega minningarathöfn við Reykjavíkurtjörn þann 17. desember. Vísir/EyþórHM og EM bónusarnir Það fór væntanlega ekki framhjá mörgum að Ísland mun keppa á HM karla í knattspyrnu á næsta ári. Ísland tryggði sér þáttökurétt á mótinu með sigri á Kósóvó. Það vakti mikla athygli út fyrir landsteinana og þá sérstaklega þegar Ísland sigraði Tyrkland þann 6. Október og tryggði sér þannig toppsæti riðils síns í undankeppni HM. Þá var 1,9 milljarða króna bónus sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í fyrra einnig um deildur. Um 600 milljónir króna af téðum bónus fóru til leikmanna landsliðsins. Lykilmenn í landsliðinu, þeir sem spiluðu alla leikina í undankeppninni voru í lokahópnum á EM, fengu nokkra tugi milljóna króna í heildina í bónusgreiðslur. Samningaviðræður leikmanna við KSÍ drógust mjög á langinn og skipting greiðslna milli leikmanna olli ósætti. Fór svo að ákveðið var að skipta bónusum í úrslitakeppninni jafnt á milli leikmanna en ekki bónusum úr undankeppninni. Töldu sumir leikmenn sig svikna af liðsfélögum en kenna KSÍ sömuleiðis um.Blæðandi augu og brönsinn í Þrastarlundi Þó að stór fréttamál hafi verið fyrirferðarmikil á árinu eru það oft einnig fréttir af fólki sem vekja forvitni og athygli lesenda. Til að mynda var frásögn ráðþrota móður frá Dalvík ofarlega þegar litið er á lestrartölur ársins. Hekla Rán, dóttir Lilju Báru Kristjánsdóttur glímir við erfið veikindi sem lýsa sér þannig að það blæðir úr augum, eyrum og nefi hennar ásamt því að hún fær tíð uppköst.Brönsinn sem boðið er upp á í Þrastarlundi vakti einnig mikla athygli og þá einna helst hvað hann var vel auglýstur. Þrívíddargangbraut á Ísafirði varð óvænt heimsfræg og eldri konu á Þingeyri fannst hún illa svikin af tónlistarmanninum Páli Óskari. Samskipti á Miklubraut milli vagnstjóra strætó og ökumanns jeppa vöktu einnig töluverða athygli sem og frásögn Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur sem slasaðist í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni í sumar. Þá mátti litlu muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í júní þegar rútubílstjóri varð uppvís að stórhættulegu aksturslagi. Sem fyrr segir er þessi listi alls ekki tæmandi en fyrrnefndar fréttir eru á meðal helstu frétta ársins. Hér fyrir neðan í tengdum fréttum má sjá fleiri fréttir sem vöktu athygli. Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Kalli Bjarni dæmdur í fangelsi Idolstjarnan hefur ítrekað verið stöðvaður undir áhrifum amfetamíns við akstur. 26. september 2017 16:17 Systkini voru marga mánuði að losna við handónýtan leigjanda úr íbúðinni sinni „Við gáfum honum þriggja mánaða séns áður en við hófum ferlið við að koma honum út,“ segir Daníel Arnar Tómasson. Það ferli hófst í nóvember. 21. mars 2017 06:30 Tók sjálfu í kvennaklefanum í World Class og neitaði að eyða henni Upp úr sauð á milli tveggja kvenna í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu í dag. 15. febrúar 2017 14:00 Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Sjötíu ungar konur á Íslandi leita að sykurpabba: „Ég viðurkenni alveg að ég svaf hjá einhverjum þeirra“ Í kringum sjötíu ungar konur hér á landi eru skráðar á alþjóðlega síðu fyrir fólk sem óskar eftir því að styðja einhvern fjárhagslega eða fá fjárhagslegan stuðning, margar hverjar háskólanemar. 24. september 2017 07:00 María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl María Lilja telur krakka í dag klárari en svo að þeir leggi fölsun skilríkja fyrir sig. 20. október 2017 10:50 Kynlífsmyndband tekið á klósettinu á Austur fer um netið Líklega refsivert að dreifa myndbandinu. 1. mars 2017 10:48 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Það er óhætt að segja að árið sem er að líða hafi verið viðburðaríkt þegar litið er á innlendar fréttir. Leitin að Birnu Brjánsdóttur heltók þjóðina í byrjun árs um sama leyti og ný ríkisstjórn tók við völdum. Í lok árs hafði ríkisstjórnin fallið í skugga hneykslis og Íslendingar gengu til alþingiskosninga í þriðja skiptið síðan árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá samantekt yfir þær innlendu fréttir sem vöktu hvað mesta athygli lesenda Vísis á árinu, en listinn er langt frá því að vera tæmandi.Stúlkan sem snerti streng í hjarta þjóðarinnar Leitin að Birnu Brjánsdóttur og dauði hennar hélt þjóðinni í heljargreipum í byrjun árs. Birna var aðeins tuttugu ára gömul þegar hún lést þann 14. janúar. Birnu var leitað í heila viku og var leitin að henna sú umfangsmesta í Íslandssögunni. Almenningur tók virkan þátt í leitinni og var það til dæmis almennur borgari sem fann skó Birnu við höfnina í Hafnarfirði tveimur dögum eftir að hún hvarf. Reyndist sá fundur afar mikilvægur fyrir rannsókn málsins. Gríðarlegur fjöldi fólks fylgdist með beinni útsendingu þegar togarinn Polar Nanoq kom til hafnar í Hafnarfirði þann 18. janúar og tveir skipverjar voru handteknir, en öðrum var seinna sleppt úr haldi.Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar. Þjóðin syrgði þessa ungu stúlku og gengu þúsundir manna niður laugaveg þann 28. janúar til að minnast hennar. Fjölmargir kveiktu á kertum og lögðu blóm við Laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast á lífi auk þess sem margir lögðu blóm og kerti á Arnarhól. Þann 29. september var Thomas Moller Olsen, þrítugur Grænlendingur, dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Birnu bana og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.Málið sem felldi ríkisstjórn Þann 15. júní féllst Hæstiréttur á það að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem hét áður Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og að hann fengi að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Í kjölfarið hófst atburðarás sem felldi ríkisstjórn eftir tíu mánuði í starfi. Forseti Íslands hafði þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru að tillögu þáverandi innanríkisráðherra Ólafar Nordal og þannig öðlaðist Róbert óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Róbert var árið 2008 dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á unglingsaldri. Þann sama dag fékk Hjalti Sigurjón Hauksson einnig uppreist æru. Hjalti var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti fyrir áralöng kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni.Nína Rún, Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín lengst til hægri eru allar þolendur Roberts Downey og hittust fyrst allar saman í nóvember.vísir/stefánMikil reiði braust út í samfélaginu og vöknuðu spurningar um hvort dæmdir barnaníðingar ættu yfir höfuð rétt á að hljóta uppreist æru. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri vakti mikla athygli fyrir skelegga framkomu í málinu, en dóttir hans er ein stúlknanna fjögurra sem Robert Downey braut á. Stúlkurnar fjórar þær Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir töluðu opinberlega um reynslu sína og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda að veita dæmdum kynferðisbrotamönnum uppreist æru. Forseti Íslands bað þolendur Roberts og Hjalta afsökunar á sínum hlut í málinu. Þann 14. september kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón þegar hann sótti um uppreist æru. Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að faðir hans hefði mælt með því að Hjalti fengi uppreist æru. Björt framtíð tók þá ákvörðun að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu um miðnætti þann 15. september, aðeins tæpum þremur sólarhringum eftir að Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafði kynnt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Bjarni boðaði til kosninga eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu og Íslendingar gengu til alþingiskosninga í þriðja skiptið á fjóru og hálfu ári.Þögnin rofin Í byrjun október bárust fregnir af því að bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot og kynferðislega áreitni. Upp spratt umræða um heim allan um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi, þá sérstaklega á vinnustöðum. Þúsundir íslenskra kvenna stigu fram og sögðu frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfi. Þar á meðal voru konur úr stjórnmálum, sviðslistum og kvikmyndagerð, flugstétt, læknastétt, fjölmiðlum og íþróttum. Þann 10. desember komu hátt í 40 konur úr fjölmörgum stéttum fram á #Metoo viðburðum víða um land og lásu upp frásagnir íslenskra kvenna. Umræða um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi var þó áberandi allt árið. Þannig vakti frásögn Guðnýjar Helgadóttur mikla athygli í febrúar sem hafði fengið óviðeigandi skilaboð og myndir sendar frá bláókunnugum karlmanni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, sem hefur verið áberandi í MeToo byltingunni hér á landi vakti svo heimsathygli þegar hún gaf út bók ásamt nauðgara sínum, Tom Stranger. Söngkonan Salka Sól vakti einnig umtal þegar hún var áreitt á árshátíð Icelandair þar sem hún hafði verið ráðin sem skemmtikraftur. Frásögn leikarans Þóris Sæmundssonar, sem var rekinn úr Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu á menntaskólaaldri, vakti sömuleiðis athygli lesenda. Sem og fréttir af því að Atla Rafni Sigurðarsyni hafi verið vikið frá störfum hjá Borgarleikhúsinu vegna ásakana sem tengdust Metoo.Frá minningarathöfninni um Klevis sem haldin var við Reykjavíkurtjörn.vísir/eyþórFjögur líf tekin Alls voru framin fjögur manndráp á Íslandi á árinu og er það heldur fleiri mál en almennt sést hér á landi. Að meðaltali eru framin tvö morð á Íslandi ár hvert. Eins og áður hefur komið fram hér var Birnu Brjánsdóttur ráðinn bani þann 14. janúar. Þann 7. júní lést Arnar Jónsson Aspar eftir að alvarlega líkamsárás í heimkeyrslunni við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þann 18. desember var Sveinn Gestur Tryggvason dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa orðið Arnari að bana. Þann 21. september var Sanitu Brauna ráðinn bani á heimili hennar á Hagamel í september. Héraðssaksóknari hefur ákært Khaled Cairo, 38 ára gamlan mann frá Jemen, fyrir að haf orðið Sanitu að bana. Hinn tvítugi Klevis Sula lést í desember af sárum sínum eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á Austurvelli að morgni sunnudagsins 3. desember. Klevis var minnst við fallega minningarathöfn við Reykjavíkurtjörn þann 17. desember. Vísir/EyþórHM og EM bónusarnir Það fór væntanlega ekki framhjá mörgum að Ísland mun keppa á HM karla í knattspyrnu á næsta ári. Ísland tryggði sér þáttökurétt á mótinu með sigri á Kósóvó. Það vakti mikla athygli út fyrir landsteinana og þá sérstaklega þegar Ísland sigraði Tyrkland þann 6. Október og tryggði sér þannig toppsæti riðils síns í undankeppni HM. Þá var 1,9 milljarða króna bónus sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í fyrra einnig um deildur. Um 600 milljónir króna af téðum bónus fóru til leikmanna landsliðsins. Lykilmenn í landsliðinu, þeir sem spiluðu alla leikina í undankeppninni voru í lokahópnum á EM, fengu nokkra tugi milljóna króna í heildina í bónusgreiðslur. Samningaviðræður leikmanna við KSÍ drógust mjög á langinn og skipting greiðslna milli leikmanna olli ósætti. Fór svo að ákveðið var að skipta bónusum í úrslitakeppninni jafnt á milli leikmanna en ekki bónusum úr undankeppninni. Töldu sumir leikmenn sig svikna af liðsfélögum en kenna KSÍ sömuleiðis um.Blæðandi augu og brönsinn í Þrastarlundi Þó að stór fréttamál hafi verið fyrirferðarmikil á árinu eru það oft einnig fréttir af fólki sem vekja forvitni og athygli lesenda. Til að mynda var frásögn ráðþrota móður frá Dalvík ofarlega þegar litið er á lestrartölur ársins. Hekla Rán, dóttir Lilju Báru Kristjánsdóttur glímir við erfið veikindi sem lýsa sér þannig að það blæðir úr augum, eyrum og nefi hennar ásamt því að hún fær tíð uppköst.Brönsinn sem boðið er upp á í Þrastarlundi vakti einnig mikla athygli og þá einna helst hvað hann var vel auglýstur. Þrívíddargangbraut á Ísafirði varð óvænt heimsfræg og eldri konu á Þingeyri fannst hún illa svikin af tónlistarmanninum Páli Óskari. Samskipti á Miklubraut milli vagnstjóra strætó og ökumanns jeppa vöktu einnig töluverða athygli sem og frásögn Erlu Sigurlaugar Sigurðardóttur sem slasaðist í keppni í Gullhringnum á Laugarvatni í sumar. Þá mátti litlu muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í júní þegar rútubílstjóri varð uppvís að stórhættulegu aksturslagi. Sem fyrr segir er þessi listi alls ekki tæmandi en fyrrnefndar fréttir eru á meðal helstu frétta ársins. Hér fyrir neðan í tengdum fréttum má sjá fleiri fréttir sem vöktu athygli.
Fréttir ársins 2017 Tengdar fréttir Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00 Kalli Bjarni dæmdur í fangelsi Idolstjarnan hefur ítrekað verið stöðvaður undir áhrifum amfetamíns við akstur. 26. september 2017 16:17 Systkini voru marga mánuði að losna við handónýtan leigjanda úr íbúðinni sinni „Við gáfum honum þriggja mánaða séns áður en við hófum ferlið við að koma honum út,“ segir Daníel Arnar Tómasson. Það ferli hófst í nóvember. 21. mars 2017 06:30 Tók sjálfu í kvennaklefanum í World Class og neitaði að eyða henni Upp úr sauð á milli tveggja kvenna í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu í dag. 15. febrúar 2017 14:00 Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Sjötíu ungar konur á Íslandi leita að sykurpabba: „Ég viðurkenni alveg að ég svaf hjá einhverjum þeirra“ Í kringum sjötíu ungar konur hér á landi eru skráðar á alþjóðlega síðu fyrir fólk sem óskar eftir því að styðja einhvern fjárhagslega eða fá fjárhagslegan stuðning, margar hverjar háskólanemar. 24. september 2017 07:00 María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl María Lilja telur krakka í dag klárari en svo að þeir leggi fölsun skilríkja fyrir sig. 20. október 2017 10:50 Kynlífsmyndband tekið á klósettinu á Austur fer um netið Líklega refsivert að dreifa myndbandinu. 1. mars 2017 10:48 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Ásökunin snerist um furðulegt klám á heimili kennarans Nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands varðist ásökunum í bloggskrifum og Kastljósi árið 2013. Fjórum árum síðar stígur Ragnar Þór Marinósson fram og segir sína sögu. 3. desember 2017 14:00
Kalli Bjarni dæmdur í fangelsi Idolstjarnan hefur ítrekað verið stöðvaður undir áhrifum amfetamíns við akstur. 26. september 2017 16:17
Systkini voru marga mánuði að losna við handónýtan leigjanda úr íbúðinni sinni „Við gáfum honum þriggja mánaða séns áður en við hófum ferlið við að koma honum út,“ segir Daníel Arnar Tómasson. Það ferli hófst í nóvember. 21. mars 2017 06:30
Tók sjálfu í kvennaklefanum í World Class og neitaði að eyða henni Upp úr sauð á milli tveggja kvenna í búningsklefa World Class á Seltjarnarnesi í hádeginu í dag. 15. febrúar 2017 14:00
Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30
Sjötíu ungar konur á Íslandi leita að sykurpabba: „Ég viðurkenni alveg að ég svaf hjá einhverjum þeirra“ Í kringum sjötíu ungar konur hér á landi eru skráðar á alþjóðlega síðu fyrir fólk sem óskar eftir því að styðja einhvern fjárhagslega eða fá fjárhagslegan stuðning, margar hverjar háskólanemar. 24. september 2017 07:00
María Lilja og Salka Sól játa á sig skjalafals í stórum stíl María Lilja telur krakka í dag klárari en svo að þeir leggi fölsun skilríkja fyrir sig. 20. október 2017 10:50
Kynlífsmyndband tekið á klósettinu á Austur fer um netið Líklega refsivert að dreifa myndbandinu. 1. mars 2017 10:48