Segir Sigríði hafa stöðvað uppreist æru Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 23:03 Samráðherra og vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir hafa komið Sigríði Á. Andersen til varnar í dag. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis. Uppreist æru Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira
Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis.
Uppreist æru Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Sjá meira