Telja að forysta ASÍ þurfi að íhuga stöðu sína Sæunn Gísladóttir skrifar 2. maí 2017 07:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ávarpaði mannfjöldann á Austurvelli en hann gagnrýndi stjórnvöld harkalega í ræðu sinni. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telja að núverandi forysta Alþýðusambandsins þurfi að íhuga stöðu sína. Hún sé að fjarlægjast hinn almenna félagsmann. „Ég hef verið spurður að því hvort það væri klofningur milli VR og ASÍ, en þetta er klofningur forystu ASÍ frá fólkinu í landinu,“ segir Ragnar. „Eftir hrun er verið að reisa fjármálakerfið á nákvæmlega sömu brauðfótum og það hrundi á. Það hefur ekki verið hlustað á fólkið sem vill breyta þessu kerfi. Staða baráttunnar er sú að við erum ofboðslega stór og öflug hreyfing og virðumst ekki vera að nýta okkur samtakamáttinn og stærð okkar nægilega vel til að koma okkar baráttumálum fram.“ Dagskrá verkalýðsdagsins í ár var með öðru móti en undanfarin ár þar sem tveir kröfufundir fóru fram í miðbænum, eins og fram hefur komið. Ragnar tók þátt á fundinum sem ASÍ stóð ekki fyrir og sakaði ASÍ um blekkingaleik. „Þegar forseti ASÍ er að gera lítið úr völdum sínum og aðkomu er það broslegt miðað við það sem ég hef orðið vitni að síðustu átta ár í stjórn VR,“ útskýrir Ragnar. Vilhjálmur Birgisson tekur undir með Ragnari um að forysta ASÍ standi höllum fæti. Honum finnst vanta meiri kraft í verkalýðshreyfinguna. „Mér finnst hún hafa fjarlægst almenna félagsmenn. Hún þarf að fara í ítarlega naflaskoðun.“ Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hélt erindi á sama fundi og Ragnar eftir að hafa verið neitað um að tala á baráttufundum þann 1. maí frá því að hún tók við stöðu sinni, árið 2013. „Ég ætla nú ekki að úttala mig um forystu ASÍ. En mér finnst óeðlilegt að forystufólkið í baráttu fyrir bættum kjörum örorkulífeyrisþega fái ekki að tala 1. maí. Það þekkist á Norðurlöndum að systurfélög okkar þar fái að taka þátt. Það er verið að útiloka ákveðinn hóp.“ Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, telur að ef ósætti ríki um forystuna ætti að fylgja verklagi og láta það í ljós í kosningum. „Það er ársþing á tveggja ára fresti og formannafundir þess á milli. Þar er forysta ASÍ kosin og ég held að rétti vettvangurinn sé þar ef á að breyta til. Ef fólk vill ekki þessa forystu þá verður að kjósa nýja.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, telur að innan ASÍ megi fara yfir málin og verklagið. „Það þarf meiri hlustun og skilning á almennum félagsmönnum. Að mörgu leyti erum við á réttri leið en auðvitað má alltaf bæta eitthvað.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Talar fyrir réttindum öryrkja en ekki stofnun Sósíalistaflokksins Dagskrá verkalýðsdagsins í ár er með örlítið öðru móti en undanfarin ár þar sem að tveir kröfufundir fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Um hundrað metrar aðskilja sviðin tvö. 1. maí 2017 07:00 Margt um manninn í miðbænum á verkalýðsdaginn Fjölmargir kröfðust bættra réttinda í höfuðborginni í dag á verkalýðsdaginn, 1. maí. Kröfuganga lagði af stað frá Hlemmi eftir hádegi og gekk fylktu liði niður Laugaveg. Þá kom fólk saman á útifundum á Ingólfstorgi og Austurvelli. 1. maí 2017 17:49 Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Lífeyrissjóðirnir hagnast á þröngri stöðu launþega; hafa hag af hárri álagningu, lágum launum og hafa of mikil ítök á húsnæðismarkaði. Þetta segir nýr formaður VR og vill róttækar breytingar. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telja að núverandi forysta Alþýðusambandsins þurfi að íhuga stöðu sína. Hún sé að fjarlægjast hinn almenna félagsmann. „Ég hef verið spurður að því hvort það væri klofningur milli VR og ASÍ, en þetta er klofningur forystu ASÍ frá fólkinu í landinu,“ segir Ragnar. „Eftir hrun er verið að reisa fjármálakerfið á nákvæmlega sömu brauðfótum og það hrundi á. Það hefur ekki verið hlustað á fólkið sem vill breyta þessu kerfi. Staða baráttunnar er sú að við erum ofboðslega stór og öflug hreyfing og virðumst ekki vera að nýta okkur samtakamáttinn og stærð okkar nægilega vel til að koma okkar baráttumálum fram.“ Dagskrá verkalýðsdagsins í ár var með öðru móti en undanfarin ár þar sem tveir kröfufundir fóru fram í miðbænum, eins og fram hefur komið. Ragnar tók þátt á fundinum sem ASÍ stóð ekki fyrir og sakaði ASÍ um blekkingaleik. „Þegar forseti ASÍ er að gera lítið úr völdum sínum og aðkomu er það broslegt miðað við það sem ég hef orðið vitni að síðustu átta ár í stjórn VR,“ útskýrir Ragnar. Vilhjálmur Birgisson tekur undir með Ragnari um að forysta ASÍ standi höllum fæti. Honum finnst vanta meiri kraft í verkalýðshreyfinguna. „Mér finnst hún hafa fjarlægst almenna félagsmenn. Hún þarf að fara í ítarlega naflaskoðun.“ Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, hélt erindi á sama fundi og Ragnar eftir að hafa verið neitað um að tala á baráttufundum þann 1. maí frá því að hún tók við stöðu sinni, árið 2013. „Ég ætla nú ekki að úttala mig um forystu ASÍ. En mér finnst óeðlilegt að forystufólkið í baráttu fyrir bættum kjörum örorkulífeyrisþega fái ekki að tala 1. maí. Það þekkist á Norðurlöndum að systurfélög okkar þar fái að taka þátt. Það er verið að útiloka ákveðinn hóp.“ Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, telur að ef ósætti ríki um forystuna ætti að fylgja verklagi og láta það í ljós í kosningum. „Það er ársþing á tveggja ára fresti og formannafundir þess á milli. Þar er forysta ASÍ kosin og ég held að rétti vettvangurinn sé þar ef á að breyta til. Ef fólk vill ekki þessa forystu þá verður að kjósa nýja.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, telur að innan ASÍ megi fara yfir málin og verklagið. „Það þarf meiri hlustun og skilning á almennum félagsmönnum. Að mörgu leyti erum við á réttri leið en auðvitað má alltaf bæta eitthvað.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Talar fyrir réttindum öryrkja en ekki stofnun Sósíalistaflokksins Dagskrá verkalýðsdagsins í ár er með örlítið öðru móti en undanfarin ár þar sem að tveir kröfufundir fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Um hundrað metrar aðskilja sviðin tvö. 1. maí 2017 07:00 Margt um manninn í miðbænum á verkalýðsdaginn Fjölmargir kröfðust bættra réttinda í höfuðborginni í dag á verkalýðsdaginn, 1. maí. Kröfuganga lagði af stað frá Hlemmi eftir hádegi og gekk fylktu liði niður Laugaveg. Þá kom fólk saman á útifundum á Ingólfstorgi og Austurvelli. 1. maí 2017 17:49 Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Lífeyrissjóðirnir hagnast á þröngri stöðu launþega; hafa hag af hárri álagningu, lágum launum og hafa of mikil ítök á húsnæðismarkaði. Þetta segir nýr formaður VR og vill róttækar breytingar. 1. maí 2017 07:00 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira
Talar fyrir réttindum öryrkja en ekki stofnun Sósíalistaflokksins Dagskrá verkalýðsdagsins í ár er með örlítið öðru móti en undanfarin ár þar sem að tveir kröfufundir fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Um hundrað metrar aðskilja sviðin tvö. 1. maí 2017 07:00
Margt um manninn í miðbænum á verkalýðsdaginn Fjölmargir kröfðust bættra réttinda í höfuðborginni í dag á verkalýðsdaginn, 1. maí. Kröfuganga lagði af stað frá Hlemmi eftir hádegi og gekk fylktu liði niður Laugaveg. Þá kom fólk saman á útifundum á Ingólfstorgi og Austurvelli. 1. maí 2017 17:49
Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Lífeyrissjóðirnir hagnast á þröngri stöðu launþega; hafa hag af hárri álagningu, lágum launum og hafa of mikil ítök á húsnæðismarkaði. Þetta segir nýr formaður VR og vill róttækar breytingar. 1. maí 2017 07:00