Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Ásgeir Erlendsson skrifar 19. apríl 2017 21:35 Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira