„Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 13:18 Grímur Grímsson yfirmaður rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. Hann segir lögreglu gruna að sami bíll hafi verð á ferli í miðbæ Reykjavíkur klukkan 05:25 og við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 05:53 að morgni 14. janúar. Hann segist jafnframt vera vongóður um að rannsókn lögreglu skili heildarmynd af málinu. Rætt var við Grím í þættinum Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. „Við erum ágætlega komnir á veg að því að við teljum. Við teljum okkur vera komna nokkurn veginn með atburðarrásina. Við teljum okkur hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig hún var,“ segir Grímur. „Það fer að nálgast tveir sólarhringar síðan þeir voru handteknir, þessir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi. Þeir hafa verið hérna á lögreglustöðinni á Hverfisgötunni síðan sem er ekki góð aðstaða fyrir menn í gæsluvarðhaldi og gengur ekki til lengdar.“ Mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær grunaðir um aðild að hvarfi Birnu, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. „Ég hef ekki viljað fara út í það hvað kemur fram í yfirheyrslum en hver og ein yfirheyrsla er þó þannig að það kemur alltaf fram eitthvað sem annaðhvort styrkir eða styrkir ekki það sem verið er að leita eftir. Það er náttúrulega horft til þess að menn sem eru grunaðir geti komið með skýringar á einhverju sem virðist vera. Eðlilegar skýringar, meina ég.“Gruna að um sama bíl sé að ræða Mennirnir tveir sem eru í haldi sjást á myndum úr öryggismyndavélum frá Hafnarfjarðarhöfn á laugardagsmorgun. Aðspurður segir Grímur hins vegar að á myndefni við áhaldageymslu GKG sjáist eingöngu bíll. „Ég hef ekki viljað fara mjög nákvæmlega út í það hvað sést á myndum sem við höfum fundið þennan bíl eða bíl sem við teljum að geti verið þessi bíll. Hins vegar, af því það hefur verið fjallað um þetta ákveðna myndskeið við golfskálann þá er á því myndskeiði einvörðungu bíll.“En númeraplata, er þetta sami bíll og var síðar við Hafnarfjarðarhöfn? „Okkur grunar það.“Kannað hvort mennirnir tengist fíkniefnasmygli Við leit lögreglu um borð í Polar Nanoq á miðvikudagskvöld fundust um 20 kíló af hassi. Grímur segir lögreglu kanna hvort að mennirnir sem handteknir voru á miðvikudag tengist fíkniefnunum, en þriðji maðurinn var handtekinn vegna efnanna í gær. „Það er þannig að þegar skipið kemur þarna klukkan ellefu á miðvikudagskvöldið þá fer í gang hefðbundin rannsókn lögreglu. Þeir sem eru handteknir eru færðir frá borði og það eru teknar skýrslur af allri áhöfninni. Þetta hafði allt verið skipulagt fyrirfram. Síðan hafi verið skipulagt, og við vorum þar í samvinnu við tollinn, að leita í skipinu. Þeir hafa sérstaka þekkingu á leit í skipum umfram okkur. Við þessa leit fundust þessi fíkniefni.“ Eruð þið að að kanna hvort mennirnir sem eru í varðhaldi tengist þessum fíkniefnafundi? „Já, við erum líka að skoða það hvort þeir eigi aðild að þessu fíkniefnamáli.“Sjá einnig: Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Grímur segir að leitað hafi verið við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skór Birnu fundust þar. Fram að því taldi lögregla ólíklegt að Birna hafi verið á höfninni. „Það er að segja þegar skórnir finnast þá er orðið miklu líklegra en áður hafði verið að Birna hafi komið til Hafnarfjarðar. Það gat alveg verið og þurfti að skoða sérstaklega að síminn hennar hefði orðið viðskila við hana, að hún hafi týnt símanum eða hann verið tekinn. Þannig að það var ekki með óyggjandi hætti hægt að segja það að Birna hafi farið til Hafnarfjarðar. Eftir að skórnir hennar finnast í Hafnarfirði þá er það miklu líklegra. Það hefur líka komið fram að við höfum haft það til skoðunar hvort að Birna hafi farið úr skónum á þessum stað eða þeim verið komið fyrir þarna. Allt þetta erum við að skoða og á endanum getum við vonandi upplýst sem allra allra flesta þætti í þessu máli þannig að við getum sagt raunverulega hvað það var sem gerðist,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir bílsins nánar. Meðal annars hefur lögregla óskað eftir aðstoð ökumanna bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði. Leitað er að myndefni af rauðum Kia Rio bíl. „Við höfum unnið í því og erum einmitt að reyna að kortleggja ferðir bílsins eins mikið og við mögulega getum á þessu tímabili alveg frá nóttinni og fram úr. En hvar hann kemur fram höfum við ekki viljað fara mikið út í, þá finnst mér ég vera að tala of mikið um sönnunargögnin.“Vongóður um að heildarmynd skýrist Aðspurður segist Grímur vongóður um að heildarmynd málsins muni birtast þegar lögregla hefur púslað öllum gögnum saman „Já ég er það. Ég held að þessi hefðbundna lögreglurannsóknarvinna hún muni á endanum skila okkur myndinni,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna finna fyrir pressu frá samfélaginu enda um að ræða eina viðamestu rannsókn sem lögregla hefur fengið á sitt borð í nokkurn tíma. „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf. Það er gríðarlega mikilvægt að þetta mál fái þann enda að við vitum hvað gerðist. Það er náttúrulega dapurlegt þegar ung kona hverfur með þessum hætti og ekki hægt að segja hvað gerðist. Við verðum að leggja alla áherslu á það að geta upplýst um hvað gerðist og við höfum fengið gríðarlega mikla aðstoð frá almenningi og það hafa allir verið boðnir og búnir til að aðstoða við þetta. Það er rétt hjá þér, þetta er gríðarlega viðamikið og með viðameiri rannsóknum sem hafa farið fram á Íslandi seinni ár“Hægt er að hlusta á viðtalið við Grím í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Haldið í einangrun á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“ Aðstaðan fyrir einangrunarfanga vart boðleg og tekur Grímur Grímsson undir það. 20. janúar 2017 08:00 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 12:24 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. Hann segir lögreglu gruna að sami bíll hafi verð á ferli í miðbæ Reykjavíkur klukkan 05:25 og við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 05:53 að morgni 14. janúar. Hann segist jafnframt vera vongóður um að rannsókn lögreglu skili heildarmynd af málinu. Rætt var við Grím í þættinum Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. „Við erum ágætlega komnir á veg að því að við teljum. Við teljum okkur vera komna nokkurn veginn með atburðarrásina. Við teljum okkur hafa nokkuð góða hugmynd um hvernig hún var,“ segir Grímur. „Það fer að nálgast tveir sólarhringar síðan þeir voru handteknir, þessir tveir sem eru í gæsluvarðhaldi. Þeir hafa verið hérna á lögreglustöðinni á Hverfisgötunni síðan sem er ekki góð aðstaða fyrir menn í gæsluvarðhaldi og gengur ekki til lengdar.“ Mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær grunaðir um aðild að hvarfi Birnu, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. „Ég hef ekki viljað fara út í það hvað kemur fram í yfirheyrslum en hver og ein yfirheyrsla er þó þannig að það kemur alltaf fram eitthvað sem annaðhvort styrkir eða styrkir ekki það sem verið er að leita eftir. Það er náttúrulega horft til þess að menn sem eru grunaðir geti komið með skýringar á einhverju sem virðist vera. Eðlilegar skýringar, meina ég.“Gruna að um sama bíl sé að ræða Mennirnir tveir sem eru í haldi sjást á myndum úr öryggismyndavélum frá Hafnarfjarðarhöfn á laugardagsmorgun. Aðspurður segir Grímur hins vegar að á myndefni við áhaldageymslu GKG sjáist eingöngu bíll. „Ég hef ekki viljað fara mjög nákvæmlega út í það hvað sést á myndum sem við höfum fundið þennan bíl eða bíl sem við teljum að geti verið þessi bíll. Hins vegar, af því það hefur verið fjallað um þetta ákveðna myndskeið við golfskálann þá er á því myndskeiði einvörðungu bíll.“En númeraplata, er þetta sami bíll og var síðar við Hafnarfjarðarhöfn? „Okkur grunar það.“Kannað hvort mennirnir tengist fíkniefnasmygli Við leit lögreglu um borð í Polar Nanoq á miðvikudagskvöld fundust um 20 kíló af hassi. Grímur segir lögreglu kanna hvort að mennirnir sem handteknir voru á miðvikudag tengist fíkniefnunum, en þriðji maðurinn var handtekinn vegna efnanna í gær. „Það er þannig að þegar skipið kemur þarna klukkan ellefu á miðvikudagskvöldið þá fer í gang hefðbundin rannsókn lögreglu. Þeir sem eru handteknir eru færðir frá borði og það eru teknar skýrslur af allri áhöfninni. Þetta hafði allt verið skipulagt fyrirfram. Síðan hafi verið skipulagt, og við vorum þar í samvinnu við tollinn, að leita í skipinu. Þeir hafa sérstaka þekkingu á leit í skipum umfram okkur. Við þessa leit fundust þessi fíkniefni.“ Eruð þið að að kanna hvort mennirnir sem eru í varðhaldi tengist þessum fíkniefnafundi? „Já, við erum líka að skoða það hvort þeir eigi aðild að þessu fíkniefnamáli.“Sjá einnig: Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Grímur segir að leitað hafi verið við Hafnarfjarðarhöfn eftir að skór Birnu fundust þar. Fram að því taldi lögregla ólíklegt að Birna hafi verið á höfninni. „Það er að segja þegar skórnir finnast þá er orðið miklu líklegra en áður hafði verið að Birna hafi komið til Hafnarfjarðar. Það gat alveg verið og þurfti að skoða sérstaklega að síminn hennar hefði orðið viðskila við hana, að hún hafi týnt símanum eða hann verið tekinn. Þannig að það var ekki með óyggjandi hætti hægt að segja það að Birna hafi farið til Hafnarfjarðar. Eftir að skórnir hennar finnast í Hafnarfirði þá er það miklu líklegra. Það hefur líka komið fram að við höfum haft það til skoðunar hvort að Birna hafi farið úr skónum á þessum stað eða þeim verið komið fyrir þarna. Allt þetta erum við að skoða og á endanum getum við vonandi upplýst sem allra allra flesta þætti í þessu máli þannig að við getum sagt raunverulega hvað það var sem gerðist,“ segir Grímur. Hann segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir bílsins nánar. Meðal annars hefur lögregla óskað eftir aðstoð ökumanna bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði. Leitað er að myndefni af rauðum Kia Rio bíl. „Við höfum unnið í því og erum einmitt að reyna að kortleggja ferðir bílsins eins mikið og við mögulega getum á þessu tímabili alveg frá nóttinni og fram úr. En hvar hann kemur fram höfum við ekki viljað fara mikið út í, þá finnst mér ég vera að tala of mikið um sönnunargögnin.“Vongóður um að heildarmynd skýrist Aðspurður segist Grímur vongóður um að heildarmynd málsins muni birtast þegar lögregla hefur púslað öllum gögnum saman „Já ég er það. Ég held að þessi hefðbundna lögreglurannsóknarvinna hún muni á endanum skila okkur myndinni,“ segir Grímur. Hann segir lögregluna finna fyrir pressu frá samfélaginu enda um að ræða eina viðamestu rannsókn sem lögregla hefur fengið á sitt borð í nokkurn tíma. „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf. Það er gríðarlega mikilvægt að þetta mál fái þann enda að við vitum hvað gerðist. Það er náttúrulega dapurlegt þegar ung kona hverfur með þessum hætti og ekki hægt að segja hvað gerðist. Við verðum að leggja alla áherslu á það að geta upplýst um hvað gerðist og við höfum fengið gríðarlega mikla aðstoð frá almenningi og það hafa allir verið boðnir og búnir til að aðstoða við þetta. Það er rétt hjá þér, þetta er gríðarlega viðamikið og með viðameiri rannsóknum sem hafa farið fram á Íslandi seinni ár“Hægt er að hlusta á viðtalið við Grím í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Haldið í einangrun á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“ Aðstaðan fyrir einangrunarfanga vart boðleg og tekur Grímur Grímsson undir það. 20. janúar 2017 08:00 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 12:24 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Haldið í einangrun á Hverfisgötu: „Ekki til eftirbreytni“ Aðstaðan fyrir einangrunarfanga vart boðleg og tekur Grímur Grímsson undir það. 20. janúar 2017 08:00
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11
Undirbúa eina umfangsmestu leit síðari ára Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent beiðni á allar svæðisstjórnir björgunarsveita á landinu um að leggja til mannskap í leit að Birnu Brjánsdóttur. 20. janúar 2017 12:24