Líkfundurinn engin tilviljun: Sjö þúsund kílómetra ganga að baki hjá björgunarsveitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 19:30 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem haldið hefur utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu Brjánsdóttur undanfarna viku, segir að líkfundurinn í dag hafi ekki verið nein tilviljun. Hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni um helgina sem er sú stærsta í sögunni.Fjallað var ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Fram kom í máli Ásgeirs, í viðtali við Gunnar Atla Gunnarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2, að gróflega væri búið að reikna að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina. Þótt að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið líkið í dag, í einni af fjölmörgum þyrluferðum á suðvesturhorninu undanfarna daga, þá er engin tilviljun að líkið fannst. Selvogsviti er á svæðinu sem búið var að skilgreina til leitar um helgina. Þá sagði Ásgeir að persónulega væri hann afar hryggur yfir líkfundinum í dag. Það væri þó gott að búið væri að finna líkið og leitinni að því væri lokið. Leitaraðilar hafa vottað aðstandendum Birnu samúð sína.Áfram leitað í kvöld Yfir 300 björgunarsveitamenn er enn við leitarstörf vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eftir að þyrla með sérhæfðu leitarfólki úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar fann lík hennar við Selvogvita var leitarskipulagi breytt að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Nú er áhersla lögð á að finna vísbendingar sem tengst geta málinu, svo sem ummerki eftir mannaferðir, jarðrask eða hluti sem tengst gert málinu. Færanlegri stjórnstöð björgunarsveitanna hefur verið komið upp á svæðinu og þaðan er leitinni stjórnað. Skiplög voru 90 leitarsvæði og sem verða vandlega leituð í kvöld. Leitarsvæðið nær frá Grindavík austur að Eyrarbakka. Leitað verður á og meðfram vegum og vegaslóðum. Alls komu um 775 sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leitinni að Birnu, þar af voru 685 leitarmenn, 40 aðgerðastjórnendur og 50 frá slysavarnadeildum félagsins. Við leitina var notast við 11 hunda, dróna, fjórhjól og nánast allan bílaflota björgunarsveitanna. Leitarfólk úr 71 björgunarsveit víðsvegar að af landinu tók þátt í leitinni og slysavarnafólk úr fimm deildum félagsins.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi Sjá meira