Til rannsóknar hvort skónum hafi verið komið fyrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. janúar 2017 10:47 Atburðarás gærdagsins. vísir/Loftmyndir ehf/Garðar Kjartans Skórnir sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi eru í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem leitað er að, notar. Þeir eru jafnframt af sömu tegund og í sama lit og skórnir sem hún var í þegar síðast sást til hennar, en þó er ekki búið að staðfesta að um hennar skó sé að ræða. Rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að skónum, enda liggja fáar aðrar vísbendingar fyrir á þessum tímapunkti. Málið er skoðað frá öllum hliðum og nú er meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi mögulega verið komið fyrir við höfnina, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hvort tveggja til rannsóknar, hvort viðkomandi hafi farið úr skónum þarna, ef þetta eru skórnir hennar Birnu, eða hvort þeim hafi verið komið fyrir þarna. En engu að síður er þungamiðjan á þessu svæði núna. Þetta er staðurinn sem við erum að miða við og það verður farið um allt þetta svæði í leitinni, það liggur alveg fyrir,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Björgunarsveitir leita Birnu nú við Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórVonuðust til að einhverjir gæfu sig fram með birtingu myndbandsins Skóparið, sem er af tegundinni Dr. Martens, fannst skammt frá birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrabraut, sem er ekki á hinu skilgreinda hafnarsvæði. Að sögn Gríms er nú unnið að því að nálgast myndbandsupptökur úr eftirlitvélum hjá Atlantsolíu, sem og hjá nærliggjandi fyrirtækjum. Aðspurður segir Grímur engan hafa verið yfirheyrðan í tengslum við málið, en að bundnar hafi verið vonir við að einhverjir gætu gefið upplýsingar um ferðir Birnu með birtingu myndbands af henni í gær. Enginn hafi gefið sig fram en að þó hafi fjöldi ábendinga borist. „Einn tilgangur með því að birta myndbandið í gær var að fólkið sem sæi sjálft sig á upptökunni, án þess að aðrir þekktu það, hefðu samband við okkur þannig að við gætum fengið upplýsingar hjá þeim. En við vonumst til þess að það komi í dag.“ Í forgangi að komast inn á Tinder-aðganginn Ökumaður rauðrar Kia Rio bifreiðar hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina. Þá segir hann að unnið sé að því að komast inn á samfélagsmiðla Birnu. Lögreglunni hefur þegar tekist að komast inn á Facebook aðgang hennar, en síðustu samskipti sem hún átti í gegnum Facebook voru á fimmtudag. Nú sé reynt að komast inn á stefnumótaforritið Tinder. „Við erum með það í forgangi að reyna að komast inn á það svæði [Tinder],“ segir hann. Forritið er hægt að tengja við Facebook, en að sögn Gríms er það ekki tengt Facebook í tilfelli Birnu. Því þurfi að leita annarra leiða við að komast inn á það. Skipulögð leit að Birnu er nýhafin. Haldið verður áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn og hafa allir viðbragðsaðilar verið kallaðir út; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Skórnir sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi eru í sömu skóstærð og Birna Brjánsdóttir, stúlkan sem leitað er að, notar. Þeir eru jafnframt af sömu tegund og í sama lit og skórnir sem hún var í þegar síðast sást til hennar, en þó er ekki búið að staðfesta að um hennar skó sé að ræða. Rannsókn lögreglu beinist fyrst og fremst að skónum, enda liggja fáar aðrar vísbendingar fyrir á þessum tímapunkti. Málið er skoðað frá öllum hliðum og nú er meðal annars reynt að finna út úr því hvort skónum hafi mögulega verið komið fyrir við höfnina, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er hvort tveggja til rannsóknar, hvort viðkomandi hafi farið úr skónum þarna, ef þetta eru skórnir hennar Birnu, eða hvort þeim hafi verið komið fyrir þarna. En engu að síður er þungamiðjan á þessu svæði núna. Þetta er staðurinn sem við erum að miða við og það verður farið um allt þetta svæði í leitinni, það liggur alveg fyrir,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Björgunarsveitir leita Birnu nú við Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórVonuðust til að einhverjir gæfu sig fram með birtingu myndbandsins Skóparið, sem er af tegundinni Dr. Martens, fannst skammt frá birgðastöð Atlantsolíu við Óseyrabraut, sem er ekki á hinu skilgreinda hafnarsvæði. Að sögn Gríms er nú unnið að því að nálgast myndbandsupptökur úr eftirlitvélum hjá Atlantsolíu, sem og hjá nærliggjandi fyrirtækjum. Aðspurður segir Grímur engan hafa verið yfirheyrðan í tengslum við málið, en að bundnar hafi verið vonir við að einhverjir gætu gefið upplýsingar um ferðir Birnu með birtingu myndbands af henni í gær. Enginn hafi gefið sig fram en að þó hafi fjöldi ábendinga borist. „Einn tilgangur með því að birta myndbandið í gær var að fólkið sem sæi sjálft sig á upptökunni, án þess að aðrir þekktu það, hefðu samband við okkur þannig að við gætum fengið upplýsingar hjá þeim. En við vonumst til þess að það komi í dag.“ Í forgangi að komast inn á Tinder-aðganginn Ökumaður rauðrar Kia Rio bifreiðar hefur heldur ekki gefið sig fram og segir Grímur lögregluna enn reyna að hafa uppi á þeim aðila. Verið sé að vinna úr gögnum frá bílaleigum þessa stundina. Þá segir hann að unnið sé að því að komast inn á samfélagsmiðla Birnu. Lögreglunni hefur þegar tekist að komast inn á Facebook aðgang hennar, en síðustu samskipti sem hún átti í gegnum Facebook voru á fimmtudag. Nú sé reynt að komast inn á stefnumótaforritið Tinder. „Við erum með það í forgangi að reyna að komast inn á það svæði [Tinder],“ segir hann. Forritið er hægt að tengja við Facebook, en að sögn Gríms er það ekki tengt Facebook í tilfelli Birnu. Því þurfi að leita annarra leiða við að komast inn á það. Skipulögð leit að Birnu er nýhafin. Haldið verður áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn og hafa allir viðbragðsaðilar verið kallaðir út; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02 Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09 Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Halda áfram að leita við Hafnarfjarðarhöfn Leit verður framhaldið um klukkan hálf ellefu. 17. janúar 2017 10:02
Leitin að Birnu: Dr. Martens skór fannst og er til skoðunar hjá lögreglu Fólk var beðið um að yfirgefa svæðið við Kaldársel í Hafnarfirði í kvöld en það taldi að skórinn hefði fundist þar. Svo er þó ekki. 17. janúar 2017 01:09
Leitin að Birnu: Skoða upptökur úr öryggismyndavélum fyrirtækja við Óseyrarbraut Skópar áþekkt því sem Birna Brjánsdóttir klæddist þegar hún hvarf sporlaust fannst við birgðastöð Atlantsolíu á tólfta tímanum í gærkvöldi. 17. janúar 2017 10:30