Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2017 12:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en Vísir hefur heimildir fyrir því að þetta sé tilfellið. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að bíllinn var haldlagður en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafi verið með bílinn á leigu frá því í hádeginu á föstudag til seinni parts laugardags. Bíllinn, sem er bílaleigubíll, hefur verið í umsjá Bílaleigu Akureyrar frá því í maí 2016 þegar hann var fluttur til landsins fyrir sumarvertíðina.Ekki staðfest að sami bíllinn hafi verið á Laugavegi og í Kópavogi Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags en á sama tíma og á sama stað var rauðri Kia Rio-bifreið ekið framhjá. Lögreglan hefur síðan á mánudag leitað að ökumanni þess bíls en hann hefur ekki gefið sig fram. Lögreglan hefur ekki getað staðfest að bíllinn sem haldlagður var á þriðjudag sé sami bíll og sést í eftirlitsmyndavélunum við Laugaveg aðfaranótt laugardags. Er það vegna þess að bílnúmerið sést ekki í myndavélunum í miðbænum en bíllinn sem fannst í Kópavogi er af sömu gerð og bíllinn sem sést við Laugaveg, fimm dyra rauður Kia Rio, árgerð 2015. Alls eru 126 bílar af þessari gerð á landinu en bíllinn sem dreginn var við Hlíðasmára er sá eini sem lögreglan hefur haldlagt og rannsakað í tengslum við hvarf Birnu.Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum á Polar Nanoq en þeir voru handteknir um borð í skipinu í hádeginu í gær. Þriðji skipverjinn var svo handtekinn í gærkvöldi og voru þeir allir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í nótt en togarinn lagðist að bryggju um klukkan 23 í gær. Þrír menn hafa því réttarstöðu sakbornings í tengslum við hvarf Birnu sem nú er rannsakað sem sakamál. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald síðar í dag yfir þriðja skipverjanum en lögregla má halda honum án úrskurðar þar til í kvöld.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39 Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00 Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Yfirheyrslur yfir mönnunum þremur að hefjast Skipverjarnir þrír eru komnir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. 19. janúar 2017 00:39
Krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingunum þremur Þrír menn voru leiddir út úr togaranum Polar Nanoq í járnum. Lögregla mun krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í dag. Mennirnir eru grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur. 19. janúar 2017 06:00
Yfirheyrslur fóru fram á dönsku og ensku Skipverjarnir þrír voru yfirheyrðir í nótt en yfirheyrslum lauk um klukkan átta í morgun. 19. janúar 2017 09:43